Fara í efni  

Bæjarstjórn

1379. fundur 26. september 2023 kl. 17:00 - 18:16 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Björn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2307052 Skagabraut 43 - Umsókn til skipulagsfulltrúa og fundargerð skipulags- og umhverfisráðs nr. 278 frá 18. september sl. sbr. dagskrárlið nr. 10.

Mál nr. 2307052 verður nr. 6 í dagskránni verði afbrigðin samþykkt og röð annarra mála á fundinum hliðrast til sem þessu nemur og verða nr. 7 til og með nr. 13.

Fundargerðin bætist undir viðeigandi dagskrárlið, fundargerðir skipulags- og umhverfisráðs.

Samþykkt 9:0

1.Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnfr.lag 2020 - Asparskógar 3

2005140

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. september sl. fyrirliggjandi samning Akraneskaupstaðar og Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag til uppbyggingar á 24 íbúðum við Asparskóga 3 á Akranesi sem gerður er á grundvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir og reglugerðar nr. 183/2020 sbr. fyrirliggjandi úthlutun Húsnæðis- og mannvirkjarstofnunar um stofnframlag dags. 14. júní 2022.



Heildarstofnvirði framkvæmdarinnar er. kr. 828.707.191 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af þeirri fjárhæð eða kr. 99.444.863 sem gerð er krafa um endurgreiðslu á í samræmi við reglur laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og ákvæði reglugerðar nr. 183/2020.



Bæjarráð vísar samningum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag vegna uppbyggingar á 24 íbúðum við Asparskóga 3 á Akranesi.

Heildarstofnvirði framkvæmdarinnar er kr. 828.707.191 og stofnframlag Akraneskaupstaðar 12% af þeirri fjárhæð eða kr. 99.444.863 og gerð krafa um endurgreiðslu fjárhæðarinnar, allt samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir og reglugerðar nr. 183/2020.

Samþykkt 9:0

2.Brú hses - Skógarlundur 42, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023

2303217

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. september sl. fyrirliggjandi samning Akraneskaupstaðar og Leigufélagsins Brú hses. um stofnframlag til uppbyggingar á íbúðakjarna við Skógarlund 42 á Akranesi sem gerður er á grundvelli laga um almennar íbúðir og reglugerðar nr. 183/2020 sbr. fyrirliggjandi úthlutun Húsnæðis- og mannvirkjarstofnunar um stofnframlag dags. 19. júní 2023.



Heildarstofnvirði framkvæmdarinnar er. kr. 315.357.229 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 16% af þeirri fjárhæð eða kr. 50.457.157 sem gerð er krafa um endurgreiðslu á í samræmi við reglur laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og ákvæði reglugerðar nr. 183/2020.



Bæjarráð vísar samningum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir samning Akraneskaupstaðar og Leigufélagsins Brú hses.um stofnframlag til uppbyggingar á íbúðakjarna við Skógarlund nr. 42 á Akranesi.

Heildarstofnvirði framkvæmdarinnar er kr. 315.357.229 og stofnframlag Akraneskaupstaðar 16% af þeirri fjárhæð eða kr. 50.457.157 og gerð krafa um endurgreiðslu fjárhæðarinnar, allt samkvæmt ákvæðum laga nr. 52/2026 um almennar íbúðir og reglugerðar nr. 183/2020.

Samþykkt 9:0

3.Reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum - endurskoðun

2209178

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 20. september sl. endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.

Samþykkt 9:0

4.Bjarkargrund 18 sólstofa - umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1

2302187

Umsókn lóðarhafa Bjarkargrundar 18 en lóðin er á ódeiliskipulögðu svæði.



Sótt er um byggingarleyfi til að byggja sólstofu 19,4 m² að stærð. Grenndarkynnt var samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 19. júlí 2023 til 26. ágúst 2023 fyrir lóðarhöfum nr. 16,nr. 17, nr. 20, nr. 22 og nr. 24 við Bjarkargrund. Eitt samþykki barst.



Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.



Allur kostnaður sem hlýst að breytingunni er á höndum lóðarhafa.
GIG víkur af fundi vegna vanhæfissjónarmiða og enginn fundarmanna hreyfði andmælum við því.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir útgáfu byggingarleyfis til lóðarhafa að Bjarkargrund 18 vegna sólstofu sem er 19,4 m² að stærð.

Allur skipulagskostnaður sem hlýst af breytingunni þarf lóðarhafi að greiða.

Samþykkt 7:0, RBS sat hjá.

GIG tekur sæti á fundinum að nýju.
Fylgiskjöl:

5.Höfðagrund 7 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2304150

Umsókn lóðarhafa um breytingar á deiliskipulagi Sólmundarhöfða. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit um 18,2 m2 við Höfðagrund 7. Fyrirhugað er að reisa garðskála við núverandi íbúðarhús. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,37. Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Frá 31. ágúst 2023 til 4. október 2023 fyrir fasteignaeigendum við Höfðagrund nr. 9, nr. 11, nr. 14, nr. 14A og nr. 14B. Samþykki barst frá öllum fasteignaeigendum og lauk því grenndarkynningu 11. september 2023.



Skipulags- og umhvefisráð lagði til við bæjarstjórn Akraness að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingar á deiliskipulagi Sólmundarhöfða vegna Höfðagrundar nr. 7 sem felst í að stækka byggingarreitinn um 18,2 m² og reisa garðskála við núverandi íbúðarhús, að senda deiliskipulagið til Skipulagsstofnunar og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

6.Skagabraut 43 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2307052

Umsókn Orkunnar IS ehf. um breytingu á deiliskipulagi Arnardalsreits.



Sótt er um breytingu á byggingareit fyrir þvottastöð í byggingarreit fyrir spennistöð og tæknirými. Útlit og gerð spennistöðvar er samkvæmt meðfylgjandi skjali.



Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, frá 19. júlí sl. til 26. ágúst sl. fyrir fasteignaeigendum Þjóðbrautar nr. 1, Stillholts nr. 23 og nr. 16 - nr. 18, Háholts nr. 32, Skagabrautar nr. 41, nr. 41a, nr. 39, nr. 44, nr. 46, nr. 48 og nr. 50.



Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst B-deild Stjórnartíðinda.



Allur kostnaður sem hlýst að breytingunni er á höndum lóðarhafa.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulag Arnardalsreit vegna Skagabrautar 43 sem felst í breytingu á byggingarreit, þannig að í stað þvottastöðvar verði byggð spennistöð og tæknirými, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt: 9:0

7.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3542. fundargerð bæjarráðs frá 14. september 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

223. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 20. september 2023
Til máls tóku:
JMS um dagskrárlið nr. 3.
LÁS um dagskrárliði nr. 3 og nr. 5.
VLJ úr stóli forseta, um dagskrárlið nr. 3.
BG um dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

211. fundur velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. september 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

276. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 11. september 2023.

277. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 12. september 2023.

278. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 18. september 2023.
Til máls tóku:
RBD um fundargerð nr. 278, dagskrárliði nr. 1 og nr. 5.
EBr um fundargerð nr. 278, dagskrárliði nr. 1 og nr. 5.
VLJ úr stóli forseta um fundargerð nr. 278, dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2023 - Orkuveita Reykjavíkur

2301019

335. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. maí 2023.

336. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 31.maí 2023.

337. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26.júní 2023.

338. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 14.ágúst 2023.
Forseti óskar eftir afleysingu við fundarstjórn.

EBr, 1. varaforseti tekur við stjórn fundarins.

Til máls tók:

VLJ almennt um skil fundargerða til Akraneskaupstaðar sem skýrist að þessu sinni af útboðsmálum tengt sölu á eignarhlut OR í Ljósleiðaranum ehf.
VLJ um fundargerð 336, dagskrárlið nr. 1.
VLJ um fundargerð nr. 337, dagskrárlið nr. 3.
VLJ um fundargerð nr. 338, dagskrárlið nr. 1

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Forseti tekur að nýju við stjórn fundarins.

12.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2301031

932. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. september 2023.

933. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. september 2023.
Til máls tóku:
RBS um fundargerð nr. 932, dagskrárlið nr. 10 og almennt um umsagnir sem veittar eru af hálfu Sambandsins en þær virðist ekki að vera aðgengilegar á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
EBr um fundargerð nr. 932, dagskrárlið nr. 10 og varðandi umagnir Sambandsins.
VLJ úr stóli forseta um fundargerð nr. 932, dagskrárlið nr. 10.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 30. júní 2023

2306093

Fundargerð aðalfundar Faxaflóahafna frá 30. júní sl.



Leiðrétt fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:16.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00