Bæjarráð
Dagskrá
1.Fundargerðir 2018 - menningar- og safnanefnd
1801014
57. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 15. maí 2018.
Lögð fram.
2.Þróunarverkefni 2018 - þróunarsjóður skóla- og frístundasviðs
1804242
Skóla- og frístundaráð samþykkti allar umsóknir um styrki í þróunarsjóð skóla- og frístundasviðs. Jafnframt leggur ráðið til að auglýst verði eftir umsóknum í haust til úthlutunar á því fjármagni sem er óráðstafað. Skóla- og frístundaráð vísar afgreiðslunni til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun skóla- og frístundaráðs og að auglýst verði á ný næstkomandi haust eftir umsóknum í sjóðinn.
3.Styrkir 2018 - íþrótta- og tómstundafélög
1804127
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 15. maí síðastliðinn tillögu um úthlutun styrkja til samtals 18 íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi vegna þjálfunar og leiðsagnar barna og unglinga. Tillögunni er vísað til bæjarráðs til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs um úthlutun styrkja að andvirði 15 mkr. til 18 íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi.
4.Gjaldskrá fyrir sumarstarf Þorpsins 2018
1805113
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 15. maí tillögu um gjaldskrá fyrir sumarstarf í Þorpinu. Lagt er til að gjaldskráin haldist óbreytt milli ára. Tillögunni er vísað til staðfestingar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá vegna sumarstarfs í Þorpinu.
5.Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt
1805127
Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir tillögur um breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar. Samþykktinni er vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.
6.Öryggi og eftirlit í stofnunum bæjarins
1805128
Öryggis- og eftirlitsmál hjá stofnunum Akraneskaupstaðar. Hjálögð er tillaga um breytt verklag.
Bæjarráð heimilar að fari verði í verðkönnun vegna aukinnar þjónustu í tengslum við öryggiskerfi og öryggiseftirlit í stofnunum Akraneskaupstaðar. Kostnaðarauki vegna þessa, að hámarki 6 mkr. verður mætt með lækkun áætlaðs rekstrarafgangs.
7.Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum
1703194
Ósk formanns starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum að hópurinn haldi áfram störfum til október 2018.
Bæjarráð samþykkir beiðni starfshópsins um frestun á skilum á lokaskýrslu vegna framtíðaruppbyggingar á Jaðarsbökkum til 30. september næstkomandi.
8.Sveitarstjórnarkosningar 2018
1802107
Tillaga um launagreiðslur til kjörstjórna og annarra er koma að framkvæmd sveitarstjórnakosninga 2018.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um launagreiðslur til kjörstjórnar og annarra sem koma að framkvæmd kosninga í ár.
9.Öldungaráð
1804207
Endurskoðuð tillaga um samþykkt um stofnun öldungaráðs Akraness.
Bæjarráð staðfestir samþykkt um stofnun öldungaráðs Akraness og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
10.ÍA - rekstur og samskipti, endurnýjaður samningur
1611149
Undirritaður viðauki um framlengingu leigu- og rekstrarsamnings á milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.
Bæjarráð samþykkir framlengingu samningsins til loka ársins 2018 og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.
Fundi slitið - kl. 18:00.