Bæjarráð
Dagskrá
1.Höfði - endurbætur á annarri hæð
1710190
Erindi Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis um endurbætur á annarri hæð í suðurálmu.
Bæjarráðs samþykkir að Akraneskaupstaður komi að fjármögnun endurbóta á Höfða á árinu 2018 og 2019 með afborgun framkvæmdalána og vaxta og vísar ákvörðuninni til staðfestingar í bæjarstjórn.
2.Höfði - viðauki 2017
1710233
Viðauki Höfða við fjárhagsáætlun 2017 sem samþykktur var á stjórnarfundi þann 30. október sl.
Lagður fram og vísað til formlegrar afgreiðslu með gerð viðauka Akraneskaupstaðar.
3.Höfði - fjárhagsáætlun 2018-2022
1710228
Fjárhagsáætlun Höfða sem samþykkt var á stjórnarfundi þann 30. október sl.
Lagt fram og erindið fer til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar.
4.Kvennaathvarfið - umsókn um rekstrarstyrk
1710201
Beiðni Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk.
Bæjarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu styrk að fjárhæð kr. 250.000 fyrir árið 2018.
5.Fjárhagsáætlun 2018 (og vegna tímabilsins 2019 - 2022)
1708093
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2018.
Aukafundir vegna fjárhagsáætlunarvinnunnar verður þriðjudaginn 7. nóvember og fimmtudaginn 9. nóvember kl. 08:15.
6.Langtímaveikindi starfsmanna 2017 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)
1704138
Umsóknir stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins maí til og með ágúst.
Bæjarráð samþykkir að úthluta samtals kr. 4.825.000 úr veikindapotti Akraneskaupstaðar vegna tímabilsins maí til og með ágúst 2017.
Um er að ræða þriðjung af heildarfjárhæð umsókna en endaleg úthlutun vegna tímabilsins verður tekin í desember þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um heildarútgjöld stofnana vegna veikinda á árinu.
Um er að ræða þriðjung af heildarfjárhæð umsókna en endaleg úthlutun vegna tímabilsins verður tekin í desember þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um heildarútgjöld stofnana vegna veikinda á árinu.
7.Íbúaþing um farsæl efri ár á Akranesi
1708094
Íbúaþing um farsæl efri ár var haldið á Akranesi 27. september sl. Íbúaþingið var haldið í tengslum við starfshóp sem bæjarráð skipaði í lok árs 2016 til að fjalla um samráð og stefnumótun aldraðra. Niðurstöður íbúaþingsins liggja nú fyrir en starfshópurinn mun nýta þær til áframhaldandi vinnu sinni við stefnumótun í málaflokknum.
Bæjarráð þakkar fyrir vel heppnað íbúaþing og vandaða samantekt sem mun nýtast til áframhaldandi vinnu í þessum mikilvæga málaflokki.
8.Hvalfjarðarsveit samstarf um þjónustu barnaverndar
1710156
Velferðar- og mannréttindaráð tók fyrir á 68. fund sínum þann 24. október sl. fyrirspurn sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar hefur fyrir hönd sveitarfélagsins um möguleika á samstarfi við velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar um þjónustu barnaverndar. Velferðar- og mannréttindaráð bókaði á fundi sínum að það felur sviðsstjóra og félagsmálastjóra að kanna hvað getur falist í slíku samstarfi og vísar málinu jafnframt til bæjarráðs til kynningar og staðfestingar á að hefja viðræður við Hvalfjarðarsveit um grundvöll til samstarfs í þjónustu barnaverndar.
Lagt fram.
9.Húsnæðisáætlun 2017-2021
1706056
Velferðar- og mannréttindaráð tók fyrir á 68. fund sínum þann 24. október sl. vinnufyrirkomulag við gerð húsnæðisáætlunar fyrir Akraneskaupstað.
Velferðar- og mannréttindaráð bókaði á fundi sínum að það felur sviðsstjóra í samvinnu við sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasvið að kanna samstarf við Hvalfjarðarsveit um gerð húsnæðisáætlunar. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu einnig til bæjarráðs til kynningar og staðfestingar á að hefja viðræður við Hvalfjarðarsveit um samstarf við gerð húsnæðisáætlunar.
Velferðar- og mannréttindaráð bókaði á fundi sínum að það felur sviðsstjóra í samvinnu við sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasvið að kanna samstarf við Hvalfjarðarsveit um gerð húsnæðisáætlunar. Velferðar- og mannréttindaráð vísar málinu einnig til bæjarráðs til kynningar og staðfestingar á að hefja viðræður við Hvalfjarðarsveit um samstarf við gerð húsnæðisáætlunar.
Lagt fram.
10.Ferðamál á Akranesi
1506116
Erindi verkefnastjóra um framvindu ferðamála á Akranesi.
Bæjarráð þakkar verkefnastjóra greinargott erindi.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi rekstur upplýsingamiðstöðvar í Akranesvita og að það verði opið í vitanum allt árið um kring eins og hér segir:
Frá 16. september til 30. apríl verði opið frá þriðjudegi til laugardags frá kl. 11:00-17:00.
Frá 1. maí til 15. september verði opið alla daga frá kl. 10:00-18:00.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi rekstur upplýsingamiðstöðvar í Akranesvita og að það verði opið í vitanum allt árið um kring eins og hér segir:
Frá 16. september til 30. apríl verði opið frá þriðjudegi til laugardags frá kl. 11:00-17:00.
Frá 1. maí til 15. september verði opið alla daga frá kl. 10:00-18:00.
11.Tjaldsvæði 2017
1702034
Erindi verkefnastjóra á stjórnsýslu- og fjármálasviði um framvindu á Tjaldsvæðinu í Kalmansvík ásamt tillögu um rekstur svæðisins næstkomandi sumar.
Bæjarráð þakkar verkefnastjóra greinargott yfirlit um stöðuna á tjaldsvæðinu í Kalmansvík.
Bæjarráð samþykkir að rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík fari í útboð í upphafi ársins 2018.
Bæjarráð samþykkir að rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík fari í útboð í upphafi ársins 2018.
12.Gullaldarlið ÍA - áskorun til bæjarstjórnar
1704074
Ræða Gunnars Sigurðssonar á málþing Knattspyrnufélagsins sem haldið var þann 27. október sl. ásamt tillögum um hvernig sé hægt að minnaast þeirra sem voru sporgöngumenn íþróttalífsins á Akranesi.
Bæjarráð þakkar KFÍA fyrir velheppnað málþing og vísar málinu til menningar- og safnanefndar.
13.Reiðveganefnd: Tillögur að göngu- og reiðleiðum
1703062
Erindi reiðveganefndar um nýtingu sjálfboðaliða í reiðvegagerð og meðferð úthlutaðs fjármagns því tengdu.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu reiðveganefndar en óskar eftir framvinduskýrslu/framkvæmdaskýrslu vegna þeirra verkefna sem styrkveiting Akraneskaupstaðar tekur til hverju sinni.
Fundi slitið - kl. 11:15.