Bæjarráð
Dagskrá
1.Íbúðakaup vegna sérúrræðis í búsetumálum fatlaðs fólks
1502210
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs þar sem lagt er til við bæjarráð að festa kaup á íbúð vegna sérúrræðis í búsetumálum fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2016 að fjárhæð kr. 23.000.000 til hækkunar á áætluninni vegna kaupa á íbúð.
2.Bíóhöllin - samningur
1512011
Fyrir liggur til samþykktar í bæjarráði viljayfirlýsing milli Akraneskaupstaðar og Vina Hallarinnar um framlengingu samnings um rekstur Bíóhallarinnar á Akranesi til 1. desember 2016.
Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra frágang málsins með undirritun sinni.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra frágang málsins með undirritun sinni.
3.Starf forstöðumanns menningar- og safnamála
1510029
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri kynnir stöðu á ráðningarferli forstöðumanns menningar- og safnamála.
Málið kynnt.
4.Gjaldskrá sorphirðu á Akranesi
1502210
Ákvörðun um álagningu sorpgjalda fyrir árið 2016.
Bæjarráð samþykkir hækkun gjaldskrár fyrir hirðu og eyðingu sorps í Akraneskaupstað fyrir árið 2016 um 1,5 % samanborið við árið 2015.
Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 16.336 (var kr. 16.095 árið 2015) fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp) og sorpeyðingargjald verði kr. 13.931 (var kr. 13.725 árið 2015) miðað við tvær tunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp) . Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Ákvörðunin hefur áhrif á rekstrarreikning samstæðu Akraneskaupstaðar um kr. 2.889.000 til hækkunar á rekstrarafgangi.
Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 16.336 (var kr. 16.095 árið 2015) fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp) og sorpeyðingargjald verði kr. 13.931 (var kr. 13.725 árið 2015) miðað við tvær tunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp) . Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Ákvörðunin hefur áhrif á rekstrarreikning samstæðu Akraneskaupstaðar um kr. 2.889.000 til hækkunar á rekstrarafgangi.
5.Búnaðar- og áhaldakaup 2015 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna
1411073
Umsókn Grundaskóla um kaup á tölvum og spjaldtölvum.
Bæjarráð samþykkir úthlutun til Grundaskóla að fjárhæð kr. 1.000.000 til kaupa á tölvum og spjaldtölvum.
Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum 20830-4660.
Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum 20830-4660.
6.Sorphirðugjöld 2015
1504040
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 26. nóvember 2015 um kæru á álagningu sorphirðu- og eyðingargjalda hjá Akraneskaupstað fyrir árin 2014 og 2015.
Lagt fram.
7.Jafnlaunaúttekt á árinu 2016
1502210
Óskað er eftir fjárheimild vegna jafnlaunaúttektar hjá Akraneskaupstað á fjárhagsárinu 2016. Úttektin er hluti af jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að undirbúin verði gerð jafnlaunaúttektar hjá Akraneskaupstað árið 2016.
Gerð verði verðkönnun sem lögð verði fyrir bæjarráð.
Gerð verði verðkönnun sem lögð verði fyrir bæjarráð.
8.Greiðslur til stuðningsfjölskyldna
1502210
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um greiðslur til stuðningsfjölskyldna.
Bæjarráð samþykkir erindið en kostnaðaraukanum, að fjárhæð kr. 1.100.000 verði mætt með hagræðingu innan sviðsins.
9.Breytingar á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar
1502210
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs þar sem lagt er til við bæjarráð að hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar.
Bæjarráð samþykkir hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar Akraneskaupstaðar um 3,2%. Gert er ráð fyrir að hækkuninni verði mætt innan liðsins 02110-5911 Fjárhagsaðstoð, en fækkun hefur orðið á þeim einstaklingum sem eru í þörf fyrir aðstoð.
10.OR - eigendanefnd 2015
1503066
Fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. nóvember.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Samstarf við Vinnumálastofnun Vesturlands um rekstur Skagastaði
1502210
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um áframhaldandi samstarf við Vinnumálastofnun Vesturlands um rekstur Skagastaða.
Bæjarráð samþykkir erindið.
12.Kaup á bílum fyrir Akraneskaupstað
1502210
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um kaup í stað rekstrarleigu á tveimur bílum til afnota fyrir starfsemi velferðar- og mannréttindasviðs s.s. Fjöliðjuna og félagsþjónustuna.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2016 að fjárhæð kr. 6.500.000 til hækkunar á áætluninni vegna kaupa á tveimur bifreiðum.
13.Umsókn um búsetuþjónustu
1502210
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um búsetuúrræði einstaklings.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir úthlutun fjármuna í fjárhagsáætlun 2016 að fjárhæð kr. 68.000.000 til kaupa á tímabundnu þjónustuúrræði frá Vinakoti.
Gert er ráð fyrir að útgjöldunum verði mætt með framlögum frá Jöfnunarsjóði sbr. 3. gr. II. hluta C í reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir hækkun á rekstrarreikningi Aðalsjóðs um kr. 68.000.000 sem færðar verði sem aukning á tekjum frá Jöfnunarsjóði og samsvarandi útgjaldaaukningu í málaflokki 02 Félagsþjónusta Breytingarnar hafa ekki áhrif á niðurstöðu fjárhagsáætlunarinnar.
Gert er ráð fyrir að útgjöldunum verði mætt með framlögum frá Jöfnunarsjóði sbr. 3. gr. II. hluta C í reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fatlaðs fólks.
Bæjarráð samþykkir hækkun á rekstrarreikningi Aðalsjóðs um kr. 68.000.000 sem færðar verði sem aukning á tekjum frá Jöfnunarsjóði og samsvarandi útgjaldaaukningu í málaflokki 02 Félagsþjónusta Breytingarnar hafa ekki áhrif á niðurstöðu fjárhagsáætlunarinnar.
14.Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2016
1502210
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja breytingar til hækkunar á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2016 vegna malbikunar gatna, samtals kr. 18.000.000.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2016 að fjárhæð kr. 18.000.000 til hækkunar á áætluninni.
15.Tilfærslur á milli liða á skóla- og frístundasviði
1502210
Lagðar eru fram tillögur til samþykktar um tilfærslur á milli liða á skóla- og frístundasviði sem ekki hafa áhrif á niðurstöðu rekstrarreiknings fyrir árið 2016.
Bæjarráð samþykkir tilfærslurnar.
16.Breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016
1502210
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja breyttar forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 vegna nýrrar þjóðhagsspár Hagsstofu Íslands um launavísitölu og verðbólgu.
Bæjarráð samþykkir breyttar forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
Heildarbreyting á rekstrarreikning A- hluta Akraneskaupstaðar leiðir til um áætlaðrar 340.000 króna hækkunar.
Heildarbreyting á rekstrarreikning A- hluta Akraneskaupstaðar leiðir til um áætlaðrar 340.000 króna hækkunar.
17.Breytingar á rekstrarreikningi Eigna- og Aðalsjóðs
1502210
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja breytingar á rekstrarreikningi Eignasjóðs til hækkunar að fjárhæð kr. 78.077.000 og samsvarandi breytingu til lækkunar á rekstrarreikningi Aðalsjóðs í A-hluta Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir breytingar á rekstrarreikningi Eignasjóðs til hækkunar að fjárhæð kr. 78.077.000 og samsvarandi breytingu til lækkunar á rekstrarreikningi Aðalsjóðs í A- hluta Akraneskaupstaðar.
18.Fundargerðir 2015 - Samband ísl. sveitarfélaga
1501219
832. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. nóvember.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:15.