Bæjarstjórn
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar Sigríður Indriðadóttir, stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.
1.Aðalsk.breyting - Þjóðvegur 13-15
1411099
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 26.3.2015, að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að auglýsa aðalskipulagsbreytingu á Þjóðvegi 13 - 15 samkvæmt 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytingu á Þjóðvegi 13 - 15 samkvæmt 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0.
Samþykkt 9:0.
2.Deilisk. - Miðvogslækjarsvæði, Þjóðvegur 13 - 15
1402153
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 26.3.2015, að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna á Þjóðvegi 13 - 15, samkvæmt 41.gr. skipulaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á Þjóðvegi 13 - 15, samkvæmt 41.gr. skipulaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0.
Samþykkt 9:0.
3.Deilisk.- Breið
1407007
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 26.3.2015, að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að fella út byggingarreitinn við Skarfavör, samkvæmt tilmælum Skipulagsstofnunar dags.3.12.2015 og auglýsa deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók: EBr.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fella út byggingarreitinn við Skarfavör og að auglýsa deiliskipulagið fyrir Breiðina samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fella út byggingarreitinn við Skarfavör og að auglýsa deiliskipulagið fyrir Breiðina samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0.
4.Tillaga Samfylkingarinnar að ályktun um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið
1503187
Bæjarfulltrúar Samfylkinginnar á Akranesi leggja eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn:
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar skorar á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bæjarstjórn Akraness áréttar einnig stuðning sinn við samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2014 þar sem stjórnin hvetur til þess að Alþingi tryggi sveitarfélögunum í landinu svigrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en til breytinga á stöðu aðildarviðræðna kemur.
Ingibjörg Valdimarsdóttir Valgarður Lyngdal Jónsson
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar skorar á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bæjarstjórn Akraness áréttar einnig stuðning sinn við samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2014 þar sem stjórnin hvetur til þess að Alþingi tryggi sveitarfélögunum í landinu svigrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en til breytinga á stöðu aðildarviðræðna kemur.
Ingibjörg Valdimarsdóttir Valgarður Lyngdal Jónsson
Til máls tóku: VLJ, EBr, VÞG, ÓA, IP, VLJ, ÓA, VLJ og IP.
Tillaga Samfylkingarinnar borinn upp til samþykktar.
Tillagan felld með sex atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og óháðra, gegn þremur atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akraness leggja fram eftirfarandi bókun:
"Innganga Íslands í Evrópusambandið hefur verið umdeilt mál í íslensku samfélagi allt frá því að meirihluti Alþingis óskaði eftir inngöngu í Evrópusambandið árið 2009. Málið er á forræði Alþingis og ríkisstjórnar og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi treysta alþingismönnum til að leiða málið til lykta þannig að sem víðtækust sátt náist um það."
Tillaga Samfylkingarinnar borinn upp til samþykktar.
Tillagan felld með sex atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og óháðra, gegn þremur atkvæðum fulltrúa Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akraness leggja fram eftirfarandi bókun:
"Innganga Íslands í Evrópusambandið hefur verið umdeilt mál í íslensku samfélagi allt frá því að meirihluti Alþingis óskaði eftir inngöngu í Evrópusambandið árið 2009. Málið er á forræði Alþingis og ríkisstjórnar og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akranesi treysta alþingismönnum til að leiða málið til lykta þannig að sem víðtækust sátt náist um það."
5.Fundargerðir 2015 - bæjarráð
1501211
3250. fundargerð bæjarráðs frá 26. 3. 2015
Til máls tóku: VE um liði númer 1, 2 og 3. RÁ um lið númer 3.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð
1501105
11. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 8.4.2015
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7.Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð
1501099
10. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17.3.2015
11. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7.4.2015
11. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7.4.2015
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
8.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð
1501125
8. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 26. 3. 2015.
Til máls tók: VLJ um fundargerðina. RÁ um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:00.