Velferðar- og mannréttindaráð
Dagskrá
1.Brú hses - Skógarlundur 40, stofnframlag vegna íbúðakjarna 2023
2303217
Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar velferðar- og mannréttindaráðs og skipulags- og umhverfisráðs á fundi sínum þann 15. júní sl.
Málið komi svo að nýju til umfjöllunar bæjarráðs.
Bókun bæjarráðs 14.09. sl.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning Akraneskaupstaðar og Leigufélagsins Brú hses um stofnframlag til uppbyggingar á 6 íbúðakjarna við Skógarlund 40 á Akranesi sem gerður er á grundvelli laga um almennar íbúðir og reglugerðar nr. 183/2020 sbr. fyrirliggjandi úthlutun Húsnæðis- og mannvirkjarstofnunar um stofnframlag dags. 19. júní 2023. Heildarstofnvirði framkvæmdarinnar er. kr. 315.357.229 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 16% af þeirri fjárhæð eða kr. 50.457.157 sem gerð er krafa um endurgreiðslu á í samræmi við reglur laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og ákvæði reglugerðar nr. 180/2020. Bæjarráð vísar samningum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar. Samþykkt 3:0
Málið komi svo að nýju til umfjöllunar bæjarráðs.
Bókun bæjarráðs 14.09. sl.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning Akraneskaupstaðar og Leigufélagsins Brú hses um stofnframlag til uppbyggingar á 6 íbúðakjarna við Skógarlund 40 á Akranesi sem gerður er á grundvelli laga um almennar íbúðir og reglugerðar nr. 183/2020 sbr. fyrirliggjandi úthlutun Húsnæðis- og mannvirkjarstofnunar um stofnframlag dags. 19. júní 2023. Heildarstofnvirði framkvæmdarinnar er. kr. 315.357.229 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 16% af þeirri fjárhæð eða kr. 50.457.157 sem gerð er krafa um endurgreiðslu á í samræmi við reglur laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og ákvæði reglugerðar nr. 180/2020. Bæjarráð vísar samningum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar. Samþykkt 3:0
Lagt fram til kynningar.
2.Dalabyggð- beiðni um framkvæmd og rekstur á barnaverndarþjónustu
2303099
Drög að samningi milli Akraneskaupstaðar og Dalabyggðar vegna barnaverndarþjónustu var lagður fram í bæjarráði þann 14.09.sl, þar sem fram komu athugasemdir við ákvæði samningsins.
Bókun bæjarráðs:
Gert er ráð fyrir að málið farið að nýju fyrir velferðar- og mannréttindaráð nk. þriðjudag þann 19. september og kemur svo að nýju til meðferðar í bæjarráði á síðari stigum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Bókun bæjarráðs:
Gert er ráð fyrir að málið farið að nýju fyrir velferðar- og mannréttindaráð nk. þriðjudag þann 19. september og kemur svo að nýju til meðferðar í bæjarráði á síðari stigum.
Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs frekari úrvinnslu málsins.
Samþykkt 3:0
Velferðar- og mannréttindaráð fór yfir athugasemdir bæjarráðs við fyrirliggjandi samningsdrög og felur sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs að fylgja þeim athugasemdum eftir í áframhaldandi úrvinnslu samningsins.
Fundi slitið - kl. 18:00.