Bæjarráð
Dagskrá
1.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd
1601010
37. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 6. desember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2.Fundargerðir 2016 - SSV
1602246
127. fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 23. nóvember 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016
1601444
6. mál um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins).
Bæjarráð fagnar frumvarpinu og felur bæjarstjóra að veita umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
4.Langtímaveikindi starfsmanna 2016 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)
1512118
Ráðstöfun fjármuna vegna langtímaveikinda starfsmanna Akraneskaupstaðar.
Bæjarráðs samþykkir úthlutun úr veikindapotti vegna kostnaðar stofnana við afleysingu sem er tilkomin vegna veikindaforfalla starfsmanna.
Ráðstöfun fjármuna vegna þessa verður afgreitt með gerð viðauka en umsóknir eru 18,7 mkr. umfram áætlaða fjárhæð í fjárhagsáætlun.
Ráðstöfun fjármuna vegna þessa verður afgreitt með gerð viðauka en umsóknir eru 18,7 mkr. umfram áætlaða fjárhæð í fjárhagsáætlun.
5.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2016
1601415
Níu mánaða uppgjör Akraneskaupstaðar frá 1. janúar til 30. september 2016.
Þorgeir Jónsson fjármálastjóri, Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhaldsdeildar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Þorgeir Jónsson fjármálastjóri, Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhaldsdeildar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.
6.Vesturgata 102 - sala
1606133
Tilboð í eignina við Vesturgötu 102.
Gögn lögð fram á fundinum.
Gögn lögð fram á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi og tekur ekki þátt í afgreiðslu fundarliða nr. 7 til og með nr. 15.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi og tekur ekki þátt í afgreiðslu fundarliða nr. 7 til og með nr. 15.
7.Hestamannafélagið Dreyri - Reiðhöll/skemma
1612055
Erindi Hestamannafélagsins Dreyra þar sem óskað er eftir kostnaðarþátttöku Akraneskaupstaðar í byggingu reiðhallar/skemmu.
Bæjarráð vísar til samþykktrar fjárhagsáætlunar vegna ársins 2017 en samkvæmt henni er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu frá Akraneskaupstað vegna byggingar reiðhallar.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar vegna ársins 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar vegna ársins 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021.
8.Sundfélag Akraness - bygging sundlaugar
1612057
Ályktun Sundfélags Akraness vegna frestunar á byggingu nýrrar sundlaugar.
Bæjarráð vísar til samþykktrar fjárhagsáætlunar vegna ársins 2017 en samkvæmt henni er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu frá Akraneskaupstað vegna byggingar nýrrar sundlaugar.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar vegna ársins 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar vegna ársins 2018 og þriggja ára áætlunar 2019-2021.
9.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi
1603057
Erindi starfshóps um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir greinargerðina og felur hópnum að starfa áfram til 1. júlí 2017.
10.Húsfélagaþjónustan - samningur um þrif 2016 - 2017
1611101
Erindi velferðar- og mannréttindaráðs um tilboð Húsfélagaþjónustunnar um áframhaldandi samstarf og samning.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Húsfélagaþjónustuna en gert hefur verið ráð fyrir útgjöldunum í samþykktri fjárhagsáætlun 2017.
11.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
1612050
Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning á fundi sínum þann 14. desember síðastliðinn og vísar þeim til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.
12.Þroskahjálp - húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki
1612039
Bréf Þroskahjálpar þar sem vakin er athygli stjórnenda sveitarfélaga á að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda.
Bæjarráð vísar erindinu til velferðar- og mannréttindaráðs.
13.Lög um persónuvernd og net- og upplýsingaöryggi
1612054
Upplýsingar Sambandsins vegna nýrra laga um persónuvernd, net- og upplýsingaöryggi sem innleidd verða í íslensk lög á næstu misserum.
Erindið lagt fram.
14.Gamla Kaupfélagið - lengri opnunartími
1606142
Umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsóknar Veislur og Viðburðir ehf. um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna lengri opnunartíma á annan í jólum (26. desember 2016)og á nýársnótt (1.janúar 2017).
Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir umsókn Gamla kaupfélagsins um lengri opnunartíma þann 27. desember nk. til kl. 03:00 og þann 1. janúar nk. til kl. 04:00.
Bæjarráð samþykkir umsókn Gamla kaupfélagsins um lengri opnunartíma þann 27. desember nk. til kl. 03:00 og þann 1. janúar nk. til kl. 04:00.
15.Olís þjónustustöð Esjubraut 45 - rekstrarleyfi
1611151
Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar á umsókn Olíuverslunar Íslands um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki I að Esjubraut 45.
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um beiðni Olís um rekstrarleyfi vegna þjónustustöðvar við Esjubraut 45 á Akranesi. Umsögn bæjarráðs er veitt með fyrirvara um jákvæða afgreiðslu byggingarfulltrúa og slökkviliðstjóra.
Fundi slitið - kl. 10:00.