Fara í efni  

Bæjarstjórn

1345. fundur 25. janúar 2022 kl. 17:00 - 17:31 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

Fundurinn fer fram í fjarfundi og fundarmenn samþykkja fundargerð í lok fundar með rafrænum hætti.

Forseti gerir grein fyrir að kaupstaðurinn á 80 ára afmæli í ár og að fyrsti bæjarstjórnarfundurinn fór fram þann 26. janúar 1942. Af þessu tilefni les forseti úr fyrstu fundargerð bæjarstjórnar. Sérstakur hátíðarfundur bæjarstjórnar verður haldinn síðar á árinu er aðstæður í samfélaginu bjóða upp á slíkt. Jafnframt er í undirbúningi hjá menningar- og safnanefnda ýmsir viðburðir í bæjarfélaginu til að fagna áfanganum og verða þeir kynntir á heimasíðu Akraneskaupstaðar og staðarmiðlum.

1.Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

2102302

Viðauki nr. 37 við fjárhagsáætlun ársins 2021.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3485 þann 13. janúar 2022, viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021, samtals að fjárhæð kr. 19.600.000.

Bæjarráð vísaði víðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 37. við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021, samtals að fjárhæð kr. 19.600.000. Viðaukinn felur í sér tilfærslu á milli deilda innan áætlunar samkvæmt meðfylgjandi skjali og hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

2.Deiliskipulag Sólmundarhöfða - Höfðagrund 5 sólstofa

2201105

Umsókn um að stækka byggingarreit um 22,7 m². Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Samþykki þeirra sem send voru kynningargögn hafa borist.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deilskiskipulagi Sólmundarhöfða vegna Höfðargrundar 5, sem felur í sér stækkingu á byggingarreit um 22,7 m², að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

3.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3485. fundargerð bæjarráðs frá 13. janúar 2022
3486. fundargerð bæjarráðs frá 17. janúar 2022
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

225. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 10. janúar 2022
226. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 17. janúar 2022
Til máls tóku:
EBr um fundargerð 225, fundarlið nr. 2 og nr. 3.
EBr um fundargerð nr. 226, fundarlið nr. 3 og nr. 4.
RBS fundargerð nr. 225, fundarlið nr. 2 og nr. 3.
RBS um fundargerð nr. 226, fundarlið nr. 3. og nr. 4.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

172. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 19. janúar 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2022 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2201057

905. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. janúar 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:31.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00