Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Stafræn húsnæðisáætlun 2022
2110174
Stafræn húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar 2022.
Kynning á tillögu sem er uppsett í húsnæðisáætlunarkerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
Kynning á tillögu sem er uppsett í húsnæðisáætlunarkerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
Til máls tóku:
SFÞ, SMS, EBr, RBS, KHS, SFÞ, ÓA, SMS og RBS.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir stafræna húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2022.
Samþykkt 8:0, EBr situr hjá.
SFÞ, SMS, EBr, RBS, KHS, SFÞ, ÓA, SMS og RBS.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir stafræna húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2022.
Samþykkt 8:0, EBr situr hjá.
2.Samningur um samstarf slökkviliðs Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar
1912291
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 13. desember síðastliðinn drög að samstarfssamningi Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldsvarnareftirlit og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Samþykktin var gerð með fyrirvara um samþykki samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyttisins (innviðaráðuneytisins).
Samþykktin var gerð með fyrirvara um samþykki samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyttisins (innviðaráðuneytisins).
Til máls tók: RBS.
Bæjarstjórn samþykkir samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldvarnareftir með fyrirvara um samþykki samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Samþykkt: 9:0
Bæjarstjórn samþykkir samstarfssamning Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um brunavarnir og eldvarnareftir með fyrirvara um samþykki samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Samþykkt: 9:0
3.Barnaverndarnefnd, beiðni um lausn frá störfum
2112118
Erindi formanns barnaverndarnefndar dags. 13. desember 2021 um lausn frá störfum.
RBS víkur af fundi undir þessum lið. Engin fundarmanna gerir athugasemdir við ákvörðun RBS.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi lausnarbeiðni.
Samþykkt 8:0
RBS tekur sæti á fundinum á ný.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi lausnarbeiðni.
Samþykkt 8:0
RBS tekur sæti á fundinum á ný.
4.Barnaverndarnefnd, skipan formanns barnaverndarnefndar
2112119
Skipan formanns í barnaverndarnefnd.
Tillaga er gerð um skipan Tryggva Bjarnasonar sem formanns barnaverndarnefndar Akraness.
Samþykkt: 9:0
Samþykkt: 9:0
5.Menningarstefna Vesturlands 2021-2025
2103033
Menningar- og safnanefnd samþykkir menningarstefnu Vesturlands sem tekur til tímabilsins 2021 til og með 2024 og vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir menningarstefnu Vesturlands vegna tímabilsins 2021 til og með 2024.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
6.Reglur 2022 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega
2111097
Reglur um afslátt fasteignagjalda eldri borgara og öryrkja 2022.
Tillaga deildarstjóra fjármála um afsláttarreglur fasteignagjalda eldri borgara og öryrkja á árinu 2022.
Bæjarráð samþykkti reglur Akraneskaupstaðar um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja á árinu 2022 og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Tillaga deildarstjóra fjármála um afsláttarreglur fasteignagjalda eldri borgara og öryrkja á árinu 2022.
Bæjarráð samþykkti reglur Akraneskaupstaðar um afslátt af fasteignagjöldum eldri borgara og öryrkja á árinu 2022 og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur Akraneskaupstaðar um afslátt af fasteignagjöldum till elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2022.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
7.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
2110005
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsæðis á landsbyggðinni.
Bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar Akraness.
Umræðu og afgreiðslu málsins frestað á fundi bæjarstjórnar þann 9. nóvember síðastliðinn.
Bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar Akraness.
Umræðu og afgreiðslu málsins frestað á fundi bæjarstjórnar þann 9. nóvember síðastliðinn.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrir sitt leyti að stofnað verði sérstök hússnæðissjálfseignarstofnun hses. sem starfi á landbyggðinni með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðisins og vaxtarsvæða.
Bæjarstjórn Akraness telur mikilvægt að halda því til haga að stofnframlagsverkefnum höfuðborgarsvæðisins og vaxtarsvæða annars vegar og svo landsbyggðar hins vegar verði ekki í samkeppni um fjármagn sem ríkisvaldið leggur til málefnisins.
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn Akraness telur mikilvægt að halda því til haga að stofnframlagsverkefnum höfuðborgarsvæðisins og vaxtarsvæða annars vegar og svo landsbyggðar hins vegar verði ekki í samkeppni um fjármagn sem ríkisvaldið leggur til málefnisins.
Samþykkt 9:0
8.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða
1910114
Bæjarráð samþykkir breyttar reglur um úthlutun lóða og vísar þeim til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Breytingin felst í að skapa rými í reglunum til að bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, geti samþykkt að endurúthlutun lóða sem skilað hefur verið, fari einnig fram með útdrætti samkvæmt nánari útfærslu sem ákveðin yrði í bæjarráði og kynnt yrði ítarlega á heimasíðu Akraneskaupstaðar í umsóknarferli viðkomandi lóðar.
Breytingin felst í að skapa rými í reglunum til að bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, geti samþykkt að endurúthlutun lóða sem skilað hefur verið, fari einnig fram með útdrætti samkvæmt nánari útfærslu sem ákveðin yrði í bæjarráði og kynnt yrði ítarlega á heimasíðu Akraneskaupstaðar í umsóknarferli viðkomandi lóðar.
Til máls tók: EBr.
Forseti gerir tillögu um að málinu verði vísað frá og að unnin verði ný og skýrari tillaga um breytingar á úthlutunarreglum lóða.
Samþykkt 9:0
Forseti gerir tillögu um að málinu verði vísað frá og að unnin verði ný og skýrari tillaga um breytingar á úthlutunarreglum lóða.
Samþykkt 9:0
9.Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu (SHS) - uppsögn á samningi um gagnkvæma aðstoð vegna útkalla
2012120
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember síðastliðinn að leggja til við bæjarráð að samþykkja fyrirliggjandi samstarfssamninga við SHS, sem lúta að mengunaróhöppum og gagnkvæmri aðstoð. Samningarnir taka við af eldri samningum um sama efni.
Bæjarráð samþykkti samstarfssamningana á fundi sínum 25. nóvember síðastliðinn og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarráð samþykkti samstarfssamningana á fundi sínum 25. nóvember síðastliðinn og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir samstarfsamninga Slökkviliðs Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins en um er að ræða samning um mengunaróhöpp annars vegar og samning um gagnkvæma aðstoð hins vegar.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
10.Höfði - endurnýjun 1. áfangi
2112057
Niðurstöður útboða varðandi verkefnið "Endurnýjun á 1. áfanga á Höfða".
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. desember síðastliðinn að veita heimild til að taka tilboði lægsbjóðanda sem felur í sér 41, m.kr. hækkun miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun verkefnisins.
Bæjarráð samþykkti að gert verði ráð fyrir viðbótarútgjöldum sem af þessu hlýst í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar, samtals að fjárhæð kr. 33,1 m.kr., sem samkvæmt tímaáætlun verkefnisins er fyrihugað að ráðast í á árinu 2023. Verður útfært nánar í fjárhagsáætlunargerð á árinu 2023.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. desember síðastliðinn að veita heimild til að taka tilboði lægsbjóðanda sem felur í sér 41, m.kr. hækkun miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun verkefnisins.
Bæjarráð samþykkti að gert verði ráð fyrir viðbótarútgjöldum sem af þessu hlýst í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar, samtals að fjárhæð kr. 33,1 m.kr., sem samkvæmt tímaáætlun verkefnisins er fyrihugað að ráðast í á árinu 2023. Verður útfært nánar í fjárhagsáætlunargerð á árinu 2023.
Til máls tók: ELA
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2023 verði gert ráð ráð fyrir viðbótarútgjöldum samtals að fjárhæð kr. 33,1 vegna fyrirhugaðra endurbóta á Höfða.
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2023 verði gert ráð ráð fyrir viðbótarútgjöldum samtals að fjárhæð kr. 33,1 vegna fyrirhugaðra endurbóta á Höfða.
Samþykkt 9:0
11.Reynigrund 45 - umsókn um byggingarleyfi, grenndarkynning
2011121
Umsókn um byggingarleyfi, breyting felur í sér að sett verður valmaþak á húsið, hæð húss breytist úr 3,6 m í 5,02 m. Kennileiti húss verða einnig brotin af.
Byggingarleyfið var grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2021. Grenndarkynnt var frá 19. október til og með 16. nóvember.
Engar athugasemdir bárust, fjórir aðilar sendu inn samþykki sitt fyrir framkvæmdinni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði heimilað á grunni fyrirliggjandi grenndarkynningar.
Byggingarleyfið var grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2021. Grenndarkynnt var frá 19. október til og með 16. nóvember.
Engar athugasemdir bárust, fjórir aðilar sendu inn samþykki sitt fyrir framkvæmdinni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að byggingarleyfi verði heimilað á grunni fyrirliggjandi grenndarkynningar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir veitingu byggingarleyfis vegna fyrirhugaðrar breytingar á Reynigund 45 sem felur í sér að sett verði valmaþak á húsið og það hækkað um 1,42 m (úr 3,6 m í 5,02 m).
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
12.ÍA - rekstur, samskipti og samningur
1908011
Samningur Akraneskaupstaðar og ÍA.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9 desember síðastliðinn að heildarframlag til ÍA árið 2022 verði kr. 45,0 m.kr. í stað 39,6 m.kr. framlags í núverandi samningi en framlagið var 20,0 m.kr. á árinu 2019. Þetta framlag kemur til viðbótar við "Tómstundaframlag" til að auðvelda þátttöku barna og ungmenna í félags- og íþróttastarfi og til stuðnings fjölskyldum á Akranesi en er greitt til íþrótta- og frístundafélaga.
Jafnframt samþykkti bæjarráð að framlag ársins 2022 verði verðbætt samkvæmt neysluverðsvísitölu til verðtryggingar fyrir hvert ár til og með ársins 2026 og í samræmi við fjölgun íbúa á hverju ári. Fyrsta hækkun framlagsins kemur því fram árið 2023 og síðasta hækkunin í fjárhagsááætlun árið 2025 vegna ársins 2026. Útreikningar framlagsins skuli miðaðir við vísitölu janúarmánaðar ár hvert.
Bæjarráð samþykkti að ganga frá samkomulagi við ÍA þar sem Akraneskaupstaður tekur yfir rekstur líkamsræktarsalar og eignarhaldi ÍA á þeirra hlut í mannvirkjum á Jaðarsbökkum. Árlegt framlag til ÍA vegna þessa skal vera 15 milljónir króna á fimm ára tímabili og taka hækkunum samkvæmt neysluverðsvísitölu til verðtryggingar á hverju ári. Fyrsta hækkun framlagsins kemur fram árið 2023 og síðasta hækkunin í fjárhagsááætlun árið 2025 vegna ársins 2026.
Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi til fimm ára um framangreint og koma með til bæjaráðs á ný til samþykktar.
Bæjarráð vísaði erindinu til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 9 desember síðastliðinn að heildarframlag til ÍA árið 2022 verði kr. 45,0 m.kr. í stað 39,6 m.kr. framlags í núverandi samningi en framlagið var 20,0 m.kr. á árinu 2019. Þetta framlag kemur til viðbótar við "Tómstundaframlag" til að auðvelda þátttöku barna og ungmenna í félags- og íþróttastarfi og til stuðnings fjölskyldum á Akranesi en er greitt til íþrótta- og frístundafélaga.
Jafnframt samþykkti bæjarráð að framlag ársins 2022 verði verðbætt samkvæmt neysluverðsvísitölu til verðtryggingar fyrir hvert ár til og með ársins 2026 og í samræmi við fjölgun íbúa á hverju ári. Fyrsta hækkun framlagsins kemur því fram árið 2023 og síðasta hækkunin í fjárhagsááætlun árið 2025 vegna ársins 2026. Útreikningar framlagsins skuli miðaðir við vísitölu janúarmánaðar ár hvert.
Bæjarráð samþykkti að ganga frá samkomulagi við ÍA þar sem Akraneskaupstaður tekur yfir rekstur líkamsræktarsalar og eignarhaldi ÍA á þeirra hlut í mannvirkjum á Jaðarsbökkum. Árlegt framlag til ÍA vegna þessa skal vera 15 milljónir króna á fimm ára tímabili og taka hækkunum samkvæmt neysluverðsvísitölu til verðtryggingar á hverju ári. Fyrsta hækkun framlagsins kemur fram árið 2023 og síðasta hækkunin í fjárhagsááætlun árið 2025 vegna ársins 2026.
Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi til fimm ára um framangreint og koma með til bæjaráðs á ný til samþykktar.
Bæjarráð vísaði erindinu til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
RÓ sem víkur af fundi undir þessum lið. Engin fundarmanna gerir athugasemdir við ákvörðun RÓ.
SMS, forseti, EBr, SMS, KHS,
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að heildarframlag Akraneskaupstaðar til ÍA árið 2022 verði 45,0 m.kr. og að framlagið verði verðbætt samkvæmt neysluverðsvísitölu til verðtryggingar fyrir hvert ár til og með ársins 2026 og í samræmi við fjölgu íbúa á hverju ári. Fyrsta hækkun kemur því fram árið 2023 og síðasta hækkunin í fjárhagsáætlun 2025 vegna ársins 2026. Útreikningar framlagsins skulu miðaðir við vísitölu janúarmánaðar ár hvert.
Samþykkt 8:0
Bæjastjórn Akraness samþykktir að ganga frá samkomulagi við ÍA þar sem Akraneskaupstaður tekur yfir rekstur líkamsræktarsalar og eignarhaldi ÍA á þeirra hlut í mannvirkjum á Jaðarsbökkum. Árlegt framlag Akraneskaupstaðar til ÍA vegna þessa skal vera 15 milljónir króna á fimm ára tímabili og taka hækkunum samkvæmt neysluverðsvísitölu til verðtryggingar á hverju ári. Fyrsta hækkun framlagsins kemur fram árið 2023 og síðasta hækkunin í fjárhagsááætlun árið 2025 vegna ársins 2026.
Samþykkt 8:0
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við ÍA um framangreind framlög og önnur nauðsynlegt efnisatriði samningsaðila.
Samþykkt 8:0
RÓ tekur sæti á fundinum á ný.
RÓ sem víkur af fundi undir þessum lið. Engin fundarmanna gerir athugasemdir við ákvörðun RÓ.
SMS, forseti, EBr, SMS, KHS,
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að heildarframlag Akraneskaupstaðar til ÍA árið 2022 verði 45,0 m.kr. og að framlagið verði verðbætt samkvæmt neysluverðsvísitölu til verðtryggingar fyrir hvert ár til og með ársins 2026 og í samræmi við fjölgu íbúa á hverju ári. Fyrsta hækkun kemur því fram árið 2023 og síðasta hækkunin í fjárhagsáætlun 2025 vegna ársins 2026. Útreikningar framlagsins skulu miðaðir við vísitölu janúarmánaðar ár hvert.
Samþykkt 8:0
Bæjastjórn Akraness samþykktir að ganga frá samkomulagi við ÍA þar sem Akraneskaupstaður tekur yfir rekstur líkamsræktarsalar og eignarhaldi ÍA á þeirra hlut í mannvirkjum á Jaðarsbökkum. Árlegt framlag Akraneskaupstaðar til ÍA vegna þessa skal vera 15 milljónir króna á fimm ára tímabili og taka hækkunum samkvæmt neysluverðsvísitölu til verðtryggingar á hverju ári. Fyrsta hækkun framlagsins kemur fram árið 2023 og síðasta hækkunin í fjárhagsááætlun árið 2025 vegna ársins 2026.
Samþykkt 8:0
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við ÍA um framangreind framlög og önnur nauðsynlegt efnisatriði samningsaðila.
Samþykkt 8:0
RÓ tekur sæti á fundinum á ný.
13.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8
2112081
Uppbygging Samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 - fjárfestingaráform.
Foseti gerir tillögu um að liðir nr. 13 og 14 séu teknir til umræðu saman og að umræðan færð til bókar undir máli nr. 13.
Samþykkt 9:0
Til máls tóku:
BD sem víkur af fundi undir þessum lið. Engin fundarmanna gerir athugasemdir við ákvörðun BD.
SFÞ og forseti sem ber upp eftirfarandi ályktun bæjarstjórnar Akraness:
Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir ánægju sinni með þá órofa samstöðu sem náðst hefur meðal kjörinna fulltrúa um uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar í nýju húsnæði að Dalbraut 8. Samfélagsmiðstöðin mun hýsa starfsemi Fjöliðjunnar, Endurhæfingarhússins HVER ásamt Félagsmiðstöðinni Þorpinu, frístundastarfi fyrir börn og ungmenni.
Ákvörðunin byggir á hugmyndafræði um samfélag án aðgreiningar og ítarlegri sviðsmyndagreiningu allra fagsviða Akaneskaupstaðar sem leiðir meðal annars i ljós að:
Húsnæðisþörf verður uppfyllt.
Hið nýja húsnæði að Dalbraut 8 er á stórri og skemmtilegri lóð í hjarta bæjarins og mun uppfylla núverandi- og framtíðarþörf á húsnæði fyrir starfsemina ásamt því að bjóða upp á aukinn sveigjanleika til að takast á við ný verkefni og áskoranir í vaxandi bæjarfélagi. Hverri starfsemi er ætlað sitt sérrrými en mikil tækifæri eru engu að síður í samnýtingu húsnæðis með tilheyrandi fjárhagslegu hagræði. Þá gefur stór trjágarður á lóðinni ýmis tækifæri til útiveru og hagnýtingar s.s. matjurtaræktun.
Tækifæri verða til bættrar þjónustu.
Með samfélagsmiðstöð gefst tækifæri til að sameina í einu húsi þá starfsemi sem í dag dreifist á marga staði. Það skapar tækifæri til aukins þekkingarflæðis milli starfsmanna og starfsstöðva sem án efa mun skila sér í bættri þjónustu fyrir alla hópa. Samhliða samfélagsmiðstöð er hægt að byggja upp þjónustu og tækifæri til frístundastarfs fyrir hinn almenna borgara. Byggja upp miðstöð sem endurspeglar og fangar margbreytileikanum í samfélaginu, starfar í anda samfélags án aðgreiningar í víðum skilningi og eykur möguleika íbúa á fjölbreytni í tengslamyndun og samfélagslegri þátttöku.
Hraðari uppbygging.
Ákvörðun um uppbyggingu á samfélagsmiðstöð gerir ráð fyrir að hægt verði að hefja þar starfsemi árið 2024 sem gefur tækifæri til að flýta um mörg ár áformum um uppbyggingu á aðstöðu fyrir frístundastarf barna og ungmenna og starfsemi Endurhæfingarhússins HVER en fyrirsjáanlegt er að uppbyggingu á húsnæði fyrir starfsemi Fjöliðjunnar mun seinka um eitt ár. Unnið er að því hörðum höndum að finna hæfingarhluta fjöliðjunnar hentugan stað þar til húsnæðið á Dalbraut 8 verður tilbúið.
Fjárhagslegur ávinningur til lengri tíma.
Uppbygging samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 mun hafa í för með sér aukna fjárfestingu Akraneskaupstaðar til skemmri tíma en ef horft er til lengri tíma mun þessi uppbygging verða fjárhagslega hagkvæmari en aðrir valkostir sem skoðaðir voru.
Bæjarstjórn Akraness leggur mikla áherslu á að uppbygging samfélagsmiðstöðvar verði í forgangi á næstu árum. Gert er ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2022-2025 og þegar er hafin vinna við breytingar á skipulagi Dalbrautarreits til samræmis við uppbyggingaráform.
Það er einlæg sannfæring bæjarstjórnar Akraness að með uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 sé stigið heillaskref fyrir starfsemi Fjöliðjunnar, Endurhæfingarhússins HVER og frístundastarf barna og ungmenna til lengri framtíðar sem jafnframt muni hafa jákvæð áhrif á allt mannlíf á Akranesi.
Valgarður L. Jónsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Bára Daðadóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Bæjarstjórn samþykkir uppbyggingu Samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 og að gert verði ráð fyrir uppbyggingaráformum í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2022 og vegna tímabilsins 2023 til og með 2025.
Samþykkt 8:0
Samþykkt 9:0
Til máls tóku:
BD sem víkur af fundi undir þessum lið. Engin fundarmanna gerir athugasemdir við ákvörðun BD.
SFÞ og forseti sem ber upp eftirfarandi ályktun bæjarstjórnar Akraness:
Bæjarstjórn Akraness lýsir yfir ánægju sinni með þá órofa samstöðu sem náðst hefur meðal kjörinna fulltrúa um uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar í nýju húsnæði að Dalbraut 8. Samfélagsmiðstöðin mun hýsa starfsemi Fjöliðjunnar, Endurhæfingarhússins HVER ásamt Félagsmiðstöðinni Þorpinu, frístundastarfi fyrir börn og ungmenni.
Ákvörðunin byggir á hugmyndafræði um samfélag án aðgreiningar og ítarlegri sviðsmyndagreiningu allra fagsviða Akaneskaupstaðar sem leiðir meðal annars i ljós að:
Húsnæðisþörf verður uppfyllt.
Hið nýja húsnæði að Dalbraut 8 er á stórri og skemmtilegri lóð í hjarta bæjarins og mun uppfylla núverandi- og framtíðarþörf á húsnæði fyrir starfsemina ásamt því að bjóða upp á aukinn sveigjanleika til að takast á við ný verkefni og áskoranir í vaxandi bæjarfélagi. Hverri starfsemi er ætlað sitt sérrrými en mikil tækifæri eru engu að síður í samnýtingu húsnæðis með tilheyrandi fjárhagslegu hagræði. Þá gefur stór trjágarður á lóðinni ýmis tækifæri til útiveru og hagnýtingar s.s. matjurtaræktun.
Tækifæri verða til bættrar þjónustu.
Með samfélagsmiðstöð gefst tækifæri til að sameina í einu húsi þá starfsemi sem í dag dreifist á marga staði. Það skapar tækifæri til aukins þekkingarflæðis milli starfsmanna og starfsstöðva sem án efa mun skila sér í bættri þjónustu fyrir alla hópa. Samhliða samfélagsmiðstöð er hægt að byggja upp þjónustu og tækifæri til frístundastarfs fyrir hinn almenna borgara. Byggja upp miðstöð sem endurspeglar og fangar margbreytileikanum í samfélaginu, starfar í anda samfélags án aðgreiningar í víðum skilningi og eykur möguleika íbúa á fjölbreytni í tengslamyndun og samfélagslegri þátttöku.
Hraðari uppbygging.
Ákvörðun um uppbyggingu á samfélagsmiðstöð gerir ráð fyrir að hægt verði að hefja þar starfsemi árið 2024 sem gefur tækifæri til að flýta um mörg ár áformum um uppbyggingu á aðstöðu fyrir frístundastarf barna og ungmenna og starfsemi Endurhæfingarhússins HVER en fyrirsjáanlegt er að uppbyggingu á húsnæði fyrir starfsemi Fjöliðjunnar mun seinka um eitt ár. Unnið er að því hörðum höndum að finna hæfingarhluta fjöliðjunnar hentugan stað þar til húsnæðið á Dalbraut 8 verður tilbúið.
Fjárhagslegur ávinningur til lengri tíma.
Uppbygging samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 mun hafa í för með sér aukna fjárfestingu Akraneskaupstaðar til skemmri tíma en ef horft er til lengri tíma mun þessi uppbygging verða fjárhagslega hagkvæmari en aðrir valkostir sem skoðaðir voru.
Bæjarstjórn Akraness leggur mikla áherslu á að uppbygging samfélagsmiðstöðvar verði í forgangi á næstu árum. Gert er ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2022-2025 og þegar er hafin vinna við breytingar á skipulagi Dalbrautarreits til samræmis við uppbyggingaráform.
Það er einlæg sannfæring bæjarstjórnar Akraness að með uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 sé stigið heillaskref fyrir starfsemi Fjöliðjunnar, Endurhæfingarhússins HVER og frístundastarf barna og ungmenna til lengri framtíðar sem jafnframt muni hafa jákvæð áhrif á allt mannlíf á Akranesi.
Valgarður L. Jónsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Bára Daðadóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)
Bæjarstjórn samþykkir uppbyggingu Samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 og að gert verði ráð fyrir uppbyggingaráformum í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2022 og vegna tímabilsins 2023 til og með 2025.
Samþykkt 8:0
14.Áhaldahús og endurvinnsla Fjöliðjunnar
2112083
Uppbygging á nýju áhaldahúsi og aðstöðu vegna endurvinnslu Fjöliðjunnar - fjárfestingaráform.
Bæjarstjórn samþykkir uppbyggingu á nýju áhaldahúsi og aðstöðu vegna endurvinnslu Fjöliðjunnar og að gert verði ráð fyrir uppbyggingaráformum í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2022 og vegna tímabilsins 2023 til og með 2025. Endanlegt staðsetning verður ákveðin eins skjótt og mögulegt er á árinu 2022.
Samþykkt 8:0
BD tekur sæti á fundinum á ný.
Samþykkt 8:0
BD tekur sæti á fundinum á ný.
15.Höfði - fjárhagsáætlun 2022 - 2025
2110153
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 9. nóvember 2021 að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 til og með 2025 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 14. desember næstkomandi.
Forseti gerir tillögu um að mál nr. 15, nr. 16 og nr. 17 verði tekin til umræðu saman. Gerð verði grein fyrir framvindu fundarins varðandi afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar undir dagskrárlið nr. 17 en einnig fært sérstaklega til bókar atkvæðagreiðsla á fjárhagsáætlun Höfða undir lið nr. 15 og fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun undir lið nr. 16.
Ekki var hreyft við andmælum við tillögu forseta.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2022 og þriggja árá áætlun vegna tímabilsins 2023 til og með 2025.
Samþykkt 9:0
Ekki var hreyft við andmælum við tillögu forseta.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2022 og þriggja árá áætlun vegna tímabilsins 2023 til og með 2025.
Samþykkt 9:0
16.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2022-2025
2010230
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 9. nóvember síðastliðinn að vísa fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 til og með 2025 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 14. desember næstkomandi.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 til og með 2025.
Samþykkt 9:0
Samþykkt 9:0
17.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025
2106179
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 9. nóvember síðstliðinn að vísa fjáhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 til og með 2025, ásamt meðfylgjandi tillögum, til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 14. desember næstkomandi.
Til máls tóku:
SFÞ sem gerir grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna sem og helstu forsendum fjárhasgsáætlunarinnar.
ELA,EBr og RÓ sem leggur fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna framkominni fjárhagsáætlun sem og fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun. Milli umræðna hafa orðið jákvæðar breytingar á fyrirliggjandi áætlunum og því munu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja framlagðar áætlanir.
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun tekur á stórum sem smáum verkefnum sem sum hver færast á milli ára en nauðsynlegt er að fylgja þeim vel eftir og klára þau með myndarbrag. Þetta eru verkefni á borð við leikskóla í Skógarhverfi, endurbætur á Grundaskóla sem og öðrum stofnunum bæjarins, uppbygging íþróttamiðstöðvar á Jarðarsbökkum og fleiri góð verkefni.
Undirbúningur og vinna við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun hefur einkennst af mikilli samvinnu í fagráðum og bæjarstjórn. Málefni sem áður voru ágreiningsmál hafa þroskast í samtali bæjarfulltrúa og leitt af sér hugmyndir sem eru bæjarfélaginu til mikils sóma og sýnir metnaðarfulla framtíðarsýn. Niðurstaða bæjarstjórnar um uppbyggingu Samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 er gott dæmi um víðsýni og góða samvinnu í bæjarstjórn.
Þá hefur verið fallið frá uppbyggingu íbúðakjarna í Jörundarholti og bæjarstjórn einsett sér það verkefni að finna kjarnanum nýja staðsetningu í sátt við samfélagið og þá sem málið varðar.
Í vinnu við fjárhagsáætlun var horft til þeirra athugasemda sem liggja nú fyrir í úttekt KPMG á rekstri Akraneskaupstaðar. Þeirri vinnu er ekki lokið en ljóst er að verkefni bæjarstjórnar á komandi misserum eru krefjandi, sérstaklega er nauðsynlegt að ná utan um háan launakostnað sem og að kortleggja málaflokk velferðar- og mannréttindamála.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur einnig áherslu á að flýta hönnun á nýjum leikskóla sem staðsettur verður í eldri hluta bæjarins. Mikilvægt er að mæta þeirri miklu fjölgun sem við sjáum í sveitarfélaginu með góðri þjónustu, ekki síst við ungt fólk.
Markmið bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru skýr og er ánægjulegt að sjá þau í þeirri fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sem lög er fram til samþykktar í dag.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)"
Frh. umræðu:
KHS sem leggur fram eftirfarandi bókun fulltrúa Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra:
"Sú fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram til seinni umræðu inniheldur skýra framtíðarsýn. Framtíðarsýnin er uppbygging og sóknarfæri sem byggð eru upp á ábyrgri fjármálastjórn og traustum rekstri. Á undanförnum tveimur árum hefur samdráttur átt sér stað í samfélaginu en þrátt fyrir það hefur Akraneskaupstaður skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu á árinu 2020 og útkomuspá ársins 2021 gerir ráð fyrir vaxandi rekstrarhagnaði.
Í fjárhagsáætlun ársins 2022 sem nú er lögð fram til seinni umræðu er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma A- hluta bæjarsjóðs verði jákvæð um tæpar 225 milljónir króna og að rekstrarafkoma A- og B- hluta verði jákvæð um samtals rúmar 213 milljónir króna.
Á undanförnum misserum hefur Akraneskaupstaður snúið áskorunum í sóknarfæri. Ráðist hefur verið í umfangsmiklar viðspyrnuaðgerðir sem hafa skapað hér störf. Í úttekt KPMG kom fram að tekjur á hvern íbúa hér á Akranesi hafa hækkað og að Akraneskaupstaður sé orðið iðnaðarsamfélag með hærri tekjur nú en áður á hvern íbúa, sem er afar jákvæð þróun.
Vissulega eru vísbendingar á lofti um að launakostnaður hafi farið vaxandi á undanförnum árum hér á Akranesi eins og hjá öðrum sveitarfélögum. Stöðugildum hefur fjölgað einkum í félagsþjónustu og í fræðslu- og uppeldismálum. Skýr merki eru um að kostnaður við félagsþjónustu, sértæk búsetuúrræði og málefni fatlaðra hafi verið að aukast og framlög frá Jöfnunarsjóði séu ekki í takt við þá þróun. Þetta er verkefni sem er í skoðun og nauðsynlegt er að herja áfram á ríkisvaldið að greiða til okkar rétt framlag.
En við erum í sókn. Á undanförnu ári hefur þjónustumiðstöð við Dalbraut 4 verið kláruð, framkvæmdir við nýjan leikskóla farið í gang, stórfelldar endurbætur á Grundaskóla settar á fullt, skólalóðir grunnskólanna fengið nauðsynlegar endurbætur, spennandi atvinnutækifæri í Flóahverfi sett af stað, frábær þróun í gangi á Breiðinni nýsköpunarsetri og í kringum síðustu fjárhagsáætlunargerð opnaði fyrsti búsetukjarni fyrir fatlaða í Skógarhverfi en slík búsetuúrræði höfðu ekki verið byggð hér á Akranesi í nokkra áratugi.
Og sóknin heldur áfram. Aldrei hefur jafn miklu fjármagni verið veitt til fjárfestinga- og framkvæmda og vegna öflugrar fjármálastjórnar er hægt að ráðast í þessar umfangsmiklu framkvæmdir.
Á næsta ári ætlum við að klára byggingu á nýjum leikskóla í Skógarhverfi, við ætlum í stórfelldar endurbætur á grunnskólunum okkar og íþróttamannvirkjunum við Vesturgötu. Höldum áfram með uppbyggingu á nýjum íþróttamannvirkjum á Jaðarsbökkum og hefjum byggingu á nýjum íbúðakjarna fyrir fatlaða. Við ætlum að byggja samfélagsmiðstöð þar sem aðstaða verður fyrir fjölbreytta þjónustu á vegum bæjarfélagsins, m.a. fyrir Fjöliðjuna. Við ætlum að byggja nýtt áhaldahús með aðstöðu fyrir dósamóttöku og halda áfram að endurbæta skólalóðir grunn- og leikskóla. Auk þessa verður farið í úthlutun lóða í Skógarhverfi 3C og 5 og unnið að verulegum framkvæmdum í gatnagerð í Skógarhverfi og Flóahverfi, ásamt viðhaldi eldri gatna.
Þessi framtíðarsýn er í samræmi við þá ímynd sem við viljum skapa sem er að laða nýja íbúa og ný fyrirtæki hingað á Akranes. Vinna með þá staðreynd að það er stutt hingað á Akranes frá höfuðborgarsvæðinu en það er einmitt það sem markaðherferð okkar mun byggjast upp á, á nýja árinu. Sú ákvörðun bæjarstjórnar að hækka ekki álagningaprósentu fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði en verja um leið grunnstoðir samfélagsins er mikilvægur þáttur í þeirri framtíðarsýn.
Hér við seinni umræðu fjárhagsáætlunar þökkum við, bæjarfulltrúar meirihlutans. bæjarfulltrúum minnihlutans fyrir gott samstarf í ráðum og nefndum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 og þriggja ára áætlunar 2023 - 2025.
Jafnframt þökkum við bæjarstjóra og embættismönnum bæjarins fyrir afar gott samstarf og þeirra mikla vinnuframlag við þessa fjárhagsáætlunargerð sem nú er lokið.
Með von um áframhaldandi gott samstarf á nýja árinu.
Valgarður L. Jónsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Bára Daðadóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)"
Ekki frekari umræða og gengið til atkvæðagreiðslu.
Forseti ber upp eftirfarandi tillögur:
1. Álagning gjalda 2022.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteignagjalda og lóðaleigu á árinu 2022:
a. Álagt útsvar verði 14,52% vegna launa ársins 2022.
Samþykkt 9:0
b. Álagningarprósentur vegna fasteignaskatts verða óbreyttar frá fyrra ári (2021) og verða eftirfarandi á árinu 2022:
i. 0,2514% af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt 9:0
ii. 1,3200% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt 9:0
iii. 1,400% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt 9:0
c. Sorphreinsunargjald verði kr. 19.256 fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp)(óbreytt á milli ára). Sorpeyðingargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 16.422 miðað við tvær tunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp)(óbreytt á milli ára).
Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Samþykkt 9:0
d. Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verði 1,199% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 0,3034% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og verði innheimt með fasteignagjöldum.
Samþykkt 9:0
e. Lóðarleiga af eldri lóðum (samningar dagsettir fyrir 1. janúar 2004) sem lögð er á hvern fermetra (m2) lóðar tekur viðmið af breytingum sem verða á byggingarvísitölu.
Samþykkt 9:0
f. Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2022 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.
Heildargjöld sem nema lægri fjárhæð en kr. 25.000 innheimtast með einum gjalddaga á ári, þann 15. apríl 2022.
Samþykkt 9:0
g. Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2022, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Samþykkt 9:0
2. Þjónustugjaldskrár 2022.
Samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar Akraness hækka þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar 1. janúar ár hvert í samræmi við áætlaða hækkun vísitölu neysluverðs samkvæmt forsendum fjárhagsáætlunar sem byggir á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. júní síðastliðnum. Heimilt er með sérstækri ákvörðun að víkja frá hinni almennu hækkun.
Samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar Akraness hækka þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar 1. janúar ár hvert í samræmi við áætlaða hækkun vísitölu neysluverðs samkvæmt forsendum fjárhagsáætlunar sem byggir á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Heimilt er með sérstækri ákvörðun að víkja frá hinni almennu hækkun.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar hækki um 3,5% þann 1. janúar 2022 nema annað sé sérstaklega tilgreint í viðkomandi gjaldskrá.
Með vísan til framangreinds samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi gjaldskrár vegna ársins 2022:
1. Gjaldskrá leikskóla (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
2. Gjaldskrá vegna skólamáltíða (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
3. Gjaldskrá frístundar (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
4. Gjaldskrá dagstarfs (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
5. Gjaldskrá Tónlistarskóla Akraness (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
6. Gjaldskrá íþróttamannvirkja (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%, einstaka gjaldaliðum breytt og nýjum gjaldaliðum sem vantaði bætt inn)
Samþykkt 9:0
7. Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu og heimsendingu matar (einstaka liðir taka meiri hækkun en sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
8. Gjaldskrá Bókasafns Akraness (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
9. Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Akraness (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
10. Gjaldskrá Ljósmyndasafns Akraness (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
11. Gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
12. Gjaldskrá um hundahald á Akranesi (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5% og afsláttarkjör vegna námskeiðs forráðamanns hækkuð í 50%)
Samþykkt 9:0
13. Gjaldskrá um kattahald á Akranesi (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
14. Gjaldskrá Akranesvita (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
15. Gjaldskrá Tjaldsvæðisins á Akranesi (sértæk ákvörðun í samvinnu við þjónustuveitanda)
Samþykkt 9:0
16. Gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar á Akranesi (óbreytt á milli ára)
Samþykkt 9:0
3. Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2022.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 2.153 m.kr. vegna ýmissa fjárfestinga og framkvæmda á árinu 2022 en þar af eru um 800 m.kr. vegna verkefna sem færast frá árinu 2021 yfir á árið 2022. Við framsetningu fjárhæðarinnar hefur verið tekið tilliti til tekna. Stærstu verkefnin sem færast á milli ára eru uppbygging Fjöliðjunnar, uppbygging íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum og bygging nýs leikskóla í Skógarhverfi.
Samþykkt 9:0
Helstu einstöku þættir fjárfestinga eru eftirfarandi:
a. Nýframkvæmdir/endurnýjun í gatnagerð, stígum og stofnanalóðum. Helstu fjárfestingar eru nýframkvæmdir gatna sem felast í að klára götur í Skógahverfi 3A, byrjað á gatnaframkvæmdum í Skógahverfi 3C, Flóahverfi og innan Sementsreits. Haldið áfram við endurgerð gatna þ.m.t. Garðagrund sem og við endurgerð grunnskólalóða. Heildarfjárfesting að teknu tilliti til tekna er 244,5 m.kr.
b. Fasteignir, stærri verkefni, samtals að fjárhæð 169,7 m.kr. Helstu verkefnin eru fjölnotabygging á Fjöliðju, Virk og Þorpinu, áhaldahúsi ásamt dósamóttöku og haldið áfram í breytingum í Brekkubæjarskóla.
c. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar, samtals að fjárhæð 1.563 m.kr. að teknu tilliti frádráttar vegna endurgreiðslu virðisauka. Stærstu einstöku verkefnin eru að klára byggingu nýs leikskóla í Skógarhverfi, fyrsti áfangi í uppbyggingu íþróttamannvirkja Jaðarsbakka og endurnýjun á C álmu í Grundaskóla.
d. Uppbygging nýrra svæða, samtals að fjárhæð um 10 m.kr. en um er að ræða framkvæmdir á svonefndum Dalbrautarreit.
e. Aðrar framkvæmdir og kaup á stofnbúnaði, samtals að fjárhæð um 121,8 m.kr. Helstu verkefni eru kaup á körfubíl fyrir slökkviliðið, endurnýjun á tölvubúnaði, grenndarstöðvar og kaldur pottur á Jaðarsbökkum.
4. Almennt og sérgreint viðhald fasteigna 2022.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 228 m.kr. til almenns og sérgreinds viðhalds í Aðalsjóði, Eignasjóði, Byggðasafninu og í Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf. á árinu 2022. Þar af eru aðgerðir sem tengjast rakavandamálum stofnana 65 m.kr.
Samþykkt 9:0
5. Útgjöld vegna starfsemi á skóla- og frístundasviði Akraneskaupstaðar
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 3.406 m.kr. króna vegna starfsemi á skóla- og frístundasviði á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
6. Útgjöld vegna starfsemi á velferðar- og mannréttindasviði Akraneskaupstaðar
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 1.571 m.kr. króna vegna starfsemi á velferðar- og mannréttindasviði á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
7. Útgjöld vegna starfsemi á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 76 m.kr. vegna starfsemi á skipulags- og umhverfissviði á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
8.Útgjöld vegna starfsemi sviði menningarmála hjá Akraneskaupstað
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 241 m.kr. vegna menningarstarfsemi á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
9. Útgjöld vegna starfsemi á sviði atvinnu- og ferðamála hjá Akraneskaupstað
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 54 m.kr. vegna starfsemi á sviði atvinnu- og ferðamála á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
10.Útgjöld vegna sameiginlegs kostnaðar hjá Akraneskaupstað
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 495 m.kr. vegna sameiginlegs kostnaðar á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
11. Stjórnmálasamtök á Akranesi 2022.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006 að ráðstafa 2,0 m.kr. til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi.
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 - 2025, ásamt tillögum.
Fjárhagsáætlun 2022 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðu A- og B- hluta Akraneskaupstaðar að fjárhæð um 213,8 m.kr. og að handbært fé í árslok verði um 1.124 m.kr.
Samþykkt 9:0
SFÞ sem gerir grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna sem og helstu forsendum fjárhasgsáætlunarinnar.
ELA,EBr og RÓ sem leggur fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna framkominni fjárhagsáætlun sem og fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun. Milli umræðna hafa orðið jákvæðar breytingar á fyrirliggjandi áætlunum og því munu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja framlagðar áætlanir.
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun tekur á stórum sem smáum verkefnum sem sum hver færast á milli ára en nauðsynlegt er að fylgja þeim vel eftir og klára þau með myndarbrag. Þetta eru verkefni á borð við leikskóla í Skógarhverfi, endurbætur á Grundaskóla sem og öðrum stofnunum bæjarins, uppbygging íþróttamiðstöðvar á Jarðarsbökkum og fleiri góð verkefni.
Undirbúningur og vinna við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun hefur einkennst af mikilli samvinnu í fagráðum og bæjarstjórn. Málefni sem áður voru ágreiningsmál hafa þroskast í samtali bæjarfulltrúa og leitt af sér hugmyndir sem eru bæjarfélaginu til mikils sóma og sýnir metnaðarfulla framtíðarsýn. Niðurstaða bæjarstjórnar um uppbyggingu Samfélagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 er gott dæmi um víðsýni og góða samvinnu í bæjarstjórn.
Þá hefur verið fallið frá uppbyggingu íbúðakjarna í Jörundarholti og bæjarstjórn einsett sér það verkefni að finna kjarnanum nýja staðsetningu í sátt við samfélagið og þá sem málið varðar.
Í vinnu við fjárhagsáætlun var horft til þeirra athugasemda sem liggja nú fyrir í úttekt KPMG á rekstri Akraneskaupstaðar. Þeirri vinnu er ekki lokið en ljóst er að verkefni bæjarstjórnar á komandi misserum eru krefjandi, sérstaklega er nauðsynlegt að ná utan um háan launakostnað sem og að kortleggja málaflokk velferðar- og mannréttindamála.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur einnig áherslu á að flýta hönnun á nýjum leikskóla sem staðsettur verður í eldri hluta bæjarins. Mikilvægt er að mæta þeirri miklu fjölgun sem við sjáum í sveitarfélaginu með góðri þjónustu, ekki síst við ungt fólk.
Markmið bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru skýr og er ánægjulegt að sjá þau í þeirri fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun sem lög er fram til samþykktar í dag.
Rakel Óskarsdóttir (sign)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir (sign)
Einar Brandsson (sign)
Ólafur Adolfsson (sign)"
Frh. umræðu:
KHS sem leggur fram eftirfarandi bókun fulltrúa Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra:
"Sú fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram til seinni umræðu inniheldur skýra framtíðarsýn. Framtíðarsýnin er uppbygging og sóknarfæri sem byggð eru upp á ábyrgri fjármálastjórn og traustum rekstri. Á undanförnum tveimur árum hefur samdráttur átt sér stað í samfélaginu en þrátt fyrir það hefur Akraneskaupstaður skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu á árinu 2020 og útkomuspá ársins 2021 gerir ráð fyrir vaxandi rekstrarhagnaði.
Í fjárhagsáætlun ársins 2022 sem nú er lögð fram til seinni umræðu er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma A- hluta bæjarsjóðs verði jákvæð um tæpar 225 milljónir króna og að rekstrarafkoma A- og B- hluta verði jákvæð um samtals rúmar 213 milljónir króna.
Á undanförnum misserum hefur Akraneskaupstaður snúið áskorunum í sóknarfæri. Ráðist hefur verið í umfangsmiklar viðspyrnuaðgerðir sem hafa skapað hér störf. Í úttekt KPMG kom fram að tekjur á hvern íbúa hér á Akranesi hafa hækkað og að Akraneskaupstaður sé orðið iðnaðarsamfélag með hærri tekjur nú en áður á hvern íbúa, sem er afar jákvæð þróun.
Vissulega eru vísbendingar á lofti um að launakostnaður hafi farið vaxandi á undanförnum árum hér á Akranesi eins og hjá öðrum sveitarfélögum. Stöðugildum hefur fjölgað einkum í félagsþjónustu og í fræðslu- og uppeldismálum. Skýr merki eru um að kostnaður við félagsþjónustu, sértæk búsetuúrræði og málefni fatlaðra hafi verið að aukast og framlög frá Jöfnunarsjóði séu ekki í takt við þá þróun. Þetta er verkefni sem er í skoðun og nauðsynlegt er að herja áfram á ríkisvaldið að greiða til okkar rétt framlag.
En við erum í sókn. Á undanförnu ári hefur þjónustumiðstöð við Dalbraut 4 verið kláruð, framkvæmdir við nýjan leikskóla farið í gang, stórfelldar endurbætur á Grundaskóla settar á fullt, skólalóðir grunnskólanna fengið nauðsynlegar endurbætur, spennandi atvinnutækifæri í Flóahverfi sett af stað, frábær þróun í gangi á Breiðinni nýsköpunarsetri og í kringum síðustu fjárhagsáætlunargerð opnaði fyrsti búsetukjarni fyrir fatlaða í Skógarhverfi en slík búsetuúrræði höfðu ekki verið byggð hér á Akranesi í nokkra áratugi.
Og sóknin heldur áfram. Aldrei hefur jafn miklu fjármagni verið veitt til fjárfestinga- og framkvæmda og vegna öflugrar fjármálastjórnar er hægt að ráðast í þessar umfangsmiklu framkvæmdir.
Á næsta ári ætlum við að klára byggingu á nýjum leikskóla í Skógarhverfi, við ætlum í stórfelldar endurbætur á grunnskólunum okkar og íþróttamannvirkjunum við Vesturgötu. Höldum áfram með uppbyggingu á nýjum íþróttamannvirkjum á Jaðarsbökkum og hefjum byggingu á nýjum íbúðakjarna fyrir fatlaða. Við ætlum að byggja samfélagsmiðstöð þar sem aðstaða verður fyrir fjölbreytta þjónustu á vegum bæjarfélagsins, m.a. fyrir Fjöliðjuna. Við ætlum að byggja nýtt áhaldahús með aðstöðu fyrir dósamóttöku og halda áfram að endurbæta skólalóðir grunn- og leikskóla. Auk þessa verður farið í úthlutun lóða í Skógarhverfi 3C og 5 og unnið að verulegum framkvæmdum í gatnagerð í Skógarhverfi og Flóahverfi, ásamt viðhaldi eldri gatna.
Þessi framtíðarsýn er í samræmi við þá ímynd sem við viljum skapa sem er að laða nýja íbúa og ný fyrirtæki hingað á Akranes. Vinna með þá staðreynd að það er stutt hingað á Akranes frá höfuðborgarsvæðinu en það er einmitt það sem markaðherferð okkar mun byggjast upp á, á nýja árinu. Sú ákvörðun bæjarstjórnar að hækka ekki álagningaprósentu fasteignagjalda á íbúðar- og atvinnuhúsnæði en verja um leið grunnstoðir samfélagsins er mikilvægur þáttur í þeirri framtíðarsýn.
Hér við seinni umræðu fjárhagsáætlunar þökkum við, bæjarfulltrúar meirihlutans. bæjarfulltrúum minnihlutans fyrir gott samstarf í ráðum og nefndum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 og þriggja ára áætlunar 2023 - 2025.
Jafnframt þökkum við bæjarstjóra og embættismönnum bæjarins fyrir afar gott samstarf og þeirra mikla vinnuframlag við þessa fjárhagsáætlunargerð sem nú er lokið.
Með von um áframhaldandi gott samstarf á nýja árinu.
Valgarður L. Jónsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Bára Daðadóttir (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)
Ragnar B. Sæmundsson (sign)"
Ekki frekari umræða og gengið til atkvæðagreiðslu.
Forseti ber upp eftirfarandi tillögur:
1. Álagning gjalda 2022.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteignagjalda og lóðaleigu á árinu 2022:
a. Álagt útsvar verði 14,52% vegna launa ársins 2022.
Samþykkt 9:0
b. Álagningarprósentur vegna fasteignaskatts verða óbreyttar frá fyrra ári (2021) og verða eftirfarandi á árinu 2022:
i. 0,2514% af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt 9:0
ii. 1,3200% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt 9:0
iii. 1,400% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt 9:0
c. Sorphreinsunargjald verði kr. 19.256 fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp)(óbreytt á milli ára). Sorpeyðingargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 16.422 miðað við tvær tunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp)(óbreytt á milli ára).
Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Samþykkt 9:0
d. Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verði 1,199% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 0,3034% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og verði innheimt með fasteignagjöldum.
Samþykkt 9:0
e. Lóðarleiga af eldri lóðum (samningar dagsettir fyrir 1. janúar 2004) sem lögð er á hvern fermetra (m2) lóðar tekur viðmið af breytingum sem verða á byggingarvísitölu.
Samþykkt 9:0
f. Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2022 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.
Heildargjöld sem nema lægri fjárhæð en kr. 25.000 innheimtast með einum gjalddaga á ári, þann 15. apríl 2022.
Samþykkt 9:0
g. Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2022, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Samþykkt 9:0
2. Þjónustugjaldskrár 2022.
Samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar Akraness hækka þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar 1. janúar ár hvert í samræmi við áætlaða hækkun vísitölu neysluverðs samkvæmt forsendum fjárhagsáætlunar sem byggir á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. júní síðastliðnum. Heimilt er með sérstækri ákvörðun að víkja frá hinni almennu hækkun.
Samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar Akraness hækka þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar 1. janúar ár hvert í samræmi við áætlaða hækkun vísitölu neysluverðs samkvæmt forsendum fjárhagsáætlunar sem byggir á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Heimilt er með sérstækri ákvörðun að víkja frá hinni almennu hækkun.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar hækki um 3,5% þann 1. janúar 2022 nema annað sé sérstaklega tilgreint í viðkomandi gjaldskrá.
Með vísan til framangreinds samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi gjaldskrár vegna ársins 2022:
1. Gjaldskrá leikskóla (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
2. Gjaldskrá vegna skólamáltíða (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
3. Gjaldskrá frístundar (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
4. Gjaldskrá dagstarfs (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
5. Gjaldskrá Tónlistarskóla Akraness (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
6. Gjaldskrá íþróttamannvirkja (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%, einstaka gjaldaliðum breytt og nýjum gjaldaliðum sem vantaði bætt inn)
Samþykkt 9:0
7. Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu og heimsendingu matar (einstaka liðir taka meiri hækkun en sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
8. Gjaldskrá Bókasafns Akraness (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
9. Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Akraness (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
10. Gjaldskrá Ljósmyndasafns Akraness (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
11. Gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
12. Gjaldskrá um hundahald á Akranesi (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5% og afsláttarkjör vegna námskeiðs forráðamanns hækkuð í 50%)
Samþykkt 9:0
13. Gjaldskrá um kattahald á Akranesi (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
14. Gjaldskrá Akranesvita (einstaka liðir taka hækkun sem nemur 3,5%)
Samþykkt 9:0
15. Gjaldskrá Tjaldsvæðisins á Akranesi (sértæk ákvörðun í samvinnu við þjónustuveitanda)
Samþykkt 9:0
16. Gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar á Akranesi (óbreytt á milli ára)
Samþykkt 9:0
3. Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2022.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 2.153 m.kr. vegna ýmissa fjárfestinga og framkvæmda á árinu 2022 en þar af eru um 800 m.kr. vegna verkefna sem færast frá árinu 2021 yfir á árið 2022. Við framsetningu fjárhæðarinnar hefur verið tekið tilliti til tekna. Stærstu verkefnin sem færast á milli ára eru uppbygging Fjöliðjunnar, uppbygging íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum og bygging nýs leikskóla í Skógarhverfi.
Samþykkt 9:0
Helstu einstöku þættir fjárfestinga eru eftirfarandi:
a. Nýframkvæmdir/endurnýjun í gatnagerð, stígum og stofnanalóðum. Helstu fjárfestingar eru nýframkvæmdir gatna sem felast í að klára götur í Skógahverfi 3A, byrjað á gatnaframkvæmdum í Skógahverfi 3C, Flóahverfi og innan Sementsreits. Haldið áfram við endurgerð gatna þ.m.t. Garðagrund sem og við endurgerð grunnskólalóða. Heildarfjárfesting að teknu tilliti til tekna er 244,5 m.kr.
b. Fasteignir, stærri verkefni, samtals að fjárhæð 169,7 m.kr. Helstu verkefnin eru fjölnotabygging á Fjöliðju, Virk og Þorpinu, áhaldahúsi ásamt dósamóttöku og haldið áfram í breytingum í Brekkubæjarskóla.
c. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar, samtals að fjárhæð 1.563 m.kr. að teknu tilliti frádráttar vegna endurgreiðslu virðisauka. Stærstu einstöku verkefnin eru að klára byggingu nýs leikskóla í Skógarhverfi, fyrsti áfangi í uppbyggingu íþróttamannvirkja Jaðarsbakka og endurnýjun á C álmu í Grundaskóla.
d. Uppbygging nýrra svæða, samtals að fjárhæð um 10 m.kr. en um er að ræða framkvæmdir á svonefndum Dalbrautarreit.
e. Aðrar framkvæmdir og kaup á stofnbúnaði, samtals að fjárhæð um 121,8 m.kr. Helstu verkefni eru kaup á körfubíl fyrir slökkviliðið, endurnýjun á tölvubúnaði, grenndarstöðvar og kaldur pottur á Jaðarsbökkum.
4. Almennt og sérgreint viðhald fasteigna 2022.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 228 m.kr. til almenns og sérgreinds viðhalds í Aðalsjóði, Eignasjóði, Byggðasafninu og í Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf. á árinu 2022. Þar af eru aðgerðir sem tengjast rakavandamálum stofnana 65 m.kr.
Samþykkt 9:0
5. Útgjöld vegna starfsemi á skóla- og frístundasviði Akraneskaupstaðar
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 3.406 m.kr. króna vegna starfsemi á skóla- og frístundasviði á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
6. Útgjöld vegna starfsemi á velferðar- og mannréttindasviði Akraneskaupstaðar
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 1.571 m.kr. króna vegna starfsemi á velferðar- og mannréttindasviði á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
7. Útgjöld vegna starfsemi á skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 76 m.kr. vegna starfsemi á skipulags- og umhverfissviði á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
8.Útgjöld vegna starfsemi sviði menningarmála hjá Akraneskaupstað
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 241 m.kr. vegna menningarstarfsemi á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
9. Útgjöld vegna starfsemi á sviði atvinnu- og ferðamála hjá Akraneskaupstað
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 54 m.kr. vegna starfsemi á sviði atvinnu- og ferðamála á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
10.Útgjöld vegna sameiginlegs kostnaðar hjá Akraneskaupstað
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa um 495 m.kr. vegna sameiginlegs kostnaðar á árinu 2022 sbr. yfirlit um skiptingu á milli málaflokka.
Samþykkt 9:0
11. Stjórnmálasamtök á Akranesi 2022.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006 að ráðstafa 2,0 m.kr. til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi.
Samþykkt 9:0
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023 - 2025, ásamt tillögum.
Fjárhagsáætlun 2022 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðu A- og B- hluta Akraneskaupstaðar að fjárhæð um 213,8 m.kr. og að handbært fé í árslok verði um 1.124 m.kr.
Samþykkt 9:0
18.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð
2101002
3478. fundargerð bæjarráðs frá 25. nóvember 2021
3479. fundargerð bæjarráðs frá 2. desember 2021
3479. fundargerð bæjarráðs frá 2. desember 2021
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
19.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð
2101005
221. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 22. nóvember 2021.
222. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 29. nóvember 2021.
223. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 13. desember 2021.
222. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 29. nóvember 2021.
223. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 13. desember 2021.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
20.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð
2101004
179. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 7. desember 2021.
Til máls tóku:
BD og RBS.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
BD og RBS.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
21.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð
2101003
168. fundargerð velferðar- og mennréttindaráðs frá 24. nóvember 2021.
169. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. desember 2021.
169. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. desember 2021.
Til máls tók: KHS um fundargerð nr. 168, dagskrárlið nr. 1.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
22.Fundargerðir 2021 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga
2101117
903. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. nóvember 2021
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
23.Fundargerðir 2021 - SSV
2112017
165. fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 17. nóvember 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Forseti setur fram þá tillögu fundur bæjarstjórnar sem samkvæmt dagskrá er fyrirhugaður þriðjudaginn 28. desember næstkomandi falli niður og að næsti fundur bæjarstjórnar verði í upphafi nýs árs, þriðjudaginn 11. janúar 2022.
Samþykkt 9:0
Forseti óskar bæjarfulltrúum og fjölskyldum þeirra sem og öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Forseti þakkar bæjarfulltrúum fyrir samstarfið á árinu 2021 og hlakkar til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.
Samþykkt 9:0
Forseti óskar bæjarfulltrúum og fjölskyldum þeirra sem og öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Forseti þakkar bæjarfulltrúum fyrir samstarfið á árinu 2021 og hlakkar til áframhaldandi samstarfs á nýju ári.
Fundi slitið - kl. 21:10.
Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 1912291 - Samningur um samstarf slökkviliðs Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar, mál nr. 2112118 - Barnaverndarnefnd, beiðni um lausn frá störfum sem formaður barnaverndarnefndar og mál nr. 2112119 - Barnaverndarnefnd,skipan formanns barnaverndarnefndar 19.
Málin verða nr. 2, nr. 3, og nr. 4 í dagskránni, verði afbrigðin samþykkt.
Samþykkt 9:0
forseti óskar jafnframt eftir að tekin verði inn á fundinn fundargerð skipulags- og umhverfisráðs nr. 223. frá 13. desember 2021, sem bætist þá við undir dagskrárlið nr. 19.
Samþykkt 9:0