Bæjarráð
Dagskrá
1.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2015
1505022
Þriggja mánaða uppgjör Akraneskaupstaðar frá 1. janúar til 31. mars 2015 lagt fram.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhaldsdeildar mæta á fundinn.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhaldsdeildar mæta á fundinn.
Bæjarráð þakkar fyrir ársfjórðungsyfirlitið. Reksturinn er í heild í samræmi við áætlanir að frátöldum lífeyrisskuldbindingum sem hafa hækkað umfram áætlun. Varðandi einstaka málaflokka þá þarf að rýna mjög vel útgjaldaþróunina á velferðar- og mannréttindasviði en útgjöld vegna málefna fatlaðra og vegna heimaþjónustu hafa hækkað meira en áætlun gerði ráð fyrir. Bæjarráð felur bæjarstjóra að greina ástæður útgjaldaaukningar á sviðinu í samráði við sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs.
2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2015
1505141
Viðauki við fjárhagsáætlun 2015 lagður fram til samþykktar.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri fer yfir viðaukann.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri fer yfir viðaukann.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir fjóra fyrstu mánuði ársins og felur fjármálastjóra að ganga frá viðauka vegna maímánaðar fyrir næsta bæjarráðsfund.
3.Ársreikningur 2014 - endurskoðun
1501104
Árituð endurskoðunarskýrsla vegna ársins 2014.
Lögð fram.
4.Sorphirðugjöld 2015
1504040
Endurákvörðun sorpgjalda með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27. mars síðastliðnum samþykkir bæjarráð að endurákvarða sorpgjöld vegna ársins 2014.
Bæjarráð samþykkir að tekjuafgangur málaflokksins samkvæmt ársreikningi 2014 komi að fullu til lækkunar gjaldanna sem felur í sér lækkun um 8,04% auk þess sem gæta þarf ákvæða laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda við framkvæmd endurgreiðslunnar til gjaldenda.
Fjárhæð sorphreinsunargjaldsins verði kr. 14.799 í stað kr. 16.095 sem er lækkun um kr. 1.296 og fjárhæð sorpeyðingargjaldsins verði kr. 12.620 í stað kr. 13.725 sem er lækkun um kr. 1.105.
Ákvörðun bæjarráðs verði send til umsagnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands samkvæmt 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
Fjárhæðin samtals kr. 6.178.371 ásamt vöxtum verði tekin af handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir að tekjuafgangur málaflokksins samkvæmt ársreikningi 2014 komi að fullu til lækkunar gjaldanna sem felur í sér lækkun um 8,04% auk þess sem gæta þarf ákvæða laga nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda við framkvæmd endurgreiðslunnar til gjaldenda.
Fjárhæð sorphreinsunargjaldsins verði kr. 14.799 í stað kr. 16.095 sem er lækkun um kr. 1.296 og fjárhæð sorpeyðingargjaldsins verði kr. 12.620 í stað kr. 13.725 sem er lækkun um kr. 1.105.
Ákvörðun bæjarráðs verði send til umsagnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands samkvæmt 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
Fjárhæðin samtals kr. 6.178.371 ásamt vöxtum verði tekin af handbæru fé.
5.Grundaskóli - bætt aðstaða fyrir nemendur
1505117
Erindi nemendafélags Grundaskóla um bætta aðstöðu í unglingadeild.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og óskar eftir umsögn skólastjórnenda um málið.
6.Félag slökkviliðsmanna á Akranesi - ums. um styrk vegna ferðar til Hannover
1505035
Erindi félags slökkviliðsmanna á Akranesi um styrk vegna ferðar til Hannover.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk, kr. 150.000 vegna fræðsluferðar slökkviliðsmanna til Hannover. Upphæðin verði tekin af lið 20830-4995, óviss útgjöld.
7.SSV - fyrirtækjakönnun
1412160
Niðurstaða fyrirtækjakönnunarinnar Glefsa sem framkvæmd er hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.
8.Styrkir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála 2015 - seinni úthlutun
1503232
Tillögur skóla- og frístundaráðs og menningar- og safnanefndar um úthlutun styrkja 2015 til íþrótta-, atvinnu- og menningarmála.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 21. maí sl. úthlutun styrkja samtals kr. 1.820.000. Óskað er eftir samþykkt bæjarráðs vegna þriggja umsókna til viðbótar.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 21. maí sl. úthlutun styrkja samtals kr. 1.820.000. Óskað er eftir samþykkt bæjarráðs vegna þriggja umsókna til viðbótar.
Bæjarráð samþykkir að veita eftirtöldum styrki:
Samkórinn Hljómar, kór félags eldri borgara á Akranesi, kr. 100.000
Karatefélag Akraness, kr. 35.000
Körfuknattleiksfélag Akraness,kr. 40.000
Samkórinn Hljómar, kór félags eldri borgara á Akranesi, kr. 100.000
Karatefélag Akraness, kr. 35.000
Körfuknattleiksfélag Akraness,kr. 40.000
9.Sjómannadagurinn 2015
1503237
Erindi menningar- og safnanefndar þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi að upphæð kr. 200.000 vegna sjómannadagsins.
Bæjarráð fagnar því að það verði dagskrá á Sjómannadaginn. Kostnaði vegna hátíðahaldanna verði mætt í liðnum hátíðarhöld og viðburðir 05770.
10.Fjólulundur 5-7, umsókn um lóð
1411182
Erindi Trésmiðjunar Akur ehf. þar sem óskað er eftir frest til 25. ágúst til þess að skila inn teikningum.
Bæjarráð samþykkir erindið.
11.Blómalundur 2-4, umsókn um lóð
1411181
Erindi Trésmiðjunar Akur ehf. þar sem óskað er eftir frest til 25. ágúst til þess að skila inn teikningum.
Bæjarráð samþykkir erindið.
12.Ægisbraut 21 - umsókn um byggingarlóð
1504103
Bæjarráð óskaði eftir því við skipulags- og umhverfisráð á fundi sínum þann 30. apríl sl. að lagt yrði mat á umsókn Miklagarðs ehf. um Ægisbraut 21 með tilliti til endurskoðunar á aðalskipulagi Akraness 2005-2017.
Þann 22. maí bókaði skipulags- og umhverfirráð eftirfarandi: ,,Skipulags- og umhverfisráð leggst gegn úthlutun lóða á Ægisbraut vegna yfirstandandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Akraness".
Þann 22. maí bókaði skipulags- og umhverfirráð eftirfarandi: ,,Skipulags- og umhverfisráð leggst gegn úthlutun lóða á Ægisbraut vegna yfirstandandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Akraness".
Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
13.Ægisbraut 21 - umsókn um byggingarlóð
1504056
Bæjarráð óskaði eftir því við skipulags- og umhverfisráð á fundi sínum þann 30. apríl sl. að lagt yrði mat á umsókn Halla-Máls ehf. um Ægisbraut 21 með tilliti til endurskoðunar á aðalskipulagi Akraness 2005-2017.
Þann 22. maí bókaði skipulags- og umhverfirráð eftirfarandi: ,,Skipulags- og umhverfisráð leggst gegn úthlutun lóða á Ægisbraut vegna yfirstandandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Akraness".
Þann 22. maí bókaði skipulags- og umhverfirráð eftirfarandi: ,,Skipulags- og umhverfisráð leggst gegn úthlutun lóða á Ægisbraut vegna yfirstandandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Akraness".
Bæjarráð tekur undir bókun skipulags-og umhverfisráðs. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
14.Starfshópur um Sementsreit
1409162
Erindi starfshóps um Sementsreit þar sem lagt er til við bæjarráð að tillögur verði fengnar frá hönnuðum um rammaskipulag sementsreits á grundvelli greinargerðar sem þeir hafa lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að veita skipulags- og umhverfissviði heimild til að ganga til samninga við Kanon arkitekta, Ask arkitekta og Landmótun fyrir hönd starfshóps um sementsreit. Kostnaður, kr. 4.500.000 verði tekinn af liðnum önnur aðkeypt vinna 20830-4990.
15.Orkuveita Reykjavíkur - stöðuskýrsla
1505149
Rekstur Orkuveitu Reykjvíkur á fyrsta ársfjórðungi 2015.
Lagt fram til kynningar.
16.Fundargerðir 2015 - starfshópur um Sementsreit
1501214
Fundargerð starfshóps um Sementsreit nr. 10 frá 18.05.2015.
Lögð fram.
Fundi slitið - kl. 17:40.