Golfleikjanámskeið 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Golfklúbburinn Leynir verður með Golfleikjanámskeið í sumar.
Námskeiðið er ætlað öllum stelpum og strákum á aldrinum 6 til 10 ára (2008 til 2012).
Markmið Golfleikjanámskeiðsins er að taka á móti stelpum og strákum sem vilja kynna sér íþróttina og ná árangri í golfi. Áherslan verður á golftengda og almenna leiki, og gott og skemmtilegt golfleikjanámskeið þar sem krakkarnir öðlast færni sem gerir þau að betri kylfingum.
Lesa meira
Sumarnámskeið Smiðjuloftsins 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Smiðjuloftið heldur sumarnámskeið fyrir krakka fædda 2005-2008. Námskeiðin eru fyrir krakka sem vilja kynnast klifuríþróttinni og hafa gaman af útiveru.
Námskeiðin henta bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komin í klifri. Athugið að hámarksfjöldi í hvern hóp eru 10 börn.
Lesa meira
Reiðnámskeið sumar 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Hestamiðstöðin Borgartúni mun bjóða upp á reiðnámskeið í sumar.
Reiðnámskeiðin eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 9 ára og eldri, byrjenda og fyrir þá með reynslu.
Hvert námskeið stendur yfir frá mánudag til föstudags og eru kennd fyrir hádegi, frá kl: 10:00 - 12:00 eða eftir hádegi frá kl: 13:00 - 15:00.
Aðeins eru 5 nemendur á hverju námskeiði.
Lesa meira
Lokið - Fimleikahús - breyting á verktíma
11.05.2018
Útboð
Útboði er lokið.
Í yfirstandandi útboði á fimleikahúsi á Akranesi, hefur verið ákveðið að lengja verktímann. Verklok eru þriðjudaginn 31. desember 2019, í stað 12. júlí 2019. Einnig hefur verið ákveðið að vettvangsskoðun verði fimmtudaginn 17. maí kl. 16.
Lesa meira
Akraneskaupstaður kemur best út í samanburði á fjárhagsstöðu stærstu sveitarfélaganna
09.05.2018
Samtök atvinnulífsins gáfu út í dag þann 9. maí 2018 greiningu um samanburð á rekstri tólf stærstu sveitarfélaga landsins undir heitinu „Betur má ef duga skal“. Þar á meðal er Akraneskaupstaður ásamt Seltjarnarnesi, Garðabæ, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Akureyri, Fjarðarbyggð, Vestmannaeyjum, Árborg, Mosfellsbæ, Kópavogi og Reykjavík.
Lesa meira
Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018
09.05.2018
Bæjarstjórnarkosningar á Akranesi 2018
Kosningar til Alþingis fara fram laugardaginn 26. maí næstkomandi. Kjörskrá á Akranesi hefur nú verið samþykkt og lögð fram af bæjarstjórn Akraness. . Kjósendur á kjörskrá á Akranesi eru þeir sem eiga þar skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.
Lesa meira
Bæjarstjórnarkosningar á Akranesi 2018 - framboðslistar
09.05.2018
Bæjarstjórnarkosningar á Akranesi 2018
Eftirtaldir listar eru til framboðs við bæjarstjórnarkosningar á Akranesi laugardaginn 26. maí 2018.
Lesa meira
Opnunartími íþróttamannvirkja 10. og 11. maí 2018
08.05.2018
Fimmtudaginn 10. maí verður opið verður á Jaðarsbökkum frá kl. 09:00 til 18:00 en lokað verður í Íþróttahúsinu við Vesturgötu og Bjarnalaug vegna Uppstigningardags.
Lesa meira
Rangfærslur leiðréttar: Uppfylling í Krókalóni frá árinu 2012 í samræmi við aðal- og deiliskipulag
04.05.2018
Á almennum íbúafundi sem haldin var í Grundaskóla miðvikudaginn 2. maí síðastliðinn komu fram fullyrðingar af hálfu Guðmundar Páls Jónssonar fyrrverandi formanns bæjarráðs og bæjarstjóra, Sveins Kristinssonar fyrrverandi forseta bæjarstjórnar og Jóhanns Ársælssonar fyrrverandi bæjarfulltrúa um að landfylling...
Lesa meira
Bæjarstjórnarfundur 8. maí
04.05.2018
1274. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 8. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira