Fara í efni  

Bæjarráð

3348. fundur 12. júlí 2018 kl. 08:15 - 09:51 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Starf - Tónlistarskólinn skólastjóri

1806015

Skóla- og frístundaráð vísar erindi um ráðningu skólastjóra Tónlistarskóla Akraness til afgreiðslu bæjarráðs.
Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið og fer yfir ráðningarferlið og tillögu.
Bæjarráð þakkar Valgerði fyrir komuna á fundinn og samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs um ráðningu Jónínu Ernu Arnardóttur í starf skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi og óskar henni velfarnaðar í starfi.

2.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

1801200

Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018.

3.Langtímaveikindi starfsmanna 2018 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)

1806108

Umsóknir stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins janúar til og með júní.
Valgarður Lyngdal Jónsson víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að úthluta samtals kr. 15.755.188 úr veikindapotti Akraneskaupstaðar vegna tímabilsins janúar til og með júní 2018. Um er að ræða helming af heildarfjárhæð umsókna en endaleg úthlutun vegna tímabilsins verður tekin í lok árs þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um heildarútgjöld stofnana vegna þessa á árinu.

4.Persónuverndarstefna Akraneskaupstaðar

1806159

Ný persónuverndarlög taka gildi á Íslandi þann 15. júlí 2018 og er þar kveðið á um mikilvægi þess að ábyrgðaraðilar innleiði viðeigandi persónuverndarstefnur.
Drög að persónuverndarstefnu Akraneskaupstaðar var lögð fyrir bæjarráð þann 21. júní síðastliðinn og var afgreiðslu hennar frestað þar til nú. Hjálögð er stefnan tilbúin til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir nýja persónuverndarstefnu Akraneskaupstaðar.

5.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað

1806164

Afgreiðslu samþykktar á siðareglum kjörinna fulltrúa var frestað á fundi bæjarráðs þann 21. júní síðastliðinn og eru þær hér lagðir fyrir á ný til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir siðareglur kjörinna fulltrúa.

6.Gosbrunnur í Skrúðgarðinum (listaverkið "Stúlka með löngu")

1807021

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að listaverkið "Stúlka með löngu" verði endurgert og tjörnin sem listaverkið hefur verið í verði endurvakin. Áætlaður kostnaður við endurgerð listaverksins er kr. 550.000.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisráðs að endurgera listaverkið. Kostnaði, samtals kr. 550.000, verður ráðstafað af liðnum "ófyrirséð" í framkvæmdaáætlun 2018.

7.Deilisk. Grenjar hafnarsvæði - Krókatún 22-24

1804119

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi umsögn sviðsstjóra við þeim athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð (sem starfar í umboði bæjarstjórnar) að grenndarkynningin verði samþykkt og umsögn sviðsstjóra send þeim aðilum er lögðu fram athugasemdir.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn sviðsstjóra við þeim athugasemdum sem bárust við grenndarkynninguna. Þeim aðilum er gerðu athugsemdir verði send umsögnin.
Deiliskipulagsbreytingin er að öðru leyti samþykkt og skal auglýsing þar að lútandi send í B-deild stjórnartíðinda og til Skipulagsstofnunar.

8.Stytting vinnuvikunnar

1803083

Tilnefningu á nýjum fulltrúum í starfshóp um styttingu vinnuvikunnar var frestað á fundi bæjarráð þann 21. júní síðastliðinn.
Þess er farið á leit við bæjarráð að tilnefna tvo nýja fulltrúa í hópinn en bæði Ólafur Adolfsson og Ingibjörg Pálmadóttir hafa dregið sig úr starfshópnum.
Í stað Ingibjörgar og Ólafs taka bæjarfulltrúarnir Elsa Lára Arnardóttir (B) og Einar Brandsson (D) sæti í starfshópnum. Bæjarráð þakkar Ólafi og Ingibjörgu fyrir setu í starfshópnum.

9.Starfshópur um uppbyggingu á Dalbraut 4 - þjónustumiðstöð

1806229

Stofnun starfshóps um uppbyggingu félagsmiðstöðvar á Dalbraut 4.
Bæjarráð samþykkir að stofna starfshóp um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar á Dalbraut 4. Hlutverk starfshópsins er að koma með tillögur um endanlega útfærslu/hönnun á þjónustumiðstöð fyrir aldraða á 1. hæð Dalbrautar 4.

Kostnaður sem kemur til með að myndast vegna vinnu starfshópsins er ráðgjöf hönnuðar frá Bestla ehf. og þókun fyrir fundarsetu í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar um laun fyrir setu í ráð, nefndum og starfshópum. Skal það tekið fram að ekki er greitt til þeirra einstaklinga sem eiga sæti í bæjarstjórn eða starfa hjá stofnun eða samtökum og þiggja þaðan laun. Þá getur starfshópurinn einnig kallað til þá sérfræðinga sem telst nauðsynlegt hverju sinni og skal það gert í samráði við bæjarstjóra og/eða bæjarráð, ef um fjárútlát er að ræða.

10.Þjónustuþörf nemenda

1802385

Skóla- og frístundaráð samþykkti fjármagnsbeiðni frá Brekkubæjarskóla vegna skólaþjónustu og vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir aukna fjárveitingu vegna málsins. Útgjöldunum verður mætt af liðnum 20830-4995.

11.Netbúnaður hjá Akraneskaupstað

1807055

Tillaga bæjarstjóra um endurnýjun á netbúnaði og þráðlausu neti í stofnunum Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um bættan netbúnað í stofnunum Akraneskaupstaðar. Um er að ræða fjárfestingu samtals kr. 15.500.000. Með þessari aðgerð er verið að lækka rekstrarkostnað til framtíðar og gera Akraneskaupstað betur í stakk búinn undir tækniframfarir.

12.Persónuverndarstefna Héraðsskjalasafnsins á Akranesi

1807065

Persónuverndarstefna Héraðsskjaasafns Akraness.
Lögð fram til kynningar.

13.OR - Beiðni um samþykki eigenda um lántöku frá EIB

1807064

Erindi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem farið er þess á leit við bæjartjórn Akraness að samþykkja tillögu að lántöku frá Evrópska Fjárfestingabankanum að upphæð 10 milljarðar króna.
Erindið var samþykkt í bæjarráði þann 16. júní 2016 en að fengnu áliti lögfræðings þarf bæjarsjórn að samþykkja lántökuna, erindinu er því vísað á ný til samþykktar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir lántökuna.

14.Írskir dagar 2018

1709130

Fjölskylduhátíðin Írskir dagar á Akranesi 2018.
Bæjarráð þakkar öllum þeim sem komu að framkvæmd Írskra daga fyrir frábæra skemmtun sem heppnaðist í alla staði afar vel.

Fundi slitið - kl. 09:51.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00