Fara í efni  

Bæjarstjórn

1395. fundur 28. maí 2024 kl. 17:00 - 17:38 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2

2301128

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 22. maí 2024 að leggja til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.
Til máls tóku:
RBS, GIG, RBS, KHS, EBr, SAS og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing deiliskipulags Dalbrautarreits vegna Stillholts 23 og Dalbrautar 2 verði auglýst og kynnt.

Samþykkt 7:2, (VLJ/EBr/GIG/JMS/KHS/ÞG/SAS):(RBS/LÁS)

2.Menntastefna Akraneskaupstaðar - innleiðing

2403007

Menntastefna Akraneskaupstaðar var undirbúin og unnin á árunum 2019-2022 í breiðu samráði allra hagaðila skólasamfélagsins á Akranesi. Innleiðing stefnunnar hófst haustið 2023 og gengur vel. Stýrihópur skipaður fulltrúum leikskóla, grunnskóla, frístundastarfs, farsældar, íþróttastarfs, tónlistarskóla, menningarmála og foreldra vinnur að forgangsröðun markmiða og gerð verk- og tímaáætlunar. Á fundi skóla- og frístundaráðs 22. maí 2024 var fjallað um breytingartillögur hópsins er snúa að gildistíma stefnunnar, orðalagsbreytingum og sameiningu markmiða.



Skóla- og frístundaráð samþykkti breytingartillögur stýrihóps um innleiðingu menntastefnu og vísar stefnunni til afgreiðslu i bæjarstjórn.
Til máls tóku:
JMS og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir menntastefnu Akraness og breytingartillögur stýrihóps er varða gildistíma stefnunnar, orðalagsbreytingar og sameiningu markmiða sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 22. maí 2024.

Samþykkt 9:0

3.Skólabraut 9 (gamli Iðnskólinn) - Akraneskirkja skilar húsi.

24042324

Akraneskirkja hefur óskað eftir að skila mannvirkinu tilbaka til Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 16. maí 2024 og bókaði:



Bæjarráði þykir miður sú staða sem er upp komin eins og rakið er með skýrum hætti í erindinu og má fyrst og fremst rekja til fjárhagslegrar stöðu Akranessóknar. Bæjarráð óskar umsagnar skipulags- og umhverfisráðs varðandi möguleg not hússins fyrir Akraneskaupstað og varðandi ástand mannvirkisins.

Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra frágang löggerninga og annars sem tilheyrir breyttu eignarhaldi hússins.
Til máls tóku:
EBr, KHS og VLJ úr stóli forseta.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að taka við mannvirkinu sbr. erindi Akraneskirkju dags. 22. apríl 2024.

Samþykkt 9:0

4.Fundargerðir 2024 - bæjarráð

2401002

3563. fundur bæjarráðs frá 16. maí 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð.

2401004

240. fundur skóla- og fristundaráðs frá 22. maí 2024.
Til máls tóku:
JMS um dagskrárlið nr. 1.
LÁS um dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2024 - velferðar- og mannréttindaráð.

2401003

225. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 15. maí 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð.

2401005

297. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 15. maí 2024.

298. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 22. maí 2024.
Til máls tóku:
LÁS um fundargerð nr. 298, dagskrárlið nr. 4.
GIG um fundargerð nr. 298, dagskrárliði nr. 2 og nr. 4.
RBS um fundargerð nr. 298, dagskrárlið nr. 4.
KHS um fundargerð nr. 298, dagskrárlið nr. 4.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2024 - Orkuveita Reykjavíkur.

2401027

349. Fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. febrúar 2024.

350. Fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur 7. mars 2024.
Til máls tóku:
RBS um framlagningu fundargerða Faxaflóahafna.
VLJ úr stóli forseta.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2024 - SSV

2401026

180. fundargerð stjórnar SSV frá 6. mars 2024.

181. fundargerð stjórnar SSV frá 6. maí 2024.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:38.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00