Fara í efni  

Bæjarstjórn

1229. fundur 08. mars 2016 kl. 17:00 - 18:08 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2015

1505141

Bæjarráð samþykkti á 3175. fundi ráðsins viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2015 fyrir tímabilið desember 2015. Viðaukinn felur í sér breytta áætlun þannig að afkoma A- og B- hluta lækkar um 9.741 þkr. Rekstrarafgangur A- hluta lækkar úr 146.321 þkr. í 136.580 þkr. og í A- og B- hluta úr 61.444 í 51.703 þkr.
Viðaukinn lagður fram til samþykktar.
Til máls tók:RÁ.

Samþykkt 9:0

2.Launalaus leyfi - reglur

1602103

Bæjarráð samþykkti á 3175. fundi ráðsins endurskoðaðar reglur um launalaus leyfi starfsmanna Akraneskaupstaðar og vísaði þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
Til máls tók:RÁ.

Reglur um launalaus leyfi starfsmanna Akraneskaupstaðar bornar upp til samþykktar.

Samþykkt 9:0.

3.Þjónustusvæði í málefnum fatlaðra

1510028

Velferðar- og mannréttindaráð hefur lýst sig meðmælt því að sækja um undanþágu frá mannfjöldaviðmiðum laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 á grundvelli undanþáguákvæða í 4. gr. laganna. Ákvörðuninni var vísað til bæjarráðs og tók ráðið undir bókun velferðar- og mannréttindaráðs á 3175. fundi sínum þann 25. febrúar sl. Málinu vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
Til máls tók: VÞG.

Bæjarstjórn tekur undir mikilvægi þess að sótt verði um undanþágu frá stærðarviðmiðum um þjónustusvæði í málefnum fatlaðra.
Bæjarstjóra falið að kanna afstöðu Hvalfjarðarsveitar til málsins vegna samstarfs sveitarfélaganna á sviði félagsþjónustu.

Samþykkt

4.Deilisk. Ægisbrautar - Vallholt 5

1511208

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 28. fundi sínum að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar við Vallholt 5 verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: EBr og VLJ.

Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreyting lóðarinnar við Vallholt 5, 300 Akranesi verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

5.Aðalskipulagsbreyting - Vallholt 5

1602244

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 28. fundi sínum að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna lóðarinnar við Vallholt 5 verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: EBr og VLJ.

Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna lóðarinnar við Vallholt 5, 300 Akranesi, verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0

6.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3175. fundargerð bæjarráðs frá 25. febrúar 2016.
Til máls tóku:
SI um lið nr. 6.
IV um lið nr. 3.
RÓ um lið nr. 3 og 5.
RÁ um lið nr. 5.
VLJ um lið nr. 3.
VE um lið nr 14.
VÞG um lið nr. 15.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2016 - velferðar- og mannréttindaráð

1601007

33. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 17. febrúar 2016.
34. fundargerð velferðar- og mennréttindaráðs frá 2. mars 2016.
Til máls tóku:
VLJ um fundargerð 33, lið nr. 1 og fundargerð 34, lið nr. 1.
SI um fundargerð 33, lið nr. 1 og fundargerð 34, lið nr. 1.
VÞG um fundargerð 33, lið nr. 1 og fundargerð 34, lið nr. 1.
RÁ um fundargerð 33, lið nr. 1 og fundargerð 34, lið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2016 - skipulags- og umhverfisráð

1601009

28. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 29. febrúar 2016.
Til máls tóku:
EBr um lið nr. 10.
IV um lið nr. 6.
IP um lið nr. 4, lið nr. 5 og lið nr. 10.
VLJ um lið nr. 5 og lið nr. 10.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2016 - Orkuveita Reykjavíkur

1601012

226. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. janúar 2016.
Til máls tók:
VE um lið nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2016 - Höfði hjúkrunar og dvalarheimili

1601013

62. fundargerð Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 16. febrúar 2016.
Til máls tóku:
ÓA um lið nr. 5.
IV um lið nr. 5 og um mögulegt aðgengi bæjarfulltrúa að fylgigögnum mála sem tekin eru til umfjöllunar á fundum stjórnar Höfða.
RÁ fylgigögn funda.
IP um lið nr. 5 og lið nr. 6.
EBr um fundargerðina í heild sinni.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:08.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00