Bæjarráð
Dagskrá
1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar
1502110
225. mál um breytingar á skipulagslögum.
Lagt fram.
2.Safnasvæðið - fjárhagsáætlun 2016
1510105
Erindi menningar- og safnanefndar þar sem lagt er til að viðhald fasteigna safnsins verði fært yfir til eignasjóðs Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi menningar- og safnanefndar um að viðhald fasteigna safnsins verði fært yfir til eignarsjóðs Akraneskaupstaðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma með tillögu að útfærslu í samráði við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissvið og Hvalfjarðarsveit. Beiðni um gjaldskrárbreytingu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2016.
3.Lambhúsasund - uppbygging hafnarsvæðis
1505010
Bréf Faxaflóahafna um erindi Þorgeirs & Ellerts hf. um framkvæmdir í Lambhúsasundi.
Lagt fram.
4.Menningarverðlaun Akraness 2015
1508390
Tillaga menningar- og safnanefndar um menningarverðalaun Akraness árið 2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness fyrir árið 2015.
5.Móttaka flóttafólks
1508429
Velferðarráðuneytið þakkar þann áhuga og velvilja sem Akraneskaupstaður hefur sýnt áformum um móttöku flóttafólks.
Lagt fram.
6.Dalbraut 6 - þjónustumiðstöð fyrir aldraða
1410165
Erindi FEBAN um samstarf er varðar húsnæðismál.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og er bæjarstjóra falið að svara erindinu fyrir hönd bæjarráðs.
7.Dagur íslenskrar tungu
1510084
Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis um Dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember.
Bæjarráð vísar erindinu til skóla- og frístundaráðs.
8.Tónlistarskóli Akraness - 60 ára afmæli
1510146
Tónlistarskóli Akraness á 60 ára afmæli 4. nóvember.
Dagskrá í Tónlistarskóla Akraness þann 4. nóvember lögð fram til kynningar.
9.Búnaðar- og áhaldakaup 2015 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna
1411073
Umsóknir velferðar- og mannréttindasviðs, stjórnsýslu- og fjármálasvið og skóla- og frístundasviðs í tækjakaupasjóð.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi úthlutun úr tækjakaupasjóði:
1. Skrifstofa velferðar- og mannréttindasvið - kr. 290.000
2. Tómstundastarf aldraða - kr. 130.000
3. Skrifstofa stjórnsýslu- og fjármálasviðs - kr. 440.000
4. Íþróttamannvirkin Jaðarsbökkum - kr. 120.000
Fjárhæðinni, samtals kr. 980.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa mótun reglna um tækjakaupasjóð.
1. Skrifstofa velferðar- og mannréttindasvið - kr. 290.000
2. Tómstundastarf aldraða - kr. 130.000
3. Skrifstofa stjórnsýslu- og fjármálasviðs - kr. 440.000
4. Íþróttamannvirkin Jaðarsbökkum - kr. 120.000
Fjárhæðinni, samtals kr. 980.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa mótun reglna um tækjakaupasjóð.
10.Sérstakur stuðningur og aðstoð í leikskólum 2015
1509133
Erindi skóla- og frístundasviðs þar sem óskað er eftir fjármagni til að mæta auknum kostnaði vegna sérstaks stuðnings og aðstoð í leikskólum, samtals kr. 2.240.000.
Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárhæðin samtals kr. 2.240.000 verður ráðstafað af liðnum 20830-4995, óviss útgjöld.
Fundi slitið - kl. 18:48.