Fara í efni  

Bæjarstjórn

1375. fundur 23. maí 2023 kl. 17:00 - 17:25 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Björn Guðmundsson varamaður
  • Sigríður Elín Sigurðardóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð

2302013

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 11. maí 2023 endurskoðaðar reglur Akraneskaupstaðar um fjárhagsaðstoð og vísað reglunum til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tók: EBr

Bæjarstjórn Akraness samþykkir endurskoðaðar reglur Akraneskaupstaðar um fjárhagsaðstoð.

Samþykkt 9:0

2.Lækjarflói 16-18 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2302127

Umsókn Merkjaklappar ehf. um breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis. Stótt er um að sameina lóðir Lækjarflóa 16 og 18 og að sameina byggingarreit. Nýtingarhlutfall fer úr 0,35 í 0,36.

Deiliskipulagsbreyting var, grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. fyrir lóðarhöfum Lækjarflóa nr. 10A og 20, og Nesflóa 2. Grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023. Engar athugasemdir bárust.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umrædda deiliskipulagsbreytingu, senda Skipulagsstofnun og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu Flóahverfis vegna sameiningar byggingarlóðanna Lækjarflóa 16 og Lækjarflóa 18, að deiliskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

3.Þjóðvegur 13A - umsókn til skipulagsfulltrúa

2303183

Umsókn Björgvins Sævars Matthíassonar um breytingu á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis, Þjóðvegi 13-15. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit í suðaustur um fjóra metra. Annað er óbreytt.

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Þjóðveg 13 og Akrurprýði 7. Grenndarkynnt var frá 12. april til 11. maí 2023. Eitt samþykki barst.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umrædda deiliskipulagsbreytingu, senda Skipulagsstofnun og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu Miðvogslækjar vegna Þjóðvegar 13-15, að deiliskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

4.Vesturgata 102 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2302121

Umsókn lóðarhafa Vesturgötu 102 um að breyta deiliskipulagi Stofnanareits. Sótt er um að stækka byggingarreit bílskúrs bæði í norðvestur og norðaustur. Jafnframt færist byggingarreitur frá lóðamörkum suðaustur.

Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Vesturgötu 105,109,111 og Merkigerði 2 og 4. Grenndarkynnt var frá 12. apríl til 11. maí 2023.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umrædda deiliskipulagsbreytingu, senda Skipulagsstofnun og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem felst í deiliskipulagsbreytingu er á höndum lóðarhafa.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu Stofnanareits vegna Vesturgötu 102, að deiliskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunar og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að allur deiliskipulagskostnaður verði greiddur af lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

5.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Jaðarsbakkar

2305045

Skipulagslýsing lögð fram fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og endurskoðun deiliskipulags Jaðarsbakka. Breytingin er vegna fyrirhugaðrar uppbyggingu á miðstöð lýðheilsu á svæðinu, t.d. uppbyggingu hótels, baðlóns og íþróttaaðstöðu, auk þess sem möguleiki er á þéttingu byggðar. Lögð verður áhersla á íþróttir og náttúru á svæðinu með skýrri tenginu við sjóinn og Langasand. Breytingin tekur til 17,5 hektara svæðis og landnotkunarreita HV-201, OP-202, íB-203, ÍÞ- 206 og AF-207.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.
Forseti gerir það að tillögu sinni að málinu verði vísað til bæjarráðs sem vinni málið frekar með samstarfsaðilum samkvæmt viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Jaðarsbökkum.

Samþykkt: 9:0

6.Deiliskipulag Jaðarsbakkar

2304154

Skipulagslýsing lögð fram fyrir breytingu á deiliskipulagi Jaðarsbakka. Breytingin er vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á miðstöð lýðheilsu á svæðinu, t.d. uppbyggingar hótels, baðlóns og íþróttaaðstöðu, auk þess sem möguleiki er á þéttingu byggðar. Lögð verður áhersla á íþróttir og náttúru á svæðinu með skýrri tenginu við sjóinn og Langasand. Breytingin tekur til 17,5 hektara svæðis og landnotkunarreita HV-201, OP-202, íB-203, ÍÞ- 206 og AF-207.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði auglýst og kynnt.
Forseti gerir það að tillögu sinni að málinu verði vísað til bæjarráðs sem vinni málið frekar með samstarfsaðilum samkvæmt viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Jaðarsbökkum.

Samþykkt: 9:0

7.Bæjarlistamaður Akraness 2023

2304055

Tilnefning menningar- og safnanefndar um bæjarlistamann Akraness 2023 (minnisblað).
Forseti gerir það að tillögu sinni að umræður um þennan lið og afgreiðsla fari fram í lok fundar eftir að slökkt hefur verið á útsendingu fundarins en ákvörðunin verður gerð opinber venju samkvæmt á Þjóðhátíðardeginum þann 17. júní nk.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir tilnefningu menningar- og safnanefndar um bæjarlistamann Akraness 2023.

Samþykkt 9:0

8.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3533. fundur bæjarráðs þann 11. maí 2023.

3534. fundur bæjarráðs þann 11. maí 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

267. fundur skipulags- og umhverfisráðs, frá 15. maí 2023.
Til máls tók:
GIG um dagskrárliði nr. 3 og nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

216. fundur skóla- og frístundasviðs frá 17. maí 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

204. fundur velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. maí 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00