Bæjarráð
Dagskrá
1.Norðurálsmót 2015
1506152
Þakkir til KFÍA vegna framkvæmdar við Norðurálsmótið.
Bæjarráð færir stjórn Knattspyrnufélags Akraness og starfsfólki og öllum þeim sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem komu að Norðurálsmótinu 2015 bestu þakkir fyrir mótið sem tókst í alla staði mjög vel og var bæjarfélaginu og íbúum þess til sóma.
2.HB Grandi og Laugafiskur - beiðni um upplýsingar (heitloftsþurrkun, stækkun o.fl.)
1504046
Erindi Lögmanna Höfðabakka ásamt svarbréfum Akraneskaupstaðar.
Lögð fram.
3.Íbúafundur um málefni HB Granda á Breiðinni
1506020
Svör við fyrirspurnum samtakanna Betri byggð sem bárust á íbúafundi með HB Granda þann 28. maí sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda svör við fyrirspurnum til samtakanna Betri byggðar.
Ingibjörg Pálmadóttir fer af fundi kl.19:20.
Ingibjörg Pálmadóttir fer af fundi kl.19:20.
4.Laugafiskur - lyktarmengun
1206151
Yfirlit yfir kvartanir sem hafa bortist á árinu 2015 vegna lyktarmengunar frá fyrirtækinu Laugafisk.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir þeim kvörtunum sem hafa borist á árinu og bæjarráð felur bæjarstjóra að senda yfirlitið til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og HB Granda.
5.Gamla Kaupfélagið - tímabundið áfengisleyfi á bryggjusvæði vegna Lopapeysunnar
1506174
Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn um beiðni Gk Veitinga ehf. um tímabundið áfengisleyfi á bryggjusvæði vegna Lopapeysunnar 2015.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
6.Beiðni um launalaust leyfi
1506125
Beiðni starfsmanns í leikskóla um launalaust leyfi á skólaárinu 2015-2016 til að sinna afleysingarstarfi og svarbréf leikskólastjóra.
Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir faglegt mat leikskólastjóra og hafnar því umbeðinni ósk um launalaust leyfi í eitt ár.
Bæjarráð tekur undir faglegt mat leikskólastjóra og hafnar því umbeðinni ósk um launalaust leyfi í eitt ár.
7.Leyfi frá störfum í eitt ár
1506163
Beiðni um launlaust leyfi frá 15. ágúst 2015 til 14. ágúst 2016 og bréf deildarstjóra skóla- og frístundasviðs.
Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir faglegt mat deildarstjóra skóla- og frístundasviðs og samþykkir því umbeðna ósk um launalaust leyfi í eitt ár.
Bæjarráð tekur undir faglegt mat deildarstjóra skóla- og frístundasviðs og samþykkir því umbeðna ósk um launalaust leyfi í eitt ár.
8.Grundaskóli - bætt aðstaða fyrir nemendur
1505117
Á 3254. fundi bæjarráðs þann 28. maí sl. óskaði ráðið eftir umsögn stjórnenda Grundaskóla vegna erindis nemendafélags skólans um bætta aðstöðu í unglingadeild. Svarbréf stjórnenda Grundaskóla liggur nú fyrir.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og óskar eftir að framkvæmdirnar verði teknar inn í framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs að fenginni umsögn skóla- og frístundaráðs.
9.Búnaðar- og áhaldakaup 2015 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna
1411073
Umsókn Brekkubæjarskóla í tækjakaupasjóð vegna kaupa á 10 tölvum til afnota fyrir kennara, samtals kr. 1.248.000.
Umsókn Grundaskóla í tækjakaupasjóð vegna kaupa á 8 tölvum til afnota fyrir kennara, samtals kr. 720.000.
Umsókn Grundaskóla í tækjakaupasjóð vegna kaupa á 8 tölvum til afnota fyrir kennara, samtals kr. 720.000.
Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindi Brekkubæjar- og Grundaskóla og verður kostnaður samtals kr. 1.968.000 færður af liðnum 20830-4660 viðhald áhalda.
Bæjarráð samþykkir erindi Brekkubæjar- og Grundaskóla og verður kostnaður samtals kr. 1.968.000 færður af liðnum 20830-4660 viðhald áhalda.
10.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts v/ aðila með starfsemi í menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómst
1503231
Tillaga um styrki til félaga, vegna greiðslu fasteignaskatts samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Ólafur Adolfsson víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að veita styrki í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 til eftirtaldra félaga:
KFUM og KFUK samtals kr. 613.899
Oddfellow samtals kr. 550.373
Skátafélag Akraness samtals kr. 296.010
Rauði Krossinn samtals kr. 156.821
Hestamannafélagið Dreyri samtals kr. 241.055
Bæjarráð hafnar umsóknum eftirtalda félaga:
Golfklúbburinn Leynir á grundvelli e-liðar 2. gr. og 3. gr. reglnanna, en rekstarsamningur er milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins.
Akur frímúrastúka á grundvelli 5. gr. reglnanna þar sem ársreikningur félagsins hefur ekki borist.
Heildarfjárhæðinni, samtals kr. 1.858.158, verður ráðstafað af liðnum 20830-5946, önnur framlög.
Bæjarráð samþykkir að veita styrki í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 til eftirtaldra félaga:
KFUM og KFUK samtals kr. 613.899
Oddfellow samtals kr. 550.373
Skátafélag Akraness samtals kr. 296.010
Rauði Krossinn samtals kr. 156.821
Hestamannafélagið Dreyri samtals kr. 241.055
Bæjarráð hafnar umsóknum eftirtalda félaga:
Golfklúbburinn Leynir á grundvelli e-liðar 2. gr. og 3. gr. reglnanna, en rekstarsamningur er milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins.
Akur frímúrastúka á grundvelli 5. gr. reglnanna þar sem ársreikningur félagsins hefur ekki borist.
Heildarfjárhæðinni, samtals kr. 1.858.158, verður ráðstafað af liðnum 20830-5946, önnur framlög.
11.Erindi starfsfólks leikskóla á Akranesi vegna 19. júní
1506153
Bréf starfsfólks leikskólanna Akrasels, Garðasels, Teigasels og Vallarsels vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness um að veita ekki frí eftir hádegi þann 19. júní sl. á 100 ára kosningaafmæli kvenna lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu formlega í samræmi við umræður á fundinum.
12.Fundargerðir 2015 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
1504148
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands nr. 127 frá 8. júní.
Lögð fram til kynningar.
13.Deilisk. - Miðvogslækjarsvæði, Þjóðvegur 13 - 15
1402153
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að deiliskipulagstillaga við Þjóðveg 13-15 verði samþykkt en engar athugasemdir bárust á meðan kynningarferli stóð yfir.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagstillögu við Þjóðveg 13-15.
14.Aðalsk.breyting - Þjóðvegur 13-15
1411099
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að aðalskipulagsbreyting við Þjóðveg 13-15 verði samþykkt en engar athugasemdir bárust á meðan kynningarferli stóð yfir.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir aðalskipulagsbreytingu við Þjóðveg 13-15.
15.Lóðir á Breið
1411168
Lögð fram tilboð frá Akraneskaupstað dags. 22. júní annars vegar og gagntilboð Björgunarfélags Akraness og Slysavarnardeildarinnar Lífar dags. 22. júní hins vegar.
Bæjarráð hafnar tilboðum Björgunarfélags Akraness og Slysavarnadeildarinnar Lífar, dags. 22. júní síðastliðinn.
16.Gjaldskrá og reglur á skipulags- og umhverfissviði 2015
1506168
Drög að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald og stofngjald fráveitu og drög að reglum um lóðaúthlutanir.
Lagðar fram til kynningar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs á fundi þess þann 16. júlí n.k.
17.Viðauki við fjárhagsáætlun 2015
1505141
Bæjarráð frestaði afgreiðslu viðauka II á 3255. fundi sínum þann 18. júní. Viðauki II er því nú lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir viðauka II við fjárhagsáætlun 2015.
18.Fundargerðir kjara- og samstarfsnefndar 2014-2015
1411034
Fundargerð kjara- og samstarfsnefndar nr. 153 frá 22. júní.
Lögð fram til kynningar.
19.Fundargerðir Samstarfsnefndar og VLFA 2015
1506164
Fundargerð Samstarfsnefndar og VLFA nr. 8 frá 23. júní.
Lögð fram til kynningar.
20.Fundargerðir 2015 - SSV
1501217
Fundargerð SSV nr. 117. frá 10. júní.
Lögð fram til kynningar.
Um lið 5: Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að hluti af starfsmönnum SSV séu staðsettir á Akranesi og telur, vegna þess svigrúms sem myndast við launalaust leyfi atvinnuráðgjafa, að það sé tækifæri til þess að gera breytingar. Bæjarstjóra er falið að vinna frekar að málinu.
Um lið 5: Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að hluti af starfsmönnum SSV séu staðsettir á Akranesi og telur, vegna þess svigrúms sem myndast við launalaust leyfi atvinnuráðgjafa, að það sé tækifæri til þess að gera breytingar. Bæjarstjóra er falið að vinna frekar að málinu.
21.Fundargerðir 2015 - Faxaflóahafnir
1501216
Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna nr. 133 frá 12. júní.
Lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:30.