Bæjarráð
Dagskrá
1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017
1702057
11. mál til umsagnar - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður).
26. mál til umsagnar - frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.
27. mál til umsagnar - frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál).
40. mál til umsagnar - frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).
26. mál til umsagnar - frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.
27. mál til umsagnar - frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál).
40. mál til umsagnar - frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).
Lagt fram til kynningar.
2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017
1702004
Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2017.
Andrés Ólafsson verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Andrés Ólafsson verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2017 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
3.Lántaka v/ lífeyrisskuldbindinga 2017
1712082
Lánaumsókn vegna greiðslu lífeyrisskuldbindinga (A-deild).
Bæjarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 372.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarráðsfulltrúar hafa kynnt sér.
Bæjarráð samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á uppgjöri á lífeyrissjóðsskuldbindinu hjá Brú lífeyrissjóði (A- deild) sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Sævari Frey Þráinssyni, kt. 160671-3439, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á uppgjöri á lífeyrissjóðsskuldbindinu hjá Brú lífeyrissjóði (A- deild) sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Sævari Frey Þráinssyni, kt. 160671-3439, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
4.Heimsendur matur - beiðni um endurskoðun samnings 2017
1708014
Frá árinu 2013 hefur verið samkomulag, milli Akraneskaupstaðar og Ara Grétars Björnssonar, um þjónustu á akstri á heimsendum mat til eldri borgara og öryrkja á Akranesi. Ari Grétar óskaði eftir hækkun á samningsupphæð sem hefur verið óbreytt frá 2013 eða kr. 208.000 á mánuði auk virðisaukaskatt.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir hækkun upp á kr. 42.000 á mánuði frá 1. desember 2017 og að kostnaður verður færður á milli bókhaldslykla í fjárhagsáætlun. Ekki verður því gert ráð fyrir hækkun á fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við hækkun á samningi. Velferðar- og mannréttindaráð vísar afgreiðslu sinni til kynningar í bæjarráði.
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir hækkun upp á kr. 42.000 á mánuði frá 1. desember 2017 og að kostnaður verður færður á milli bókhaldslykla í fjárhagsáætlun. Ekki verður því gert ráð fyrir hækkun á fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við hækkun á samningi. Velferðar- og mannréttindaráð vísar afgreiðslu sinni til kynningar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir hækkun á samningsbundnum greiðslum við Ara Grétar Björnsson vegna akstri á heimsendum mat til eldri borgara og öryrkja á Akranesi. Samningsgreiðslur verði kr. 250.000 auk virðisaukaskatts á mánuði frá 1. desember 2017.
Gert er ráð fyrir heildarkostnaðinum að fjárhæð 3,0 mkr. vegna þessa liðar í fjárhagsáætlun ársins 2018.
Gert er ráð fyrir heildarkostnaðinum að fjárhæð 3,0 mkr. vegna þessa liðar í fjárhagsáætlun ársins 2018.
5.Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi
1712101
Erindi vegna Áfangastaðaáætlunar DMP á Vesturlandi.
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
6.Lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi - áskorun um sameiginlega samþykkt
1712183
Erindi lögreglustjórans á Vesturlandi um sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir Vesturland.
Bæjarráð samþykkir tillögu lögreglustjórans á Vesturlandi um samhljóða lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð leggur til að í byrjun ársins 2018 verði sett fram tillaga að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland sem lögð verði fyrir bæjarráð og e.a. bæjarstjórn í framhaldinu til formlegrar afgreiðslu.
Bæjarráð leggur til að í byrjun ársins 2018 verði sett fram tillaga að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir Vesturland sem lögð verði fyrir bæjarráð og e.a. bæjarstjórn í framhaldinu til formlegrar afgreiðslu.
7.Gamla Kaupfélagið - tækifærisleyfi
1712147
Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi fyrir Gamla Kaupfélagið vegna dansleiks á annan í jólum og um áramótin.
IP víkur af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
IP tekur sæti á fundinum að nýju.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.
IP tekur sæti á fundinum að nýju.
Fundi slitið - kl. 09:30.