Kjörskrá vegna forsetakosninga 27. júní 2020
16.06.2020
Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní n.k. Kjörskrá verður opin almenningi til skoðunar í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 1. hæð, á opnunartíma þjónustuvers.
Lesa meira
Sigurður Þór Elísson nýr eldvarnareftirlitsfulltrúi
12.06.2020
Sigurður Þór Elísson hefur verið ráðinn eldvarnareftirlitsfulltrúi hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstað. Sigurður hefur starfað í slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar (SAH) frá árinu 2002. Hann hlaut löggildingu sem slökkviliðsmaður árið 2008 og hefur undanfarin ár starfað sem annar af tveimur þjálfunarstjórum liðsins.
Lesa meira
Viðburðahald sumarsins á Akranesi
11.06.2020
Eins og gefur að skilja hefur það reynst flóknara en vanalega að skipuleggja viðburðahald sumarsins. Taka þarf mið af þeim fyrirmælum sem yfirvöld setja hverju sinni og haga framkvæmd viðburða því samkvæmt. Í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem var gefin út þann 22. maí sl. kom fram að fjöldatakmörkun við 200 einstaklinga yrði í gildi til kl. 23:59 þann 21. júní. Því var tekin sú ákvörðun hér í bæ að fólki yrði hvorki stefnt saman á Sjómannadegi né á 17. júní en vonast til þess að rýmri fyrirmæli myndu líta dagsins ljós áður en kæmi að Írskum dögum og gera þá sem veglegasta.
Lesa meira
Lokun Jaðarsbakkalaugar vegna Sumarleika Sundfélags Akraness
11.06.2020
Föstudaginn 12. júní verður Jaðarsbakkalaug lokuð frá kl. 13:00 og alveg lokuð laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. júní. Opið verður í þreksalinn alla helgina en lokað í alla búningsklefa.
Lesa meira
Hreyfiávísun fyrir íbúa 19 ára og eldri
11.06.2020
Heilsueflandi samfélag
COVID19
Ein af aðgerðum Akraneskaupstaðar til viðspyrnu vegna heimsfaraldursins Covid-19 er að veita íbúum Akraness 19 ára og eldri hreyfiávísun að verðmæti kr. 5000.
Lesa meira
Bíllausi dagurinn á Akranes
09.06.2020
Heilsueflandi samfélag
Bíllausi dagurinn verður á Akranesi laugardaginn 13. júní og hvetjum við alla til að hvíla bílinn þennan dag. Góð hugmynd fyrir þá sem þurfa að ferðast út úr bænum að geyma bílinn við útjaðri bæjarins. Margt skemmtilegt verður í gangi þennan dag og hvetjum við íbúa til að taka þátt.
Lesa meira
Ráðstefna um aukið samstarf safna á Vesturlandi
09.06.2020
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi halda vefráðstefnu um aukið samstarf safna á Vesturlandi. Ráðstefnan hefst á fræðsluerindum um safnastarf og starf safna á landsbyggðinni,
Lesa meira
Hjóla- og gönguvika framundan
08.06.2020
Heilsueflandi samfélag
Dagana 10.-13. júní verður hjóla- og gönguvika á Akranesi
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 9. júní
05.06.2020
1315. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 9. júní kl. 17:00. Fundarsalurinn verður ekki opinn að svo stöddu og eru bæjarbúar hvattir til þess að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna falla niður þessa vikuna.
Lesa meira
Seinni könnun ferðaleiðar um Hvalfjörð og Akranes
04.06.2020
Nú liggja fyrir svör úr fyrstu spurningakönnuninni sem lögð var fyrir hagaðila ferðaleiðar um Hvalfjörð og Akranes. Hér má nálgast ítarlega umræðu um niðurstöður þeirrar könnunar og þau þemu sem dregin voru fram í myndbandsupptöku HÉR.
Lesa meira