Fara í efni  

Bæjarstjórn

1247. fundur 24. janúar 2017 kl. 17:00 - 17:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Einar Brandsson varaforseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1701261

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 22. nóvember síðastliðnum.

2.Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

1606083

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar síðastliðinn reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2017 og vísaði til bæjarstjórnar.

Reglurnar fela í sér þær breytingar að afsláttur eða niðurfelling fasteignagjalda vegna tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verði framvegis miðaður við nýjustu álagningu ríkisskattstjóra og verði endanlegur í upphafi árs.
Til máls tók: RÁ.

Bæjarstjórn samþykkir reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2017.

Samþykkt 9:0.

3.Aðalsk. - Dalbraut og Þjóðbraut breyting

1701216

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Dalbrautar - Þjóðbrautar verði auglýst til kynningar á tímabilinu frá 26. janúar til og með 3. febrúar 2017.
Til máls tók: RÓ.

Bæjarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Dalbrautar - Þjóðbrautar verði auglýst til kynningar á tímabilinu frá 26. janúar til og með 3. febrúar 2017.

Samþykkt 9:0.

4.Aðalsk. - Sementsreitur, breyting

1701210

Skipulags- og umhverfiráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Sementsreits verði auglýst til kynningar á tímabilinu frá 26. janúar til og með 3. febrúar 2017.
Til máls tók: RÓ.

Bæjarstjórn samykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Sementsreits verði auglýst til kynningar á tímabilinu frá 26. janúar til og með 3. febrúar 2017.

Samþykkt 9:0.

5.Deilisk. Stofnanareitur - Vesturgata 102 breyting

1701211

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að sérákvæði greinargerðar gildandi deiliskipulags Stofnanareits vegna Vesturgötu 102 verði breytt.
Núverandi sérákvæði er svohljóðandi:
"Vesturgata 102 og 104, lóð vistheimilis fatlaðra. Gert er ráð fyrir að stækkun þessa heimilis geti orðið á lóð nr. 104, þá einnar hæðar bygging."
Tillaga um sérákvæði er svohljóðandi:
"Á Vesturgötu 102 er gert ráð fyrir þjónustustarfsemi, þjónustustofnun og/eða íbúðum í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi. Einnar hæðar byggingar."
Til máls tekur EBr og leggur fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir breytingu að sérákvæði í greinargerð verði eftirfarandi:

"Á Vesturgötu 102 er gert ráð fyrir þjónustustarfsemi, þjónustustofnun og/eða íbúðum í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi.

Til máls tók VLJ.
Tillagan borin upp til samþykktar

Samþykkt 9:0.

Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi stofnanareits vegna Vesturgötu 102 verði afgreidd í samræmi við 3.mgr.44.gr skipulagslaga þar sem heimilað er að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Auglýsingu um breytinguna skal birta í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

6.Fundargerðir 2017 - bæjarráð

1701005

3201. fundargerð bæjarráðs frá 12. janúar 2017.
Til máls tók:
ÓA um lið nr. 7.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2017 - skóla- og frístundaráð

1701007

53. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 17. janúar 2017.
Til máls tók:
IV um liði nr. 1 og 3.
SI um lið nr. 1.
VÞG um liði nr. 3 og 6.
EBr um lið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2017 - velferðar- og mannréttindaráð

1701006

53. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. janúar 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2017 - skipulags- og umhverfisráð

1701008

52. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. janúar 2017.
Til máls tóku:
IV um lið nr. 1.
EBr um lið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2016 - Orkuveita Reykjavíkur

1601012

238. fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur frá 12. desember 2016.
Til máls tók:
RÁ um lið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00