Fara í efni  

Bæjarstjórn

1246. fundur 10. janúar 2017 kl. 17:00 - 17:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Atli V. Harðarson varamaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Stefán Þór Þórðarson varamaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

1605142

Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2016 var samþykktur í bæjarráði þann 21. desember síðastliðinn og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar Akraness.
Til máls tók: RÁ.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2016.

Samþykkt 9:0.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

1612050

Bæjarráð samþykkti reglur um sérstakan húsnæðisstuðning á fundi sínum þann 15. desember síðastliðinn og vísaði þeim til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness
Til máls tók: VÞG.

Bæjarstjórn samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi.

Samþykkt 9:0.

3.Aðalsk. - Vallholt 5 breyting

1602244

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraness, sem haldinn var þann 5. desember 2016, var lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Vallholts 5. Skipulagslýsing var auglýst til kynningar og í kjölfarið haldinn kynningarfundur á skipulagslýsingu og tillögu að breytingu á aðalskipulagi þann 29. nóvember 2016. Kynnt var lagfærð skipulagslýsing og tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: VLJ.

Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Vallholts 5 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

4.Deilisk. Ægisbrautar - Vallholt 5

1511208

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraness, sem haldinn var þann 19. desember 2016 var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ægisbrautar vegna Vallholts 5.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að breyting á deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
til máls tók: VLJ.

Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ægisbrautar vegna Vallholts 5 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

5.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3199. fundargerð bæjarráðs frá 15. desember 2016.
3200. fundargerð bæjarráðs frá 21. desember 2016.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2016 - skipulags- og umhverfisráð

1601009

51. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. desember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2016 - Höfði hjúkrunar og dvalarheimili

1601013

70. fundargerð stjórnar Höfða frá 19. desember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2016 - Orkuveita Reykjavíkur

1601012

237. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2016 - Faxaflóahafnir

1601011

151. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 11. nóvember 2016.
152. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 9. desember 2016.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00