Laun bæjarfulltrúa hækka ekki til samræmis við úrskurð kjararáðs
23.11.2016
Á fundi bæjarstjórnar þann 22. nóvember var samþykkt tillaga um að fresta hækkun á launum bæjarfulltrúa en samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar miðast laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup.
Lesa meira
Jólatré felld í dag
22.11.2016
Jólatré sem munu meðal annars prýða Akratorg, Höfða og Faxatorg á aðventunni í ár voru felld í morgun. Sitkagrenið sem mun prýða Akratorg var gróðursett í kringum 1980 í landi Stóru-Fellsaxlar sem er í umsjón Skógræktarfélags Skilmannahrepps.
Lesa meira
Þorgeir Hafsteinn Jónsson nýr fjármálastjóri Akraneskaupstaðar
19.11.2016
Þorgeir Hafsteinn Jónsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Akraneskaupstaðar. Staðan var auglýst fyrr í haust og voru 22 umsækjendur um stöðuna. Þorgeir er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í fjármálum
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 22. nóvember
18.11.2016
1244. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 22. nóvember kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira
Haldið í hefðirnar á Akratorgi
17.11.2016
Í ljósi óánægju með auglýst fyrirkomulag á tendrun jólaljósa á jólatréi á Akratorgi í ár hefur menningar- og safnanefnd dregið til baka þá ákvörðun að tendra þau að morgni mánudagsins 28. nóvember. Þess í stað fer tendrun ljósanna fram laugardaginn 26. nóvember kl. 16:00 eins og áður hafði verið ákveðið...
Lesa meira
Breytingar á Vesturgötu og Brekkubraut
17.11.2016
Skipulagsmál
Eins og íbúar hafa orðið varir við þá standa yfir aðgerðir á Vesturgötu. Ákveðið hefur verið að endurbyggja götuna og hluta gangstétta, milli Stillholts og Merkigerðis. Gatan var fræst snemma í sumar en það var nauðsynlegt til að meta ástand steypunnar. Vegna þess hve umfangsmikil og óvenjuleg þessi aðgerð
Lesa meira
Styrkumsóknir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála
17.11.2016
Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála á árinu 2017. Úthlutunarreglur sjóðsins eru aðgengilegar hér. Umsóknarfrestur til þess að sækja um er til og með 5. desember.
Lesa meira
Dagur nýsköpunar og úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
16.11.2016
Dagur nýsköpunar á Vesturlandi verður haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. nóvember næstkomandi og hefst dagskrá kl. 13.30. Uppbyggingarsjóður Vesturlands mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi
Lesa meira
Laust starf aðstoðarleikskóla- og sérkennslustjóra í Leikskólanum Vallarseli
16.11.2016
Aðstoðarleikskóla- og sérkennslustjóri óskast til starfa í Leikskólann Vallarsel. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og kennarasambands Íslands
Lesa meira
Aðventan á Akranesi
15.11.2016
Í ár verður boðið upp á þá nýbreytni að jólaljósin á jólatrénu á Akratorgi verða tendruð mánudagsmorguninn 28. nóvember kl. 10:00. Nemendur á leikskólum og í yngstu bekkjum í grunnskólum bæjarins munu vera viðstaddir tendrun ljósanna og eiga saman notalega stund...
Lesa meira