Fara í efni  

Samþykkt að auglýsa eftir tilboðum í flóasiglingar

Á fundi bæjarráðs Akraness þann 9. febrúar sl. var samþykkt að auglýsa tilraunaverkefni Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar um beina siglingu 50 til 100 manna ferju milli sveitarfélaganna sumarið 2017.
Lesa meira

Opinn kynningarfundur um Sements- og Dalbrautarreit

Opinn kynningafundur á lýsingum fyrir Sementsreit og Dalbraut - Þjóðbraut verður haldinn þann 16. febrúar næstkomandi í sal Grundaskóla á Akranesi frá kl. 18:00 til 20:00. Fundarstjóri er Rakel Óskarsdóttir formaður starfshóps um Sementsreit.
Lesa meira

Laus staða við íbúðarsambýlið að Laugarbraut 8

Velferðar- og mannréttindasvið óskar eftir að ráða almennan starfsmann í 52% stöðu við íbúðarsambýlið að Laugarbraut 8. Um er að ræða dag-, kvöld- og helgarvaktir (aðra hvora helgi). Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Lesa meira

Vel heppnaður bæjarstjórnarfundur unga fólksins

Þann 31. janúar síðastliðinn kom bæjarstjórn unga fólksins saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. Í bæjarstjórn unga fólksins eru þau Jón Hjörvar Valgarðsson formaður og fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Vesturlands, Eyrún Sigþórsdóttir fulltrúi nemenda Brekkubæjarskóla, Stefán Kaprasíus
Lesa meira

Landsmót skólalúðrasveita á Akranesi

Landsmót Sambands íslenskra skólalúðrasveita fyrir C sveitir verður haldið á Akranesi nú um helgina. C sveitir eru skipaðar ungu fólki á aldrinum 14-20 ára sem eru komin vel á veg í tónlistarnámi sínu. Um 200 hljóðfæraleikarar hafa skráð sig á mótið og koma þeir víðsvegar að af...
Lesa meira

Lýsing á breytingu á aðalskipulagi vegna Dalbrautar - Þjóðbraut

Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 24. janúar 2017 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi sem er hluti miðsvæðis M4, milli Dalbrautar og Þjóðbrautar, skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst m.a. í því að miðsvæði M4 er stækkað til norðurs og mun svæðið vera með...
Lesa meira

Lýsing á breytingu á aðalskipulagi vegna Sementsreits

Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 24. janúar 2017 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi fyrir Sementsreit skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að iðnaðarsvæði er í breytt í miðsvæði og íbúðarsvæði auk þess sem hluta hafnarsvæðis er breytt í miðsvæði.
Lesa meira

Áhugi á flóasiglingum og auknu samstarfi við sveitarfélög á Vesturlandi

Á fundi bæjarráðs Akraness þann 26. janúar sl. voru lagðar fram tvær kannanir, annarsvegar könnun sem Gallup gerði á viðhorfum Akurnesinga til flóasiglinga og til samstarfs við sveitarfélög á Vesturlandi og hinsvegar könnun sem Vífill Karlsson gerði fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og fjallar um ýmsa þætti sem hafa áhrif á búsetu á Vesturlandi.
Lesa meira

Bæjarstjórn Akraness 75 ára í dag

Í dag, 26 janúar, eru 75 ár frá fyrsta bæjarstjórnarfundinum á Akranesi. Bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1. janúar og í kjölfarið var fyrsti bæjarstjórnarfundurinn haldinn 26. janúar. Ólafur B. Björnsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Jón Sigmundsson ritari. Arnljótur Guðmundsson var
Lesa meira

Bæjarráð hafnar tilboði um kaup á hlut bæjarins í Hellisheiðarvirkjun

Á fundi bæjarráðs í dag var lagt fram tilboð um kaup á hlut Akraneskaupstaðar í Hellisheiðarvirkjun. Tilboðsgjafi óskaði eftir því að með tilboðið yrði farið sem trúnaðarmál. Sambærilegt tilboð var sent til Reykjavíkurborgar
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00