Fara í efni  

Bæjarstjórn

1267. fundur 23. janúar 2018 kl. 17:00 - 18:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana H. Ólafsdóttir varabæjarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til funda.

1.Skýrsla bæjarstjóra 2018

1801223

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 29. nóvember síðastliðnum.

2.Reglur 2018 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

1801127

Bæjarráð samþykkti reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á Akranesi fyrir árið 2018 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Samþykkt 9:0.

3.Reglur um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar

1801118

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. janúar síðastliðinn tillögu velferðar- og mannréttindaráðs um breytingu á 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð Akraneskaupstaðar og vísar þeim til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tók: VÞG.

Samþykkt 9:0.

4.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

1612050

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. janúar síðastliðinn tillögu velferðar- og mannréttindaráðs um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar þeim til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tók: VÞG.

Samþykkt 9:0.

5.Brú Lífeyrissjóður - breyting á A deild

1703139

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. janúar síðastliðinn samkomulag um uppgjör lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð og vísar samþykktinni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Til máls tók: ÓA.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga sem er tilkomið vegna samkomulags aðila vinnumarkaðarins á breytingum á lífeyrissjóðakerfinu, á A-deildum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, sbr. breytingar á lögum nr. 1/1997 með lögum nr. 127/2016 og breytingum á samþykktum Brúar lífeyrissjóðs frá 8. maí 2017 sbr. staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra frá 1. júní 2017. Heildarskuldbinding Akraneskaupstaðar samkvæmt samkomulaginu er að fjárhæð kr. 476.567.517 vegna framlags í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð og hefur verið gert ráð fyrir útgjöldunum með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 372 mkr. og með framlagi úr bæjarsjóði.

Bæjarstjórn heimilar og felur bæjarstjóra að skrifa undir samkomulagið og aðra nauðsynlega löggerninga því tengdu f.h. Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0.

6.Bjarg íbúðafélag umsókn um stofnframlag október 2017

1711001

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. janúar síðastliðinn breytingar á stofnframlagi Akraneskaupstaðar vegna uppbyggingar Bjargs íbúðafélags á Akranesi.

Fjárhæð stofnframlags í umsókn Bjargs til Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er hærri en samþykkt var í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar.
Til máls tók: SFÞ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir stofnframlag Akraneskaupstaðar vegna uppbyggingar Bjargs íbúðafélags á samtals 33 íbúðum á byggingarlóðunum Asparskógum nr. 12, nr. 14 og nr. 16 á Akranesi.

Heildarstofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af kr. 773.510.058 eða samtals kr. 92.821.207 og er innt af hendi í formi gatnagerðar- og þjónustugjalda að fjárhæð kr. 47.595.558 og beinu framlagi úr sjóð að fjárhæð kr. 45.225.649. Framlagið er innt af hendi á framkvæmdatíma sem er áætlaður 3 ár að hámarki.

Samþykkt 9:0.

7.Deilisk. - Flóahverfi, breyting

1801145

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga um breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að veitt verði tímabundin heimild fyrir starfsmannabúðir á skilgreindum lóðum. Ennfremur er lögð til breyting á skipulagi götu við Lækjarflóa og breyting á lóðum til samræmis.
Til máls tók: EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að tillagan um breytingu á deilskipulagi Flóahverfis ásamt breytingarblaði vegna eldra deiliskipulags verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

8.Aðalsk. Akraneshöfn

1709090

Fjallað var í skipulags- og umhverfiráði um skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.
Til máls tók: EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing fyrir Akraneshöfn verði auglýst til kynningar.

Samþykkt 9:0.

9.Kalmansvellir 6 - umsókn um byggingarleyfi

1710151

Grenndarkynning fór fram 12. desember 2017 til 2. janúar 2018 vegna umsóknar um byggingarleyfi við Kalmansvelli 6 þar sem fyrirhuguð bygging fór aðeins út fyrir byggingareit. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók: EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

10.Suðurgata 115 bílskúr - grenndarkynning.

1708036

Grenndarkynningin fór fram frá 27. nóvember til og með 18. desember 2017 vegna stækkunar á bílskúr við Suðurgötu 115. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi deiluskipulagsbreyting verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og til birtingar í B- deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók: EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagstillöguna og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0.

11.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3233. fundargerð bæjarráðs frá 11. janúar 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2018 - skipulags- og umhverfisráð

1801008

75. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 15. janúar 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2018 - velferðar- og mannréttindaráð

1801006

73. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 10. janúar 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð

1801007

74. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 16. janúar 2018.
Til máls tóku:
VLJ um lið nr. 2.
SI um lið nr. 2.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2018 - Faxaflóahafnir

1801027

164. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 12. janúar 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00