Fara í efni  

Bæjarstjórn

1295. fundur 28. maí 2019 kl. 17:00 - 20:40 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að bæta við með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

A. Mál nr. 1811021 Aðalskipulag Akraness M2 - breyting á miðsvæði (Akratorg, Kirkjubraut, Stillholt), verður dagskrárliður nr. 5 verði það samþykkt.

Samþykkt 9:0.

B. Mál nr. 1807077, Deiliskipulag Stofnanareitur - Kirkjubraut 39, verður dagkrárliður nr. 6, verði það samþykkt.

Samþykkt 9:0.

C. Mál nr. 1903168 Dalbrautarreitur - greinargerð lagfæring, verður dagskrárliður nr. 7, verði það samþykkt.

Samþykkt 9:0.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2019

1902203

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 27. febrúar 2019.
Til máls tóku:
ÓA, ELA, RÓ, SMS, RBS, GJJ og ELA.

2.Samningur um rekstur Garðavallar

1905250

Samningur Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis var samþykktur á fundi bæjarráðs þann 16. maí síðastliðinn og vísar ráðið samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
ELA og RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir rekstrarsamning Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis.

Samþykkt 9:0.

3.Þroskahjálp Húsbyggingasjóður - samningur um uppbyggingu

1809206

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. maí síðastliðinn fyrirliggjandi samning Akraneskaupstaðar og Þroskahjálpar um stofnframlag Akraneskaupstaðar vegna fyrirhugaðar uppbyggingar Þroskahjálpar á fimm íbúðum við Beykiskóga 17. Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi yfirlýsingu um kvöð sem þinglýsa þarf á lóðina/íbúðirnar og er í samræmi við lög nr. 52/2016 um almennar íbúðir og reglugerð nr. 555/2016 um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Bæjarráð vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
GJJ, EBr og ELA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Þroskahjálpar (landssamtök) um veitingu stofnframlags vegna uppbyggingar á fimm almennum íbúðum við Beykiskóga 17 á Akranesi og kvöð vegna sama húsnæðis.

Samþykkt 9:0.

4.Verklagsreglur um gerð viðauka

1904197

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. maí verklagsreglur um gerð viðauka og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
EBr, ELA, EBr, ELA og VLJ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir verklagsreglur um gerð viðauka.

Samþykkt 9:0.

5.Aðalskipulag Akraness M2 - breyting á miðsvæði (Akratorg, Kirkjubraut,Stillholt)

1811021

Skipulags- og umhverfisráð fjallaði á fundi sínum þann 27. maí síðastliðinn um breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna miðsvæðis M2, sem var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 26. maí 2019.

Breytingin nær til M2 Akratorg, Kirkjubraut Stillholt 7,9 ha að flatarmáli. Breytingin felst í að með auknu byggingarmagni skal auka við bílastæði í göturými með samnýtingu og með bílageymslum neðanjarðar þar sem aðstæður leyfa. Skilmálar um fjölda bílastæða vegna aukinnar nýtingar skulu settir í deiliskipulagi. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Til máls tók:
EBr.

Bæjarstjórn Akraness, með visan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna miðsvæðis M2 (Akratorg, Kirkjubraut og Stillholt, alls 7,9 ha að flatarmáli) og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til samþykktar. Breytingin felst í aukningu á byggingarmagni með fjölgun bílastæða í göturými með samnýtingu og með bílageymslum neðanjarðar þar sem aðstæður leyfa. Skilmálar um fjölda bílastæða vegna aukinnar nýtingar skulu settar í deiliskipulagi.

Samþykkt 9:0.

6.Deilisk. Stofnanareitur - Kirkjubraut 39

1807077

Skipulags- og umhverfisráð fjallaði á fundi sínum þann 27. maí síðastliðinn um breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Kirkjubrautar 39 sem var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 26. maí 2019.

Breytingin felst í að byggja upp verslun/hótel á lóðinni. Nýtingarhlutfall er aukið úr 0,4-0,6 í 1,56 og að byggt verði allt að fjögurra hæða hús í götulínu. Breyting á aðalskipulagi var auglýst samtímis. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Kirkjubrautar 39 og að breytingin verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og að auglýsing um gildistöku hennar verði birt í B-deild Stjórnartíðinda. Breytingin felst í að byggja upp verslun/hótel á lóðinni, nýtingarhlutfall lóðar er aukið úr 0,4 - 0,6 í 1,56 og að byggt verði allt að fjögurra hæða hús í götulínu.

Samþykkt 9:0.

7.Dalbrautarreitur - greinargerð lagfæring

1903168

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 20. maí síðastliðinn var fjallað um breytingu á greinargerð deiliskipulags Dalbrautarreits. Breytingin felst í töflu 2 í kafla 3.5.3 varðandi lágmarksfjölda íbúða. Í töflu 5 undir kafla 3.7 er fjöldi bílastæða í kjallara við Dalbraut 4 breytt úr 45 stæðum í 35 stæði.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Akraness, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samþykkir breytingar á greinargerð deiliskipulags Dalbrautarreits. Breytingar felast í töflu 2 í kafla 3.5.3 (bls. 20 - merkt athugasemd nr. 4)í greinargerðinni varðandi lágmarksfjölda íbúða og í töflu 5 í kafla 3.7 (bls. 26 - merkt athugasemd nr. 5) í greinargerð) varðan fjölda bílastæða í kjallara við Dalbraut 4 sem er breytt úr 45 bílastæðum í 35 bílastæði.

Samþykkt 9:0.

8.Fundargerðir 2019 - bæjarráð

1901005

3374. fundargerð bæjarráðs frá 16. maí 2019.
Til máls tóku:
ELA um fundarliði nr. 1, nr. 2, nr. 3, nr. 4, nr. 6, nr. 7, nr. 9, nr. 10, nr. 14, og nr. 17.
SMS um fundarliði nr. 1, nr. 2, nr. 4, nr. 5, nr. 6, nr. 7, nr. 16 og nr. 17.
EBr um fundarliði nr. 2, nr. 4, nr. 7, nr. 9 og nr. 16.
RBS um fundarliði nr. 2 og nr. 16.
RÓ um fundarliði nr. 2, nr. 4, nr. 7, nr. 16 og nr. 18.
ELA um fundarliði nr. 2, nr. 3, nr. 4, nr. 7, nr. 9, nr. 16 og nr. 18.
SMS um fundarlið nr. 2.
GJJ um fundarliði nr. 16 og nr. 17.
RÓ um fundarliði nr. 4 og nr. 7.
RBS um fundarlið nr. 4.
EBr um fundarlið nr. 4.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2019 - skóla- og frístundaráð

1901007

105. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 14. maí 2019.
106. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 21. maí 2019.
Til máls tóku:
BD um fundargerð nr. 105, fundarlið nr. 2.
BD um fundargerð nr. 106, fundarliði nr. 1, nr. 2, og nr. 5.
SMS um fundargerð nr. 105, fundarliði nr. 1 og nr. 2.
SMS um fundargerð nr. 106, fundarlið nr. 5.
GJJ um fundargerð nr. 105, fundarliði nr. 1 og nr. 2.
GJJ um fundargerð nr. 106, fundarlið nr. 1.
EBr um fundargerð nr. 105, um undirritun áheyrnarfulltrúa á formlegar fundargerðir ráðsins.
RÓ um tilhögun undirritunar áheyrnarfulltrúa sem er í fundargerðarbók en ekki á sjálfa fundargerðina þar sem einungis ráðsmenn skrifa undir.
RÓ fundargerð nr. 105, fundarlið nr. 2.
RÓ um fundargerð nr. 106, fundarliði nr. 1 og nr. 5.
GJJ um fundargerð nr. 106, fundarlið nr. 1.
ELA um fundargerð nr. 105, fundarlið nr. 2.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2019 - velferðar- og mannréttindaráð

1901006

106. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. maí 2019.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2019 - skipulags- og umhverfisráð

1901008

113. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 13. maí 2019.
Til máls tóku:
RBS um fundarlið nr. 7.
SMS um fundarliði nr. 4 og nr. 7.
RBS um fundarlið nr. 4.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2019 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

1901010

95. fundargerð stjórnar Höfða frá 3. apríl 2019.
96. fundargerð stjórnar Höfða frá 29. apríl 2019.
VJ óskaði eftir að GJJ, fyrsti varaforseti, tæki við stjórn fundarins og lyki fundinum.
GJJ tók við stjórn fundarins.

Til máls tóku:
ELA um fundargerð 95, fundarliði nr. 1, nr. 3, nr. 4 b).
ELA um fundargerð nr. 96, fundarliði nr. 1, nr. 2, nr. 4, nr. 5 a) og nr. 5 b).
ÓA um fundargerð nr. 95, fundarlið nr. 4 b).
ELA um fundargerð nr. 95, fundarlið nr. 4 b).

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2019 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1901018

870. fundargerð stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. apríl 2019.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:40.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00