Bæjarráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2016 - Höfði hjúkrunar og dvalarheimili
1511182
Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimils fyrir árið 2016 og 2017-2019 sem samþykktar voru á fundi stjórnar 9. nóvember 2015.
Fjárhagsáætlanir afhendast til umfjöllunar og afgreiðslu eins og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða.
Fjárhagsáætlanir afhendast til umfjöllunar og afgreiðslu eins og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2016 og 2017-2019 og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
2.Umsókn Sundfélags Akraness um styrk til tækjakaupa
1509390
Umsókn Sundfélags Akraness þar sem óskað er eftir fjárstyrk til tækjakaupa m.a. vegna Aldursflokkameistaramóts Íslands sem haldið verður á Akranesi í júní á næsta ári.
Bæjarráð vísar erindinu til aukafundar bæjarráðs um fjárhagsáætlun 4. desember 2015.
3.Skógræktarfélag Akraness - styrkbeiðni
1510138
Umsókn Skógræktarfélags Akraness um fjárstyrk til verkefna á starfsárinu 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til aukafundar bæjarráðs um fjárhagsáætlun 4. desember 2015.
4.Faxaflóahafnir - eigendastefna
1511188
Drög að erindisbréfi lagt fram.
Erindisbréf lagt fram og samþykkt.
5.Úthlutunarreglur úr miðlægum tækjakaupasjóði Akraneskaupstaðar
1511242
Úthlutunarreglur úr miðlægum tækjakaupasjóði lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
6.Fjárhagsáætlun 2016 - þjóðhagsspár
1507027
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þjóðhagsspár dags. 16. nóvember 2015.
Lagt fram.
7.Styrkir til greiðslu fasteignaskatts v/ aðila með starfsemi í menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómst
1503231
Umsókn Akur Frímúrarastúku um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Bæjarráð hafnaði umsókn þeirra á fundi sínum þann 25. júní síðastliðinn á grundvelli 5. gr. reglnanna þar sem nauðsynleg fylgigögn bárust ekki með umsókn.
Ólafur Adolfsson vék af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar erindinu þar sem gögn bárust of seint.
Bæjarráð hafnar erindinu þar sem gögn bárust of seint.
8.Samningur um heimaþjónustu
1510097
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs þar sem óskað er samþykktar bæjarráðs á drögum að samningi við Húsfélagaþjónustuna ehf.
Bæjarráð samþykkir drög að samningi við Húsfélagaþjónustuna ehf.
9.Íslensku vefverðlaunin 2015
1511326
Heimasíða Akraneskaupstaðar hlaut viðurkenningu fyrir besta sveitarfélagsvefinn í könnuninni ,,Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015". Athöfnin fór fram á Grand Hótel 26. nóvember.
Bæjarráð óskar Akraneskaupstað til hamingju með viðurkenninguna og þakkar starfsmönnum sem komu að undirbúningi og gerð heimasíðunnar kærlega fyrir vel unnin störf.
10.Steypumót fyrir plastdósir - Fjöliðjan
1509212
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs þar sem óskað er eftir heimild til kaupa á steypumóti fyrir plastdósir sem framleiddar eru í Fjöliðjunni samtals kr. 1.780.000.
Bæjarráð samþykkir kaupin á steypumóti fyrir Fjöliðjuna. Fjárhæðinni, samtals kr. 1.780.000, verður ráðstafað af handbæru fé.
11.Greiðslur til stuðningsfjölskyldna
1502159
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um greiðslur til stuðningsfjölskyldna.
Bæjarráð vísar erindinu til aukafundar bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2016 sem haldinn verður þann 4. desember næstkomandi.
12.Tillaga um breytingu á reglum á fjárhagsaðstoð
1511079
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um tillögu félagsmálastjóra og sviðsstjóra um að hámarksfjárhæð láns vegna ábyrgðar í tengslum við gerð húsaleigusamninga verði hækkuð í 420 þ.kr. þar sem húsaleiga hefur hækkað umtalsvert frá því að núverandi hámark var ákveðið. Kostnaður er talinn óverulegur þar sem sjaldnast er um bein fjárútlát að ræða.
Bæjarráð samþykkir erindi velferðar- og mannréttindaráðs.
13.Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2016
1511243
Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti nýja gjaldskrá Slökkviliðsins og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
14.Lífeyrisskuldbindingar 2015 - samantekt
1511298
Samantekt um lífeyrisskuldbindingar Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.
15.Fundargerðir 2015 - menningar- og safnanefnd
1501212
17. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 31. ágúst 2015.
18. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 23. september 2015.
19. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 20. október 2015.
18. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 23. september 2015.
19. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 20. október 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
16.ÍA - rekstur og samskipti, samningur
1510123
Erindi skóla- og frístundaráðs þar sem lagt er til að samningur um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness verði framlengdur um sex mánuði eða til 30. júní 2016. Fram að þeim tíma gefst tækifæri til að yfirfara samninginn.
Bæjarráð samþykkir erindi skóla- og frístundaráðs um framlengingu samnings um rekstur og samskipti Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.
17.Orkuveita Reykjavíkur - stöðuskýrsla
1505149
Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur frá 1. janúar til 30. september 2015.
Lagt fram.
18.Íþróttabandalag Akraness - stuðningur
1511222
Leikmenn, stjórn og heimaleikjahópur ÍA sendir Akraneskaupstað bestu kveðjur og þakkir fyrir ómetanlegan stuðning í sumar.
Lagt fram.
19.Íslenskar æskulýðsrannsóknir - viðurkenning fyrir æskulýðsstarf
1511325
Ruth Jörgensdóttir Rauterberg yfirþroskaþjálfi í frístundamiðstöðinni Þorpinu, hlaut viðurkenningu í flokki nýsköpunar og þróunar í æskulýðsstarfi fyrir vinnu sína við að þróa tómstundastarf fyrir alla á ráðstefnu Íslenskra æskulýðsrannsókna sem fór fram þann 20. nóvember síðastliðinn.
Bæjarráð óskar Ruth og starfsfólki Þorpsins innilega til hamingju með viðurkenninguna.
20.Kór Akraneskirkju - tækifærisleyfi
1511317
Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna aðventutónleika Kórs Akraneskirkju sem halda á þann 28. nóvember næstkomandi frá kl. 19:00-03:00.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
21.Melur guesthouse - rekstrarleyfi
1510197
Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn um beiðni Melur guesthouse um rekstrarleyfi í flokki I, gistiheimili, sem reka á að Melteigi 16b.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
22.FVA - styrkur til tækjakaupa 2016
1511221
Umsókn Fjölbrautarskóla Vesturlands dags. 13. nóvember 2015, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður veiti skólanum styrk til tækjakaupa á árinu 2016, samtals kr. 2.000.000.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að svo stöddu.
23.Bæjarhátíðir 2016, dagsetningar
1509315
Menningar- og safnanefnd samþykkir tillögu bæjarráðs um að Írskir dagar verði haldnir fyrstu helgina í júlí, þann 30. júní til 3. júlí 2016.
Lagt fram.
24.Skátaskálinn Skorradal - endurnýjun á samningi
1404016
Erindi skóla- og frístundaráðs þar sem óskað er eftir samþykki bæjarráðs að samningi milli Akraneskaupstaðar og Skátafélags Akraness um rekstur og uppbyggingu Skátafells í Skorradal. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 12. nóvember sl.
Sigurjón Örn Stefánsson og Helgi Hauksson fulltrúar Skátafélags Akraness taka sæti á fundinum.
Sigurjón Örn Stefánsson og Helgi Hauksson fulltrúar Skátafélags Akraness taka sæti á fundinum.
Bæjarráð vísar erindinu til aukafundar bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2016 sem haldinn verður þann 4. desember næstkomandi.
25.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar
1502110
263. mál um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði).
338. mál um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.
338. mál um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.
Lagt fram.
26.Fundargerðir 2015 - Starfshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6
1504123
10. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 15. september 2015.
11. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 29. september 2015.
12. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 13. október 2015.
13. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 27. október 2015.
14. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 17. nóvember 2015.
15. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 24. nóvember 2015.
11. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 29. september 2015.
12. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 13. október 2015.
13. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 27. október 2015.
14. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 17. nóvember 2015.
15. fundargerð starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 24. nóvember 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
27.Fundargerðir 2015 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga
1511246
23. fundargerð samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 5. nóvember 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.