Fara í efni  

Bæjarráð

3342. fundur 26. apríl 2018 kl. 08:15 - 13:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Kristjana H. Ólafsdóttir varamaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Baugalundur 7 - umsókn um byggingarlóð

1804158

Umsókn H-verk ehf. um byggingarlóð við Baugalund 7. Umsóknargjald var greitt 18. apríl og telst því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til umsækjanda.

2.Söngkeppni framhaldsskólanna

1804188

Erindi Sýslumannsins á Akranesi um tækifærisleyfi vegna Söngkeppni framhaldsskólanna 2018 sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Vesturgötu þann 28. apríl næstkomandi.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

3.Strandveiðar / frumvarp - Sæljón félag smábátaeigenda á Akranesi

1804116

Frumvarp atvinnumálanefndar um breytingu strandveiðikerfisins nr. 116/2006. Hjálögð er ályktun smábátafélags Akraness um breytingarnar.
Bæjarráð þakkar smábótafélaginu Sæljóni fyrir ályktunina.

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þá ákvörðun Alþingis að auka aflaheimildir til strandveiða sem sannarlega hafa hleypt lífi í margar af smærri höfnum landsins auk þess að reynast fiskmörkuðum kærkomin viðbót yfir sumartímann og styrkt sjávarbyggðir um land allt.

Bæjarráð telur hins vegar misráðið að hafa öll strandveiðisvæði í einum kvótapotti. Sú ákvörðun er ekki til þess fallin að draga úr ólympískum veiðum og auka öryggi sjómanna, heldur þvert á móti mun hún auka samkeppni bæði innan og milli strandveiðisvæða og auka þannig þrýsting á sjómenn að róa hvernig sem viðrar.

Bæjaráð Akraness skorar á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að aftur verði horft til hámarksafla á hverju strandveiðisvæði og láti jafnframt kanna hvort skynsamlegt sé að upphaf og lok strandveiðitímabila geti verið mismunandi fyrir mismunandi svæði út frá fiskgengd á grunnslóð. Einnig skorar bæjarráð Akraness á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir frekari rannsóknum á áhrifum strandveiða á sjávarbyggðir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma bókun ráðsins til sjávarútvegsráðherra.

4.Loftslagsmál - ályktun

1804141

Ályktun frá stjórn Faxaflóahafna um loftlagsmál.
Lagt fram.

5.Vinnuskólinn 2018 - launataxtar unglinga 14 - 16 ára

1803173

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl síðastliðinn tillögu rekstarstjóra Vinnuskólans um 10% hækkun á launum unglinga Vinnuskóla Akraness á árinu 2018. Samþykktinni er vísað til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir 10% hækkun á launum unglinga Vinnuskóla Akraness. Fjárhagsáætlun 2018 gerir ráð fyrir hækkuninni.

6.Faxaflóahafnir - eigendastefna

1804184

Drög að eigendastefnu Faxaflóahafna sf. til umsagnar.
Bæjarráð þakkar erindið og felur formanni bæjarráðs að koma á framfæri athugasemdum bæjarráðs Akraness til starfshóps um eigendastefnu Faxaflóahafna.

7.Aðkeypt vinna - málefni fiskmarkaðarins

1804220

Aðkeypt þjónusta Norðursýnar ehf. vegna málefna fiskmarkaðarins.
Bæjarráð samþykkir greiðslu vegna aðkeyptar vinnu að fjárhæð kr. 500.000. Fjárhæðinni skal ráðstafað af liðnum 20830-4980.

8.Faxaflóahafnir - möguleg eignaskipti

1709117

Drög að makaskiptasamningi milli Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um sölu á Faxabraut 10 gegn kaupum á landfyllingu austan við Sementsbryggju svokallaða.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að klára undirritun hans við fyrsta tækifæri.

9.Reiðskemma á Æðarodda - uppbygging

1711115

Niðurstaða Reiðskemmunefndar um uppbygginu, eignarhald og rekstarafyrirkomulag á reiðhöll sem byggð yrði á félagssvæði Dreyra.
Erindið er lagt fram og bæjarstjóra falið að vinna að úrvinnslu þess í samræmi við umræður á fundinum.

10.Skákfélagið Hrókurinn - styrkbeiðni

1804186

Styrkbeiðni frá Skákfélaginu Hrókurinn.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við því að svo stöddu.

11.Skógræktarfélag Akraness 2018 - styrkir og land til skógræktar

1804162

Styrkbeiðni Skógræktarfélags Akraness.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisráði.

12.Baugalundur 7 - umsókn um byggingarlóð

1804170

Umsókn Guðjón Theódórssonar um byggingarlóð við Baugalund 7. Umsóknargjald var greitt 22. apríl og telst því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð getur ekki orðið um umsókninni þar sem umsækjandi var annar í röðinni að sækja um byggingarlóð við Baugalund 7. Lóðinni var úthlutað til þess aðila sem sótti um og greiddi umsóknargjald fyrstur umsækjenda.

13.Fundargerðir 2018 - menningar- og safnanefnd

1801014

52. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 10 . mars 2018.
53. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 20. mars 2018.
54. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 11. apríl 2018
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

14.Stytting vinnuvikunnar

1803083

Erindisbréf starfshóp um styttingu vinnuvikunnar lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið einróma.

15.Staða lána og uppgreiðslukostir Akraneskaupstaðar

1804219

Samantekt fjármálastjóra Akraneskaupstaðar um stöðu lána og uppgreiðslukosti bæjarins.
Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir greinagóða samantektina. Bæjarráð telur tilefni fyrir nýtt bæjarráð að taka málið upp að nýju í september.

16.Málefni sementsstrompsins

1804101

Kosningu um ráðgefandi álit um framtíð Sementsstrompsins á Akranesi lauk á miðnætti 24. apríl síðastliðinn. Hjálagðar eru niðurstaðar kosningarinnar.
Um var að ræða ráðgefandi skoðanakönnun meðal íbúa Akraness um framtíð sementsstrompsins á Akranesi. Niðurstöður kosningarinnar voru afgerandi en alls bárust 1095 atkvæði sem skiptust þannig að 1032 eða 94,25% kusu að strompurinn skyldi verða felldur og 63 eða 5,75% kusu að strompurinn ætti að standa áfram.

Bæjarráð leggur til að þessi niðurstaða verður höfð til hliðsjónar við frekari skipulagningu á áframhaldandi uppbyggingu á Sementsreit og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

17.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

1801200

Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018. Andrés Ólafsson verkefnastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018 og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

18.Guðlaug - framkvæmdir

1708061

Aðstöðumál vegna heitar laugar á Langasandi kynnt.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri kynntu hugmyndir um aðstöðumál við Guðlaugu á Langasandi ásamt betrumbótum á göngustíg og fegrun svæðisins. Bæjarráð þakkar þeim fyrir greinagóða kynningu.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfisstjóra og verkefnastjóra að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð vísar verkefninu til skipulags- og umhverfisráðs.

19.Uppsagnir á starfsstöð sýslumannsins á Akranesi

1802395

Ólafur K. Ólafsson sýslumaðurinn á Vesturlandi og Jón Einarsson löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu í Borgarnesi taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Ólafi K. Ólafssyni og Jóni Einarssyni fyrir komuna á fundinn og hreinskiptar umræður.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka ósk um fund með dómsmálaráðherra um málefnið.

20.Málefni Tónbergs - salur í Tónlistarskóla Akraness

1804206

Tillaga um að auglýsa eftir rekstraraðila til umsjónar á Tónbergi, sal í Tónlistarskóla Akraness.
Bæjarráð samþykkir að Tónberg, salur Tónlistarskólans á Akranesi, verði auglýstur til afnota fyrir áhugasama. Bæjarráð felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

21.Starf deildarstjóra við Grundaskóla

1803132

Erindi skóla- og frístundasviðs um ráðningu deildarstjóra stoðþjónustu í Grundaskóla. Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu fyrir ráðningu á 0,6 stöðugildi deildarstjóra stoðþjónustu frá ágúst til desember 2018 samtals kr. 2.520.000 sem ráðstafað verður með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs sem verður eftir breytinguna 247,3 mkr. Þá skal jafnframt gera ráð fyrir þessari aukningu við fjárhagsáætlunargerð 2019.

22.Öldungaráð

1804207

Á 3231. fundi bæjarráðs var tekin fyrir tillaga um samþykkt fyrir öldungaráði Akraness. Ráðið lagði til orðalags breytingar og var bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins. Hjálögð er endurbætt tillaga að samþykkt fyrir öldungaráði Akraness lögð fram. Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar sviðsstjóra fyrir komuna á fundinn.

Fyrirliggjandi er frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (innleiðing samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýslu og húsnæðismál). Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á 38. gr. sem fela í sér að stofnaður verði samráðsvettvangur er nefnist öldungaráð. Skipan í ráðið er samhljóma tillögum um skipan í öldungaráð Akraness eða þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni. Í ljósi þess samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi drög að öldungaráði Akraness enda eru þau samhljóða tillögum að lagabreytingu. Samþykktinni er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðeigandi breytingar á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar þess efnis. Ný bæjarmálasamþykkt skal lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í maímánuði og stefna skal að öldungaráð taki til starfa í ágústmánuði á þessu ári.

23.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

394. mál til umsagnar - frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði.
345. mál til umsagnar - frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur.Hjálögð er umsögn SÍS um frv. til laga um lögheimili og aðsetur.
479. mál til umsagnar - um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029.
479. mál til umsagnar - um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2029.
480. mál til umsagnar - tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 - 2024.
454. mál til umsagnar - um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta).
467. mál til umsagnar - frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.)
Lagt fram.

24.Fundargerðir 2018 - stjórn fjallskilanefndar

1801021

4. fundargerð stjórnar fjallskilaumdæmis frá 17. apríl 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00