Bæjarráð
Dagskrá
1.Markaðsstofa Vesturlands - ýmis mál
1401041
Með bréfi dagsett 1. mars 2016 óskaði bæjarráð eftir upplýsingum hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um fjármögnun Markaðsstofu Vesturlands, m.a. hver er rekstrarkostnaður á ári og hvernig rekstrargjöld skiptast á milli sveitarfélaga sem eiga aðild að stofunni. Fyrir liggur svarbréf frá SSV, dagsett 22. mars sl.
Lagt fram.
2.Ársþing ÍA 2016
1603117
Ársþing Íþróttabandalags Akraness verður haldið þann 7. apríl næstkomandi.
Lagt fram.
3.Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög - aðalfundur 2016
1603145
Boð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur og þriggja dótturfélaga sem haldinn verður 18. apríl næstkomandi kl. 13:00 í Iðnó við Vonarstræti.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri sæki aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur f.h. Akraneskaupstaðar.
4.Lánasjóður sveitarfélaga ohf - aðalfundur 2016
1603135
Boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður föstudaginn 8. apríl næstkomandi kl. 15:30 á Grand Hótel Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs sæki fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.
5.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur 2016
1603107
Boð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður 6. apríl næstkomandi kl. 13:00 að Hótel Hamri Borgarnesi.
Bæjarráð samþykkir að á fundinn fari Sævar Jónsson.
6.SSV - aðalfundarboð 2016
1603153
Boð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þann 6. apríl næstkomandi á Hótel Hamri, Borgarnesi.
Bæjarráð samþykkir að á fundinn fari eftirtaldir fulltrúar:
Valdís Eyjólfsdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Valdís Eyjólfsdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Jóhannes Karl Guðjónsson.
7.Gullfoss AK 2854 hvalaskoðunarskip - rekstrarleyfi fyrir veitingastað
1603077
Erindi Sýslumannsins á Akranesi þar sem óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna rekstrarleyfis fyrir veitingastað á hvalaskoðunarskipinu Gullfoss.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
8.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - greiðsluframlag
1603113
Greiðsluframlag til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Lagt fram til kynningar.
9.Ungmennamót í Bamble í Noregi 2016 og vinabæjarmót á Akranesi 2017
1603152
Styrkumsókn frá Norræna félaginu á Akranesi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um umfang og kostnað vegna viðburðanna.
10.Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum
1602245
Erindi Janusar Heilsueflingu slf. um verkefnið Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum - Leið að farsælli öldrun.
Bæjarstjóra falið að ganga frá viljayfirlýsingu um þátttöku í verkefninu.
Kostnaði, allt að 1 mkr. verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.
Kostnaði, allt að 1 mkr. verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.
11.Fyrirtækjakönnun SSV 2016
1603134
Niðurstöður fyrirtækjakönnunar SSV fyrir árið 2016.
Lagðar fram.
12.Kvikmyndataka á Akranesi
1601446
Heimild vegna lágflugs vegna kvikmyndatöku á Akranesi.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu bæjarstjóra.
13.Fundargerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
1602030
133. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 7. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.Asparskógar 27, umsókn um byggingarleyfi
1602158
Umsókn Uppbyggingar ehf. um greiðslufrest á seinni hluta gatnagerðargjalda vegna lóðar að Asparskógum 27.
Bæjarráð fellst á að veita gjaldfrest með vísan til 5. mgr. 10. gr. gjaldskrár Akraneskaupstaðar nr. 710/2015 með skilyrði um að væntanleg gögn staðfesti fjármögnun.
15.Asparskógar 29, umsókn um byggingarleyfi
1602159
Umsókn Uppbyggingar ehf. um greiðslufrest á seinni hluta gatnagerðargjalda vegna lóðar að Asparskógum 29.
Bæjarráð fellst á að veita gjaldfrest með vísan til 5. mgr. 10. gr. gjaldskrár Akraneskaupstaðar nr. 710/2015 með skilyrði um að væntanleg gögn staðfesti fjármögnun.
16.Þjónustumiðstöð að Dalbraut 6
1410165
Í bréfi dagsettu 15. mars 2016 óskar samráðshópur Akraneskaupstaðar og FEBAN um þjónustumiðstöð fyrir aldraða eftir heimild bæjarráðs til að ganga að tilboði Al-hönnunar ehf. í frumhönnun á breytingum á húsnæðinu að Dalbraut 6. Frumhönnunin yrði grundvöllur fyrir áætlun kostnaðar við breytingarnar og tillögum að áfangaskiptingu verkefnisins, sbr. erindisbréf samstarfshópsins.
Bæjarráð heimilar starfshópnum að taka tilboði Al- hönnunar vegna frumhönnunar á húsnæðinu Dalbraut 6.
Gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárfestingaáætlun ársins.
Gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárfestingaáætlun ársins.
17.Flóasiglingar
1501150
Lagt fram yfirlit umsækjenda um ferjusiglingu á milli Reykjavíkur og Akraness.
Sigurður Páll Harðarsons sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætir á fundinn undir þessum lið og gerir grein fyrir stöðu mála.
18.Orkuveita Reykjavíkur - verðmat
1603106
Erindi Borgarbyggðar dags. 10. mars 2016, þar sem óskað er eftir viðræðum vegna verðmats á Orkuveitu Reykjavíkur.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsingar um málið.
19.Jöfnunarsjóður - Framlög 2015
1410203
Bréf Jöfnunarsjóðs dags. 8. mars 2016, um framlög úr sjóðnum vegna ársins 2015.
Lagt fram til kynningar.
20.Þjónustusvæði í málefnum fatlaðra
1510028
Bæjarstjórn Akraness fól bæjarstjóra á fundi sínum þann 8. mars 2016, að kanna afstöðu Hvalfjarðarsveitar til samstarfs í málefnum fatlaðra, m.a. sameiginlegs reksturs þjónustusvæðis.
Fyrir liggur svarbréf sveitarstjórnar þar sem tekið er jákvætt í erindi Akraneskaupstaðar.
Fyrir liggur svarbréf sveitarstjórnar þar sem tekið er jákvætt í erindi Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð þakkar Hvalfjarðarsveit fyrir undirtektirnar og felur bæjarstjóra að sækja um undanþágu frá stærðarviðmiðum til félags- og húsnæðismálaráðherra.
21.Sementsreitur - framtíðaruppbygging
1603149
Niðurrif og framtíðaruppbygging á Sementsreit.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætir á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda formlegt erindi fjárlaganefndar og fjármála- og efnahagsráðherra með beiðni um þátttöku í kostnaði vegna niðurrifs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu varðandi þær eignir sem eru í útleigu á reitnum í samræmi við ákvarðanir sem tengjast framvindu skipulagslýsingar sem er í vinnslu í skipulags- og umhverfisráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda formlegt erindi fjárlaganefndar og fjármála- og efnahagsráðherra með beiðni um þátttöku í kostnaði vegna niðurrifs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu varðandi þær eignir sem eru í útleigu á reitnum í samræmi við ákvarðanir sem tengjast framvindu skipulagslýsingar sem er í vinnslu í skipulags- og umhverfisráði.
22.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016
1601444
242. mál um eflingu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
247. mál um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.
354. mál um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun).
247. mál um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.
354. mál um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun).
Lögð fram til kynningar.
"Bæjarráð fagnar tímabærri eflingu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og felur bæjarstjóra að senda umsögn þar að lútandi. Jafnframt verði minnt á að Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi er eina sjúkrahúsið á suðvesturhorninu sem er utan skilgreindra hamfarasvæða og því beri að staðfesta hlutverk stofnunarinnar sem varasjúkrahús fyrir Landspítala og að það verði haft að leiðarljósi við framtíðaruppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
"Bæjarráð fagnar tímabærri eflingu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og felur bæjarstjóra að senda umsögn þar að lútandi. Jafnframt verði minnt á að Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi er eina sjúkrahúsið á suðvesturhorninu sem er utan skilgreindra hamfarasvæða og því beri að staðfesta hlutverk stofnunarinnar sem varasjúkrahús fyrir Landspítala og að það verði haft að leiðarljósi við framtíðaruppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
23.Fundargerðir 2016 - Samband ísl. sveitarfélaga
1603032
837. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 21:35.