Fara í efni  

Bæjarstjórn

1367. fundur 24. janúar 2023 kl. 17:00 - 18:22 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Aníta Eir Einarsdóttir varamaður
  • Magni Grétarsson varamaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Benedikt Björn Jónmundsson
Minningarorð

Benedikt Björn Jónmundson fæddist þann 5. ágúst 1944 á Laugalandi í Fljótum en flutti með foreldrum sínum á Akranes 10 ára gamall og bjó hér og starfaði alla tíð síðan. Benedikt lauk iðnnámi frá iðnskóla Akraness og aflaði sér síðar meistararéttinda í málaraiðn. Hann starfaði sem málari, vann við bókhald hjá HB og Co en lengst af var hann útibússtjóri Skeljungs hf á Akranesi og starfaði þar í um 30 ár. Þá stofnaði hann ásamt fleirum fyrirtækið Þrjá málara og starfaði við iðn sína til starfsloka.

Benedikt var varabæjarfulltrúi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins kjörtímabilið 1982-86 en hlaut svo kjör sem bæjarfulltrúi í kosningum árið 1986 og sat í bæjarstjórn í tvö kjörtímabil, eða til ársins 1994. Sem bæjarfulltrúi sat hann meðal annars í náttúruverndarnefnd, jafnréttisráði, félagsmálaráði og hafnarnefnd Akraneskaupstaðar. Þá sat hann í bæjarráði á síðara kjörtímabili sínu sem bæjarfulltrúi og var þá jafnframt fulltrúi í stjórn Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Akraness og í samstarfsnefnd um svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar. Þá sat hann í stjórn Dvalarheimilisins Höfða kjörtímabilið 1998-2002.

Benedikt lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 2. janúar síðastliðinn. Fyrir hönd bæjarstjórnar færi ég eftirlifandi eiginkonu hans, Mattheu Kristínu Sturlaugsdóttur og dætrum þeirra, þeim Rannveigu og Valey, eiginmönnum þeirra og börnum, innilegar samúðarkveðjur.

Bæjarstjórn vottar Benedikt heitnum virðingu sína og þakklæti fyrir mikilsvert framlag til vaxtar og viðgangs samfélagsins hér á Akranesi.

1.Asparskógar 3 - viðskiptasamningur og tryggingabréf

2301067

Beiðni Bjargs hses. um heimild til veðsetningar tryggingabréfs vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar að Asparskógum 3.

Bæjarráð veitti heimild til veðsetningar tryggingarbréfs Landsbanka Íslands hf. að fjárhæð kr. 730.600.000 (númer 0106 63 517411) á fyrsta veðrétti á lóðinni/eignunum að Asparskógum 3 (Asparskógar 3A, 3B og 3C)(landnúmer L-2305993) á fundi sínum þann 12. janúar 2023 og vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að heimild til veðsetningar á lóðinni að Asparskógum 3 (landnúmer L-2305993) verði samtals að fjárhæð kr. 884.000.000 og heimilar veðsetningu tryggingarbréfs Landsbanka Íslands að fjárhæð kr. 730.600.000 (númer 0106 63 517411) á fyrsta veðrétt.

Samþykkt 9:0

2.Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

2202114

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun ársins 2022 á fundi sínum þann 12. janúar 2023 og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Viðaukinn felur í sér tilfærslur fjármagns á milli deilda í Aðalsjóði skv. meðfylgjandi skjali og hefur ekki í för með sér breytingar á áætlaðri rekstrarniðurstöðu áætlunarinnar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 27. við fjárhagsáætlun ársins 2022 og tilfærslur fjármagns á milli deilda Aðalsjóðs skv. meðfylgjandi skjali.

Viðaukinn hefur ekki í för með sér breytingu á áætlaðri rekstrarniðrstöðu fjárhagsáætlunarinnar.

Samþykkt 9:0

3.Langtímafjármögnun Akraneskaupstaðar

2209272

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar 2023 fjármögnunarsamning Akraneskaupstaðar við Íslandsbanka og vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Forseti óskar eftir að KHS taki við stjórn fundarins þar sem forseti víkur af fundi vegna vanhæfis. KHS hefur lengstan starfsferil bæjarfulltrúa og því rétt að hann taki við stjórn fundarins þegar svo háttar til að enginn varaforseti situr fundinn.

Ekki eru gerðar athugasemdir við ákvörðun forseta um að víkja af fundi.

KHS tekur við stjórn fundarins.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjármögnunarsamning Akraneskaupstaðar við Íslandsbanka.

Samþykkt 8:0

EBr tekur sæti á fundinum á ný og við stjórn fundarins.

4.Skólp frá Akranesi - skilgreining á síður viðkvæmum viðtaka

2205175

Samkvæmt bréfi Umhverfisstofnunar ber samkvæmt reglugerð 789/1999 um fráveitur og skólp að skilgreina viðtaka skólps sem síður viðkvæman áður en eins þreps hreinsun á skólpi er heimiluð. Endurskoðun á skilgreiningu viðtaka þarf síðan að fara fram á að a.m.k. fjögurra ára fresti.

Sveitarstjórnir sem óska þess að viðtaki verði skilgreindur sem síður viðkvæmur skulu í samráði við heilbrigðiseftirlit senda tillögu að skilgreiningu viðtaka sem síður viðkvæms ásamt fullnægjandi gögnum til Umhverfisstofnunar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að óska eftir því við Umhverfisstofnun að viðtaki verði skilgreindur sem síður viðkvæmur. Óskað verði jafnframt eftir því við Veitur ohf. að leggja fram fullnægjandi gögn því til staðfestingar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að óska eftir því við Umhverfisstofnun að viðtaki verði skilgreindur sem síður viðkvæður og að Veitur ohf. leggi fram fullnægjandi gögn því til staðfestingar.

Samþykkt 9:0

5.Aðalskipulags breyting - Þróunarsvæði Smiðjuvellir

2301057

Skipulagslýsing lögð fram um þróunarsvæði C samkvæmt Aðalskipulagi Akraness 2021-2033. Skipulagssvæðið Þróunarsvæði C er skilgreint Smiðjuvallasvæðið norðan Esjubrautar og vestan Þjóðbrautar. Markmið skipulagslýsingar verður að skoða möguleika á þéttri blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt með þeirri breytingu að lóð við Smiðjuvelli 32 verði hluti skipulagslýsingar.
GIG víkur af fundi undir þessum lið.
Ekki er gerðar athugasemdir ákvörðun bæjarfulltrúans.

Forseti gerir þá tillögu að mál nr. 5, nr. 6 og nr. 7 séu rædd undir þessum lið en afgreiðsla hvers máls fyrir sig verði færð til bókar undir viðeigandi dagskrárlið.
Ekki voru gerðar athugasemdir við þá tillögu.

Til máls tóku:
LÁS, KHS, LÁS, KHS og EBr úr forsetastóli.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing vegna Þróunarsvæðis C verði auglýst og að lóðin Smiðjuvellir 32 verði hluti skipulagslýsingarinnar.

Samþykkt 8:0

6.Deiliskipulagsrammi Smiðjuvalla

2301147

Deiliskipulagsrammi fyrir Smiðjuvelli.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt með þeirri breytingu að lóð við Smiðjuvelli 32 verði hluti skipulagslýsingar.
Til máls tóku:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing vegna deiliskipulagsramma Smiðjuvalla verði auglýst og kynnt og að lóðin Smiðjuvellir 32 verði hluti skipulagslýsingarinnar.

Samþykkt 8:0

7.Deiliskipulag Smiðjuvalla 12-22 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2210185

Umsókn Smiðjuvalla ehf. um breytingu á deiliskipulagi á Smiðjuvöllum 12 - 22. Sótt er um að breyta lóð í íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði og mynda heilsteypt lifandi hverfi með blandaðri byggð.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt með þeirri breytingu að lóð við Smiðjuvelli 32 verði hluti skipulagslýsingar.
Til máls tóku:
GIG víkur af fundi.
Ekki eru gerðar athugasemdir við ákvörðunina.

Bæjarstjórn samþykkir auglýsingu skipulagslýsingar sem feli í sér framangreinda breytingu.

Samþykkt 8:0

GIG tekur sæti á fundinum á ný.

8.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3523. fundargerð bæjarráðs frá 12. janúar 2023.
3524. fundargerð bæjarráðs frá 12. janúar 2023.
Til máls tóku:
LÁS um fundargerð nr. 3524, dagskrárlið nr. 1.
LL um fundargerð nr. 3524, dagskrárlið nr. 1.
KHS um fundargerð nr. 3523, dagskrárlið nr. 3.
KHS um fundargerð nr. 3524, dagskrárlið nr. 1.
EB fundargerð nr. 3523, dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

196. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 17. janúar 2023.
Til máls tók:
KHS um dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

207. fundargerð skóla- og frístudaráðs frá 4. janúar 2023.
208. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17. janúar 2023.
Til máls tóku:
LÁS um fundargerð nr. 207, dagskrárlið nr. 3.
JMS um fundargerð nr. 207, dagskrárlið nr. 3.
LL um fundargerð nr. 207, dagskrárlið nr. 3.
AEE um fundargerð nr. 207, dagskrárlið nr. 3.
Forseti sem óskaði AEE til hamingju með að hafa tekið til máls í fyrsta skipti á bæjarstjórnarfundi.
LÁS um fundargerð nr. 207, dagskrárlið nr. 3.
SFÞ og óskaði AEE til hamingju með fyrsta fund bæjarfulltrúans og að hafa tekið til máls á fundinum.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

255. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 12. janúar 2023.
256. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 16. janúar 2023.
Til máls tóku:
MG um fundargerð nr. 255, dagskrárlið nr. 1.
GIG um fundargerð nr. 255. dagskrárlið nr. 1.
SFÞ og óskaði MG til hamingju með að hafa tekið til máls í fyrsta skipti á bæjarstjórnarfundi.
Forseti óskað MG einnig til hamingju með að hafa tekið til máls í fyrsta skipti á bæjarstjórnarfundi.
KHS um fundargerð nr. 255, dagskrárlið nr. 1.
GIG um fundargerð nr. 256, dagskrárliði nr. 2 og nr. 9.
JMS um fundargerð nr. 255, dagskrárlið nr. 1.
JMS um fundargerð nr. 256, dagskrárlið nr. 2
LL um fundargerð 256, dagskrárlið nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

12.OR - aðalfundur 2022

2301172

Fundargerð aðalfundar OR frá 22. desember 2022.
Fundargerðin lögð fram fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:22.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00