Fara í efni  

Bæjarstjórn

1211. fundur 14. apríl 2015 kl. 17:00 - 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar Sigríður Indriðadóttir, stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

1.Aðalsk.breyting - Þjóðvegur 13-15

1411099

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 26.3.2015, að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að auglýsa aðalskipulagsbreytingu á Þjóðvegi 13 - 15 samkvæmt 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingu á Þjóðvegi 13 - 15 samkvæmt 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

2.Deilisk. - Miðvogslækjarsvæði, Þjóðvegur 13 - 15

1402153

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 26.3.2015, að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna á Þjóðvegi 13 - 15, samkvæmt 41.gr. skipulaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á Þjóðvegi 13 - 15, samkvæmt 41.gr. skipulaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

3.Deilisk.- Breið

1407007

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 26.3.2015, að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að fella út byggingarreitinn við Skarfavör, samkvæmt tilmælum Skipulagsstofnunar dags.3.12.2015 og auglýsa deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók: EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fella út byggingarreitinn við Skarfavör og að auglýsa deiliskipulagið fyrir Breiðina samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

4.Tillaga Samfylkingarinnar að ályktun um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið

1503187

Bæjarfulltrúar Samfylkinginnar á Akranesi leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar skorar á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bæjarstjórn Akraness áréttar einnig stuðning sinn við samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2014 þar sem stjórnin hvetur til þess að Alþingi tryggi sveitarfélögunum í landinu svigrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en til breytinga á stöðu aðildarviðræðna kemur.
Ingibjörg Valdimarsdóttir Valgarður Lyngdal Jónsson
Til máls tóku: VLJ, EBr, VÞG, ÓA, IP, VLJ, ÓA, VLJ og IP.

Tillaga Samfylkingarinnar borinn upp til samþykktar.
Tillagan felld með sex atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og óháðra, gegn þremur atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akraness leggja fram eftirfarandi bókun:

"Innganga Íslands í Evrópusambandið hefur verið umdeilt mál í íslensku samfélagi allt frá því að meirihluti Alþingis óskaði eftir inngöngu í Evrópusambandið árið 2009. Málið er á forræði Alþingis og ríkisstjórnar og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi treysta alþingismönnum til að leiða málið til lykta þannig að sem víðtækust sátt náist um það."

5.Fundargerðir 2015 - bæjarráð

1501211

3250. fundargerð bæjarráðs frá 26. 3. 2015
Til máls tóku: VE um liði númer 1, 2 og 3. RÁ um lið númer 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð

1501105

11. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 8.4.2015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð

1501099

10. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17.3.2015
11. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7.4.2015
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð

1501125

8. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 26. 3. 2015.
Til máls tók: VLJ um fundargerðina. RÁ um fundargerðina.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00