Fara í efni  

Bæjarráð

3319. fundur 24. ágúst 2017 kl. 08:15 - 10:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes Karl Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1701022

144. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 1. ágúst 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2017 - Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1703096

9.og 10. fundargerð starfshóps um samráð og stefnumótun aldraðra frá 27. júní og 15. ágúst 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.Fimleikahús Vesturgötu - hönnun / rýnihópur

1705211

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var þann 21. ágúst síðastliðinn var fjallað um tillögur rýnihóps um stækkun fimleikahúss úr 1410 fermetrum í 1632 fermetra sbr. greinargerð hönnuðar.

Skipulags- og umhverfisráð tekur undir tillögur rýnihópsins og leggur til við bæjarráð að tekið verði tillit til kostnaðaraukningar á fimleikahúsi við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir viðbótarkostnaði vegna stækkunar fimleikahússins til samræmis við tillögur rýnishópsins. Gert verður ráð fyrir þessum aukna kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2018.
Samtals var gert ráð fyrir fjárfestingarkostnaði vegna fimleikahúss að fjárhæð 380 mkr. á árinu 2018 en mun verða samtals 440 mkr. vegna fyrirhugaðrar stækkunar úr 1410 fermetrum í 1632 fermetra og samtals um 490 mkr. ef ráðist verður í fyrirhugaðar endurbætur á búningsklefum. Fjárfestingaráætlun ársins 2018 hækkar úr 840 mkr. í 950 mkr. og verður mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Álagning fasteignaskatts

1708140

Erindi félags atvinnurekenda varðandi álagningarhlutfall fasteignagjalda á Akranesi vegna ársins 2018.
Bæjarráð þakkar erindið en tekin verður afstaða til álagningarhlutfalls fasteignagjalda við komandi fjárhagsáætlunargerð. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

5.Sambandið - ýmsar tilkynningar 2017

1701095

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um málþing sveitarfélaga um íbúasamráð og þáttöku íbúa sem haldið verður 5. september næstkomandi á Grand hótel.
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að auk bæjarstjóra mæti bæjarstjórn f.h. Akraneskaupstaðar.
Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs er falið að annast tilkynningu um þátttöku á málþingið.

6.Innritun í leikskóla á Akranesi

1706078

Innritun barna á leikskóla á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs í samvinnu við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og stjórnsýslu-og fjármálasviðs að hefja undirbúning að gerð leigusamnings við Skátafélag Akraness á notkun húsnæðis félagsins að Háholti 24 fyrir leikskóladeild yngri barna.

Jafnframt felur bæjarráð sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að hefja undirbúning innritunar barna fædd í upphafi árs 2016 fyrr en áætlað var.

Gert verður ráð fyrir útgjöldum við rekstur yngri barna deildar í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018.

7.Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi

1708094

Íbúaþing um farsæl efri ár verður haldið á Akranesi 27. september 2017 klukkan 17:00-21:00 í Grundaskóla. Íbúaþingið er haldið í tengslum við starfshóp sem bæjarráð skipaði í lok árs 2016 til að fjalla um samráð og stefnumótun aldraðra.

Markmið íbúaþingsins er að leita svara við eftirfarandi spurningum:
Hvað er gott við að eldast á Akranesi?
Hvernig viltu sjá málefni eldri borgara á Akranesi þróast?
Hvernig getur Akraneskaupstaður stuðlað að farsælum efri árum?
Hvað getum við sem einstaklingar gert til að stuðla að farsælum efri árum?

Allir íbúar á Akranesi eru velkomnir á íbúaþingið. Niðurstöður íbúaþingsins verða notaðar sem innlegg í stefnumótunarvinnu sem starfshópurinn vinnur að.

Íbúaþing um farsæl efri ár verður auglýst í fjölmiðlum, heimasíðu Akraneskaupstaðar, heimasíðu FEBAN og fleiri miðlum á næstu dögum.
Bæjarráð hvetur sem flesta til að mæta og taka þátt í mótun stefnu til framtíðar í þessum mikilvæga málaflokki.

8.Sæljón - félag smábátaeigenda á Akranesi

1708155

Staða og þróun fiskmarkaðs- og sjávarútvegsmála á Akranesi.
Fulltrúar frá smábátafélaginu Sæljóni á Akranesi mæta á fundinn, Jóhannes M. Simonsen formaður, Guðmundur Páll Jónsson ritari, og meðstjórnendurnir Böðvar Ingvason, Guðmundur Elíasson og Rögnvaldur Einarsson.
Bæjarráð þakkar fulltrúum félagsins fyrir upplýsandi umræður og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins í samráði við hagsmunaðila.

9.Höfði - lífeyrisskuldbindingar

1511324

Uppgjör lífeyrisskuldbindinga Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

10.Skagamenn - fólkið sem byggði bæinn á Akranesi

1707013

Bæjarráð vísaði þann 13. júlí 2017 erindi Þorsteins Jónssonar um samstarf á útgáfu ritverksins "Skagamenn - fólkið sem byggði bæinn" til umsagnar Menninga- og safnanefndar.

Umsögn nefndarinnar liggur nú fyrir og gerir nefndin engar athugasemdir við að farið í viðræður við viðkomandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

11.Jaðarsbakkar / Guðlaug - útboð

1601378

Á 3217 fundi bæjarráðs þann 27. júlí 2017 samþykkti bæjarráð að gengið yrði til samninga við ÍSTAK sbr. erindi skipulags- og umhverfisráðs frá 24. júli 2017.

Undirritaður samningur við ÍSTAK liggur fyrir og er kostnaðurinn um 67,5 mkr. Fyrir liggur einnig staðfesting frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða um heimild til að verktíminn sé tvö ár.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi verksamning við ÍSTAK.

Fundi slitið - kl. 10:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00