Fara í efni  

Bæjarstjórn

1342. fundur 23. nóvember 2021 kl. 17:00 - 18:10 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
  • Karitas Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Flóahverfi - úthlutunarreglur

2104136

Reglur um úthlutun lóða í Flóahverfi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti reglunar og vísaði þeim til samþykktar í bæjarráði og bæjarstjórn Akraness.

Bæjarráð samþykkti reglur um úthlutun lóða í Flóahverfi og vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur um úthlutun lóða í Flóahverfi.

Samþykkt 9:0

2.Deiliskipulag Jaðarsbakka - hækkun á byggingu íþróttahúss

2110061

Umsókn um að breyta hæð íþróttahúss úr 10m í 11,5m, engin breyting er gerð á byggingarreit. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 14. október til og með 12. nóvember 2021.
Engar athugasemdir bárust en tveir lóðarhafar sendu samþykki sitt.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Jaðarsbakka, sem felst í hækkun íþróttahúss, úr 10 m í 11,5 m, og að deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

3.Deiliskipulag Skógahverfi áfangi 3A - Skógarlundur 6

2109227

Breyting á deiliskipulagi áfanga 3A Skógahverfis, breytingin felur í sér tilfærslu á blílastæði til suð-austurs. Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2012, frá 6. október til og með 4. nóvember. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis Áfanga 3A, vegna lóðarinnar Skógarlundur nr. 6, sem felur í sér tilfærslu á bílastæði til suð-austurs. Verði kostnaðarauki vegna breytingar s.s. vegna veitulagna, skal hann falla á lóðarhafa. Skipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

4.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3477. fundargerð bæjarráðs frá 11. nóvember 2021
Til máls tóku:
EBr, um dagskrárlið nr. 3.
SFÞ, um dagskrárlið nr. 3.
RÓ, um dagskrárlið nr. 3.
KHS, um dagskrárlið nr. 3.
VLJ, um dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

219. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 8.
nóvember 2021
220. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 15. nóvember 2021
Til máls tóku:
RÓ um fundargerð nr. 219, dagskrárliði nr. 4 og nr. 5.
RBS um fundargerð nr. 219, dagskrárliði nr. 4 og nr. 5.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

177. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 2. nóvember 2021
178. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 16. nóvember 2021
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

167. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. nóvember 2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2021 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2101008

123. fundargerð stjórnar Höfða frá 15. nóvember 2021 ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2021 - Orkuveita Reykjavíkur

2101009

309. fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. september 2021.
310. fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 30. september 2021.
Til máls tóku:
Forseti óskar eftir afleysingu 1. varaforseta þar sem hann hyggst taka til máls.

EBr, 1. varaforseti, tekur við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:
VLJ um fundargerð 309, dagskrárlið nr. 2.
VLJ um fundargerð nr. 310, dagskrárlið nr. 3.
RÓ um níu mánaða uppgjör Orkuveitu Reykjavíkur sbr. upplýsingar sem VLJ sendi bæjarfulltrúum fyrr í dag.
VLJ um níu mánaða uppgjör Orkuveitu Reykjarvíkur.
ÓA um fundargerð nr. 309, dagskrárlið nr. 2.
ÓA um fundaargerð nr. 310, dagskrárlið nr. 3.
VLJ um fundargerð 309, dagskrárlið nr. 2.
VLJ um fundargerð nr. 310, dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Forseti tekur á ný við stjórn fundarins.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00