Bæjarráð
Dagskrá
1.Vitinn - félag áhugaljósmyndara - samningur við Akraneskaupstað
1604053
Endurnýjun samnings við Vitann, félag áhugaljósmyndara á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun samstarfsamnings við félag áhugaljósmyndara á Akranesi og felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.
2.Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög - aðalfundur 2016
1603145
Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur verður haldinn þann 18. apríl næstkomandi. Fyrir liggur dagskrá fundarins ásamt tillögum stjórnar til arðgreiðslna og endurskoðun áhættustefnu OR 2015.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 31. mars að bæjarstjóri myndi mæta f.h. Akraneskaupstaðar á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 31. mars að bæjarstjóri myndi mæta f.h. Akraneskaupstaðar á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur.
Lagt fram.
3.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - aðalfundur 2016
1604102
Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands ásamt ársreikningi og ársskýrslu.
Lagt fram.
4.Klúbburinn Geysir - umsókn um styrk 2016
1603140
Í bréfi dags. 22. mars 2016 óskar Klúbburinn Geysir, sem rekur endurhæfingarúrræði fyrir geðsjúka, eftir rekstrarstyrk frá Akraneskaupstað að fjárhæð kr. 100.000.
Velferðar- og mannréttindaráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 6. apríl sl. og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs.
Velferðar- og mannréttindaráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 6. apríl sl. og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð þakkar erindið en vísar því til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2017.
5.Kvikmyndataka á Akranesi - Truenorth ehf.
1601446
Dreifibréf til íbúa í nágrenni Sementsreit frá True North.
Lagt fram til kynningar.
6.Fjölmiðlavaktin - grunnskýrslur
1501353
Grunnskýrsla Fjölmiðlavaktarinnar fyrir Akraneskaupstað árið 2015.
Skýrslan lögð fram til kynningar.
7.Markaður á Akratorgi
1604128
Kristbjörg Traustadóttir óskar eftir aðstöðu á Akratorgi í sumar fyrir markað.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti en óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisráðs.
8.HVE - ástand gatna hjá Akraneskaupstað
1604062
Erindi starfandi sjúkraflutningsmanna á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um ástand gatna hjá Akraneskaupstað.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs með tilliti til forgangsröðunar í gatnaframkvæmdum. Bæjaráð tekur undir mikilvægi þess að lagfæra gatnakerfið á Akranesi og stefnt er að frekari fjárfestingu á allra næstu árum.
9.Kalmansvellir 1 - kaup/leiga
1603104
Erindi Örlygs Stefánssonar f.h. Björg fasteignafélag ehf. dags. 14. mars 2016, þar sem vakin er athygli bæjarráðs á að Kalmansvellir 1 eru fáanlegir til leigu eða kaups.
Lagt fram.
10.Ungmennamót í Bamble í Noregi 2016 og vinabæjarmót á Akranesi 2017
1603152
Á fundi bæjarráðs þann 31. mars sl. var bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um styrkumsókn Norræna félagsins á Akranesi vegna Ungmennamóts í Bamble í Noregi 2016 og vegna vinabæjarmóts á Akranesi árið 2017 og liggja þær upplýsingarnar nú fyrir.
Bæjarráð samþykkir kr. 300.000 til Norræna félagsins á Akranesi vegna þátttöku í ungmennamóti vorið 2016. Jafnframt samþykkir bæjarráð að hefja viðræður við félagið um undirbúning vinabæjarmóts á Akranesi sem fyrirhugað er á árinu 2017.
Fjármununum verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.
Fjármununum verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.
11.Tónlistar og menningarhús
1604118
Erindi Carmenar Jóhannsdóttur dags. 31. mars 2016 varðandi tónlistar og menningarhús á Akranesi.
Bæjarráð tekur vel í erindið og býður Carmen á fund ráðsins til að veita frekari upplýsingar.
12.Fundargerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
1602030
134. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 4. apríl 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi
1603057
Erindi velferðar og mannréttindaráðs um tillögur að fulltrúum í starfshópi um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi.
Bæjarráð samþykktir að eftirfarandi fulltrúar verði skipaðir í starfshópinn:
Einar Brandsson, formaður
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir
Ingibjörg Pálmadóttir
Gunnhildur Björnsdóttir
Einar Brandsson, formaður
Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir
Ingibjörg Pálmadóttir
Gunnhildur Björnsdóttir
14.Akranes hostel - rekstrarleyfi
1604077
Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar EIH ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, gistiheimili, sem reka á að Suðurgötu 32, 300 Akranesi.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
15.FVA Guesthouse, Vogabraut 4 - rekstrarleyfi
1604072
Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar EIH ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, gistiheimili, sem reka á að Vogabraut 4, 300 Akranesi.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
16.Gjaldskrár 2016
1512115
Gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum ásamt gjaldskrá Tjaldsvæðisins í Kalmansvík lagðar fram til samþykktar.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Tjaldsvæðisins í Kalmansvík.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Tjaldsvæðisins í Kalmansvík.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum.
17.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016
1512116
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 4. apríl 2016 endurskoðaða fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun og óskar eftir samþykkt bæjarráðs.
Heildarupphæð fjárfestinga og framkvæmda er orðin 513,4 mkr. í stað 437,4 mkr. sem samþykktar voru í bæjarstjórn 15.12.2015.
Helstu breytingar varða færanlega kennslustofu við Grundaskóla, endurnýjun á gervigrasi á völlum við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla, framkvæmd við kirkjugarð og endurnýjun bifreiðar á Höfða.
Heildarupphæð fjárfestinga og framkvæmda er orðin 513,4 mkr. í stað 437,4 mkr. sem samþykktar voru í bæjarstjórn 15.12.2015.
Helstu breytingar varða færanlega kennslustofu við Grundaskóla, endurnýjun á gervigrasi á völlum við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla, framkvæmd við kirkjugarð og endurnýjun bifreiðar á Höfða.
Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að leggja fram greinargerð um stöðu verkefna áður en endanleg afstaða verður tekin til áætlunarinnar.
18.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - samstæða
1604101
Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2015.
Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar var jákvæð um 75,1 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 51,5 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Lykiltölur:
Skuldahlutfall er 116% en var 126% árið 2014.
Skuldaviðmið er 84% en var 91% árið 2014.
Veltufé frá rekstri er 11,9% en var 14,7% árið 2014.
Framlegð samstæðunnar er 4,3% en var 4,2% árið 2014.
Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn verði samþykktur.
Lykiltölur:
Skuldahlutfall er 116% en var 126% árið 2014.
Skuldaviðmið er 84% en var 91% árið 2014.
Veltufé frá rekstri er 11,9% en var 14,7% árið 2014.
Framlegð samstæðunnar er 4,3% en var 4,2% árið 2014.
Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn verði samþykktur.
19.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - B hluti
1604100
Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - B hluti
2.1 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2 Gáma
2.3 Háhiti ehf.
2.4 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.
2.1 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2 Gáma
2.3 Háhiti ehf.
2.4 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.
Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 125,1 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 90,3 mkr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Bæjarráð staðfestir ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis verði samþykktir.
Bæjarráð staðfestir ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis verði samþykktir.
20.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - A hluti
1604099
Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafn
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafn
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 200,3 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 141,9 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Lykiltölur:
Skuldahlutfall er 104% en var 116% árið 2014.
Skuldaviðmið er 75% en var 86% árið 2014.
Veltufé frá rekstri er 13,4% en var 16,5% árið 2014.
Framlegð er 6,6% en var 6,9% árið 2014.
Bæjarráð staðfestir ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. verði samþykktir.
Lykiltölur:
Skuldahlutfall er 104% en var 116% árið 2014.
Skuldaviðmið er 75% en var 86% árið 2014.
Veltufé frá rekstri er 13,4% en var 16,5% árið 2014.
Framlegð er 6,6% en var 6,9% árið 2014.
Bæjarráð staðfestir ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. verði samþykktir.
21.Kvikmyndahátíð á Akranesi
1604096
Kynntar hugmyndir um kvikmyndahátíð á Akranesi.
Ingibjörg Pálmadóttir og Ingibjörg Valdimarsdóttir víkja af fundi undir þessum lið.
22.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd
1601010
25. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 23. febrúar 2016.
26. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 12. apríl 2016.
26. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 12. apríl 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 20:00.