Fréttir
Á þriðja tug umsókna um starf fjármálastjóra
07.10.2016
Tuttugu og fjórar umsóknir bárust um starf fjármálastjóra Akraneskaupstaðar en tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar tilbaka. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út þann 30. september síðastliðinn. Það er ráðningafyrirtækið Capacent sem heldur utan um úrvinnslu umsókna. Umsækjendur eru eftirfarandi í stafrófsröð:
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 11. október
07.10.2016
1241. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. október kl. 17:00
Lesa meira
Grundaskóli 35 ára
06.10.2016
Grundaskóli fagnaði 35 ára afmæli sínu í dag og hélt upp á afmælið með fjölbreyttum hætti. Farið var í skrúðgöngu í morgun frá skólanum og í íþróttahúsið að Jaðarsbökkum þar sem fram fór samsöngur hjá öllum bekkjum skólans. Í safnaskálanum í Görðum var svo opnuð leikmunasýning úr söngleikjum skólans og starfsfólki boðið í afmæliskaffi.
Lesa meira
Framkvæmdir að hefjast við Jaðarsbakkalaug
06.10.2016
Skipulagsmál
Í dag þann 6. október voru samningar undirritaðir við Pípó Pípulagningarþjónustu og GS Import vegna framkvæmda við Jaðarsbakkalaug. Framkvæmdir hefjast 17. október næstkomandi. Á meðan vinna verktaka stendur yfir verður athafnasvæðið við Jaðarsbakka girt af á bakka laugarinnar
Lesa meira
Lið Akraness mætir liði Árborgar annað kvöld
06.10.2016
Föstudagskvöldið, 7. október munu fulltrúar Akraness hefja keppni í Útsvari og mæta þar liði Árborgar. Fulltrúar Akraness eru þau Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, kennari í Brekkubæjarskóla og bæjarfulltrúi, Örn Arnarson,kennari í Heiðarskóla og Gerður
Lesa meira
Menningarhátíðin Vökudagar mun fara fram á Akranesi dagana 27. október – 6. nóvember
30.09.2016
Við viljum gjarnan heyra í listamönnum og frá vinnustöðum sem vilja standa að listviðburðum t.d. með því að bjóða ungu tónlistarfólki að stíga á stokk eða glæða veggi lífi með listaverkum svo eitthvað sé nefnt. Við getum aðstoðað við að para saman listamann og vettvang!
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 27. september
23.09.2016
1240. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Laust starf félagsráðgjafa í barnavernd
22.09.2016
Laus er til umsóknar 100% staða félagsráðgjafa í barnavernd hjá Akraneskaupstað. Um er að ræða tímabundið starf í u.þ.b. eitt og hálft ár.
Lesa meira
Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2016
22.09.2016
Hin árlegu menningarverðlaun Akraneskaupstaðar verða afhent á menningarhátíðinni Vökudögum sem haldin verður 27. október til 6. nóvember. Búið er að opna fyrir tilnefningar og er hægt að tilnefna til og með 14. október nk. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri til að hafa áhrif á það...
Lesa meira
Ljósmyndasýning Marc Koegel í Akranesvita
20.09.2016
Laugardaginn 17. september síðastliðinn var opnuð ljósmyndasýning í Akranesvita eftir ljósmyndarann Marc Koegel. Marc er fæddur í Þýskalandi en hefur verið búsettur í Vancouver í Kanada síðan 1996. Hann hefur staðið fyrir fjölmörgum ljósmyndasýningum víðsvegar um heiminn auk þess að standa fyrir...
Lesa meira