Fara í efni  

Jólalegt á Bókasafni Akraness

Jólaskreytingar á Bókasafni Akraness
Jólaskreytingar á Bókasafni Akraness

Á Bókasafni Akraness er orðið jólalegt um að litast. Þær stöllur Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir og Erla Dís Sigurjónsdóttir hafa undanfarin ár haft veg og vanda af jólaskreytingum á safninu og nú sem endranær er safnið fagurlega skreytt.

Fram til jóla býður Bókasafn Akraness upp á jólasögustund fyrir leikskólahópa alla virka morgna (nema fimmtudaga) og jólasögustund á fimmtudögum kl. 16:30-16:45.

Við hvetjum fólk til að gera sér ferð á safnið, njóta jólaandans og fá jafnvel lánaða jólabók í leiðinni. Sjón er sögu ríkari

Hér má sjá skemmtilegar svipmyndir af jólaskreytingunum


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00