Bæjarráð
Dagskrá
1.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd
1601010
34. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 9. október 2016.
35. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 18. október 2016.
35. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 18. október 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
2.Fundargerðir 2016 - Samband ísl. sveitarfélaga
1603032
843. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. október 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Krafa frá kennurum til sveitarfélaga
1611053
Erindi og undirskriftarlisti frá kennurum í grunnskólum á Akranesi vegna kjaramála.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að ná sátt í kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga en deilunni hefur nú verið vísað til embættis ríkissáttasemjara. Að mati bæjarráðs vinna kennarar á Akranesi frábært starf í skólunum sem ber að meta. Bæjarráð getur þó ekki tekið undir það að sveitarfélög á Íslandi hafi almennt sýnt metnaðarleysi þegar kemur að rekstri grunnskóla enda hafa framlög til skólamála aukist hlutfallslega frá því að málaflokkurinn var tekinn yfir af ríkinu.
4.Fundargerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
1602030
139. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 7. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Akranesviti á Breið - leigusamningur
1610129
Afnotasamningur ásamt viðhaldsáætlun um Akranesvita.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Vegagerðina um greiðslu 750 þúsund króna á ári vegna afnota af Akranesvita. í tengslum við samninginn var einnig lögð fram áætlun um viðhald á vitanum fyrir næsta ár en gert er ráð fyrir bæði hefðbundu viðhaldi og sérstökum aðgerðum. Hefðbundið viðhald er að kústa vitann, laga sprungur og steypuskemmdir utanhúss, mála ljóshúsið að utan og innan og yfirfara útisvalir og mála. Einnig verður lúga út á svalirnar yfirfarin og máluð. Annað viðhald sem stefnt er að því að fara í vorið 2017 er að styrkja sjóvörn, skipta út hleðslugleri (gluggar) í vitanum og laga steypta stétt umhverfis vitann sem er töluvert sprungin.
Útgjöldum vegna ársins 2016 verður mætt af liðnum 20830-4980. Útgjöldum vegna ársins 2017 er vísað til fjárhagsáætlunar.
Útgjöldum vegna ársins 2016 verður mætt af liðnum 20830-4980. Útgjöldum vegna ársins 2017 er vísað til fjárhagsáætlunar.
6.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2017
1611059
Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2017.
Fjárhagsáætlun Heilbrigðisnefndar Vesturlands árið 2017 samþykkt og vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
7.Sorphirða á Akranesi og í Borgarbyggð - útboð
1604025
Kynning á stöðu útboðs vegna sorphirðu á Akranesi.
Farið yfir stöðu útboðs vegna sorphirðu á Akranesi en skipulags og umhverfisnefnd hefur hafnað tilboðum frá Gámaþjónustu Vesturlands og Íslenska Gámafélaginu ehf. þar sem tilboðin voru langt yfir kostnaðaráætlun.
8.Úrskurður Kjararáðs um laun forseta Íslands, þingfararkaup alþingismanna og launakjör ráðherra
1611060
Úrskurður Kjararáðs lagður fram til kynningar.
Farið yfir úrskurð Kjararáðs frá 30. október síðastliðinn. Laun bæjarfulltrúa á Akranesi taka mið af kjorum þingmanna og eru 19 % af þingfararkaupi. Laun bæjarstjóra og annarra embættismanna hjá Akraneskaupstað taka ekki mið af ákvörðun Kjararáðs, heldur af almennum kjarasamningum. Bæjarráð samþykkir að fresta framkvæmd á fyrirhugaðri hækkun.
9.Starf fjármálastjóra Akraneskaupstaðar
1609090
Staða á ráðningu fjármálastjóra hjá Akraneskaupstað.
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnir feril við ráðningu fjármálastjóra Akraneskaupstaðar.
10.Eldvarnabandalagið - eldvarnaeftirlit hjá Akraneskaupstað
1608178
Greinargerð um samstarf Akraneskaupstaðar og Eldvarnabandalagsins um auknar eldvarnir.
Bæjarráð þakkar þeim Garðari H. Guðjónssyni verkefnastjóra hjá Eldvarnarbandalaginu, Sædísi Sigurmundsdóttur verkefnastjóra hjá Akraneskaupstað og Þránni Ólafssyni slökkviliðsstjóra fyrir greinargóða skýrslu um sameiginlegt verkefni Akraneskaupstaðar og Eldvarnarbandalagsins um eldvarnir á stofnunum bæjarins og á heimilum starfsmanna. Einnig þakkar bæjarráð starfsmönnum og stjórnendum Akraneskaupstaðar og Eldvarnarbandalaginu fyrir þetta mikilvæga verkefni.
11.Reglugerð um heimagistingu o.fl.
1611011
Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu og reglugerð um gististaði og veitingahús.
Reglugerðirnar lagðar fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að koma á framfæri athugasemdum m.a. varðandi 34. gr. og 39. gr. reglugerðar um gisti- og veitingastaði.
Bæjarstjóra falið að koma á framfæri athugasemdum m.a. varðandi 34. gr. og 39. gr. reglugerðar um gisti- og veitingastaði.
Fundi slitið - kl. 10:00.