Bæjarráð
Dagskrá
1.Kvennaathvarfið - umsókn um rekstrarstyrk
1611092
Umsókn kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2017.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2017.
2.Kennarar - krafa til sveitarfélaga
1611053
Ályktun grunnskólakennara á Akranesi frá fundi þeirra þann 22. nóvember 2016.
Lögð fram ályktun grunnskólakennara í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi frá 22. nóvember 2016 ásamt yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að samningar takist á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra grunnskólakennara.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að samningar takist á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra grunnskólakennara.
3.Gagnaveita Reykjavíkur - ósk um undanþágu frá upplýsingalögum
1611140
Erindi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir samþykki eigenda á að leggja til við forsætisráðherra að endurnýja undanþágu Gagnaveitu Reykjavíkur frá gildissviði upplýsingalaga nr. 140/2012, sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um framtíðaráform um sölu Gagnaveitunnar.
4.Fyrirspurn til sýslumanns um þinglýsingar
1611110
Erindi Akraneskaupstaðar til Sýslumannsins á Vesturlandi um rafrænar þinglýsingar.
Bæjarráð tekur undir með bæjarstjóra varðandi mikilvægi þess að Sýslumaðurinn á Vesturlandi sækist eftir að annast rafrænar þinglýsingar sbr. frumvarp um breytingar á þinglýsingarlögum nr. 39/1978 með síðari breytingum.
5.Fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun 2017
1609093
Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarráð að forgangsröðun ráðsins í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árin 2017-2020 verði samþykkt.
Ráðið vekur athygli bæjarráðs á eftirfarandi:
A. Ekki er tekin afstaða til staðsetningar á fimleikahúsi. Brýn nauðsyn er á að taka þá ákvörðun sem fyrst á víðtækum samráðsvettvangi.
B. Gera þarf framkvæmdasamning við Golfklúbbinn Leyni á grundvelli þeirra hugmynda sem fyrir liggja um uppbyggingu golfskála.
C. Fyrir liggur tölvupóstur dags. 17. nóv. s.l. frá Jóhannesi Finni Halldórssyni fh. FEBAN. Á árinu 2017 eru áætlaðar 20 m.kr. í undirbúning á uppbyggingu á Dalbrautarreit.
Ráðið vekur athygli bæjarráðs á eftirfarandi:
A. Ekki er tekin afstaða til staðsetningar á fimleikahúsi. Brýn nauðsyn er á að taka þá ákvörðun sem fyrst á víðtækum samráðsvettvangi.
B. Gera þarf framkvæmdasamning við Golfklúbbinn Leyni á grundvelli þeirra hugmynda sem fyrir liggja um uppbyggingu golfskála.
C. Fyrir liggur tölvupóstur dags. 17. nóv. s.l. frá Jóhannesi Finni Halldórssyni fh. FEBAN. Á árinu 2017 eru áætlaðar 20 m.kr. í undirbúning á uppbyggingu á Dalbrautarreit.
Afgreiðslu frestað til næsta fund ráðsins þann 2. desember næstkomandi.
6.Höfði - fjárhagsáætlun 2017 - 2020
1611006
Fjárhagsáætlanir Höfða hjúkrunar- og dvalarheimils fyrir árið 2017 og 2018-2020 sem samþykktar voru á fundi stjórnar 21. nóvember 2016.
Fjárhagsáætlanir afhendast til umfjöllunar og afgreiðslu eins og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða.
Fjárhagsáætlanir afhendast til umfjöllunar og afgreiðslu eins og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlanir Höfða fyrir árið 2017 og 2018-2020 og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
7.Höfði - fjárhagsáætlun 2016
1511182
Viðauki I við fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2016 var samþykktur á stjórnarfundi þann 21. nóvember síðastliðinn.
Bæjarráð staðfestir viðaukann og leggur fram í bæjarstjórn til samþykktar.
8.Vinabæjarmót á Akranesi 2017
1603152
Vinabæjarmót á Akranesi árið 2017.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Norræna félagið á Akranesi um 2 mkr. vegna kostnaðar við vinabæjarmót sumarið 2017. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að undirbúa stofnun starfshóps vegna mótsins í samvinnu við Norræna félagið. Fulltrúar Akraneskaupstaðar verði Ingibjörg Pálmadóttir bæjarfulltrúi, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Sædís Sigurmundsdóttir verkefnastjóri.
9.Sundfélag Akraness - styrkumsókn vegna tækjakaupa
1611034
Erindi sundfélags Akraness um tækjakaup sem tekið var fyrir á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs.
Ráðið tók jákvætt í erindið en vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Lagt er til að styrkja íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum til endurnýjunar á ,,pödsum" í sundlaugina til þess að mæla tíma keppenda.
Ráðið tók jákvætt í erindið en vísar því til afgreiðslu bæjarráðs. Lagt er til að styrkja íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum til endurnýjunar á ,,pödsum" í sundlaugina til þess að mæla tíma keppenda.
Bæjarráð samþykkir að heimila íþróttamiðstöðinni að festa kaup á tveimur ,,pödsum" til afnota fyrir Sundfélag Akraness.
10.Saga Akraness
1512040
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að selja ritröðina Sögu Akraness á menningarstofnunum bæjarins.
Bæjarráð samþykkir að heimila sölu á Sögu Akraness á Bóka- og Byggðasafni. Lagt er til að samanlagt verð á tveimur bókum verði 5 þúsund krónur.
11.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd
1601010
36. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 15. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.Asparskógar 10 - umsókn um byggingarlóð
1611125
Umsókn Hagaflöt ehf. um byggingarlóð að Asparskógum 10.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Asparskógum 8 til Hagaflatar ehf.
13.Asparskógar 8 - umsókn um byggingarlóð
1611124
Umsókn Hagaflöt ehf. um byggingarlóð að Asparskógum 8.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar að Asparskógum 8 til Hagaflatar ehf.
14.Bandalag íslenskra skáta - styrkbeiðni v. 15th World Scout Moot
1611083
Erindi Jóns Ingvars Bragasonar framkvæmdastjóra vegna 15. heimsmóts skáta sem haldið verður á Íslandi árið 2017.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Bandalags íslenskra skáta og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið með viðræðum við forsvarsmenn hreyfingarinnar.
15.FVA - styrkur til tækjakaupa 2017
1611099
Ósk Fjölbrautaskóla Vesturlands um framlag til tækjakaupa fyrir skólann.
Bæjarráð Akraness tekur undir mikilvægi þess að efla iðn og tæknimenntun á Íslandi og telur brýnt að Fjölbrautarskóli Vesturlands fái nægt fjármagn á fjárlögum til að endurnýja nauðsynlegan tækjabúnað. Iðngreinar eru mikilvæg stoð í atvinnulífinu á Vesturlandi og nauðsynlegt að búa starfsfólki og nemendum góða aðstöðu og nauðsynleg tæki.
Bæjarráð samþykkir að veita 1 mkr. til tækjabúnaðar fyrir árið 2017 en felur auk þess bæjarstjóra að senda menntamálaráðherra erindi þar sem farið er fram á að fjárveitingar til þessa mikilvæga þáttar í starfsemi skólans séu tryggðar.
Bæjarráð samþykkir að veita 1 mkr. til tækjabúnaðar fyrir árið 2017 en felur auk þess bæjarstjóra að senda menntamálaráðherra erindi þar sem farið er fram á að fjárveitingar til þessa mikilvæga þáttar í starfsemi skólans séu tryggðar.
16.Fasteignamat atvinnuhúsnæðis og álagning fasteignaskatta
1609147
Erindi Félags atvinnurekanda þar sem farið er fram á rökstuðning vegna álagningar fasteignaskatts fyrir árið 2016.
Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga og svara erindinu.
17.Framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða
1611112
Erindi frá velferðarráðuneytinu um framboð lóða vegna uppbyggingar almennra íbúða.
Erindið kynnt og vísað til skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs.
18.Þjónustumiðstöð að Dalbraut 6
1410165
Bæjarráð vísaði, á fundi sínum 18. október 2016, skýrslu starfshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 til umsagnar í velferðar- og mannréttindaráði og skipulags- og umhverfisráði.
Umsagnir skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs vegna skýrslu um Dalbraut 6 lagðar fram. Bæjarráð vísar í starfshóp um samráð og stefnumótun í málefnum aldraðra sem vinnur áfram með það verkefni að bæta félagsaðstöðu fyrir eldri borgara og ýmis önnur mál sem tengist velferð þriðju kynslóðarinnar.
19.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra
1611136
Drög að erindisbréfi starfshóps um samráð og stefnumótun aldraðra lagt fram.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið og að skipa Vilborgu Þórunni Guðbjartsdóttur formann velferðar- og mannréttindaráð og Svölu Hreinsdóttur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs í starfshóp um samráð og stefnumótun í málefnum aldraðra. Laufey Jónsdóttir verkefnistjóri heimaþjónustu verður ráðgefandi við starfshópinn. Fulltrúar FEBAN eru þeir Jóhannes Finnur Halldórsson formaður og Júlíus Már Þórarinsson varaformaður.
20.Viðburðir á vegum menningar-og safnanefndar
1611135
Menningar-og safnanefnd óskar eftir viðbótarfjárframlagi vegna viðburða á aðventunni á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni frá menningar- og safnanefnd með það að markmiði að styðja við fjölbreytta viðburði á aðventunni á Akranesi.
Fundi slitið - kl. 10:15.