Fara í efni  

Bæjarráð

3322. fundur 12. október 2017 kl. 08:15 - 10:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 (og vegna tímabilsins 2019 - 2022)

1708093

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gjalda- og tekjuforsendur vegna fjárhagsáætlunar 2018.

2.Alþingiskosningar 28. október 2017

1709115

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 10. október sl. tillögu um gerð og frágang kjörskrár vegna Alþingiskosninga 28. október 2017 ásamt afgreiðslu launagreiðslna til kjörstjórna og annarra starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um laun kjörstjórna og annarra starfsmanna sem koma að framkvæmd kosninganna.

3.Innsiglingamerki á efnisgeymslu

1710039

Erindi Faxaflóahafna um innsiglingamerki á efnisgeymslu Sementsverksmiðjunnar.
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnslu málsins í samvinnu við hafnarstjóra Faxaflóahafna.

4.Menningarnótt - Akranes heiðursgestur

1707027

Þakkarbréf frá Reykjavíkurborg vegna þátttöku Akraneskaupstaðar í dagskrá Menningarnætur 2017.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar Reykjavíkurborg kærlega fyrir boðið og glæsilega dagskrá á Menningarnótt.

5.Húsnæðisþing 2017

1710052

Fyrsta árlega húsnæðisþing verður haldið þann 16. október 2017 að Hilton Nordica frá kl. 10-17.
Lagt fram.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að tilkynna til Sambands íslenskra sveitarfélaga þátttöku þeirra bæjarfulltrúar sem eiga kost á að sækja þingið f.h. Akraneskaupstaðar.

6.Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle

1710055

Boð á alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem haldið verður í fimmta sinni í Hörpu, Reykjavík, dagana 13.-15. október.
Lagt fram.

7.Dularfulla búðin, Skólabraut 14 - rekstrarleyfi

1705030

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna óska um breytingu á rekstrarleyfi Dularfullu búðarinnar við Skólabraut 14.
Bæjarráð leggst ekki gegn veitingu leyfisins.

8.Fagrilundur 7 - umsókn um byggingarlóð

1710075

Umsókn um byggingarlóð - Fagrilundur 7
Umsóknargjald er greitt.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Fagrilundur 7 til umsækjanda.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00