Bæjarráð
Dagskrá
1.Fundargerðir 2017 - menningar- og safnanefnd
1701009
43. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17. júní 2017.
44. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 23. ágúst 2017
44. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 23. ágúst 2017
Fundargerðirnar lagðar fram.
2.Afmælisgjöf til FVA
1709070
Fjölbrautarskóli Vesturlands á 40 ára starfsafmæli 12. september 2017.
Bæjarráð óskar Fjölbrautarskóla Vesturlands innilega til hamingju með afmælið.
Bæjarráð samþykkir að veita skólanum peningagjöf að fjárhæð kr. 500.000 til uppbyggingar á tölvuveri í tilefni af 40 ára starfsafmæli stofnunarinnar.
Fjármunum vegna þessa, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.
Bæjarráð samþykkir að veita skólanum peningagjöf að fjárhæð kr. 500.000 til uppbyggingar á tölvuveri í tilefni af 40 ára starfsafmæli stofnunarinnar.
Fjármunum vegna þessa, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.
3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017
1702004
Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2017.
Þorgeir Jónsson fjármálastjóri, Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhaldsdeildar sitja fundinn undir þessum lið.
Þorgeir Jónsson fjármálastjóri, Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhaldsdeildar sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2017 og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.
4.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2017
1701128
Sex mánaða árshlutauppgjör lagt fram.
Þorgeir Jónsson fjármálastjóri, Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhalds taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Þorgeir Jónsson fjármálastjóri, Andrés Ólafsson verkefnastjóri og Sigmundur Ámundason deildarstjóri bókhalds taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.
5.Opið bókhald og stjórnendamælaborð
1709069
Minnisblað fjármálastjóra vegna upptöku á kerfi er varðar "Opið bókhald" og stjórnendamælaborð hjá Akraneskaupstað.
Þorgeir Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Þorgeir Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við KPMG um kaup á lausn varðandi "Opið bókhald" og stjórnendamælaborð.
Fjármunum vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 3.781.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.
Fjármunum vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 3.781.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.
6.Tækjakaupasjóður - umsókn Tónlistarskólans
1703067
Umsókn frá Tónlistarskólanum í tækjakaupasjóð um kaup á Ipad tækjum fyrir skólann.
Bæjarráð samþykkir að uppfærður verði tækjabúnaður til kennslu í Tónlistarskólanum á Akranesi. Fjármunum vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 1.798.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4660.
7.Gjaldskrá Tónlistarskólans á Akranesi (breyting)
1709066
Tillaga að nýrri gjaldskrá Tónlistarskólans á Akranesi fyrir árið 2017. Fyrir liggur minnisblað skólastjórans um helstu breytingar.
Bæjarráð samþykkir nýja gjaldskrá fyrir Tónlistarskóla Akraness sem felur fyrst og fremst í sér uppfærslu til samræmis við nýjungar í þjónustutilboðum við skólann.
8.Höfði - lífeyrisskuldbindingar
1511324
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila.
Bæjarráðs samþykkir fyrirliggjandi uppgjör á lífeyrisskuldbindingum Höfða en felur bæjarstjóra að koma á framfæri tillögu að breytingu á orðalagi bókunar sem er fylgiskjal uppgjörssamkomulagsins.
Bæjarráðs vísar samþykktinni til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarráðs vísar samþykktinni til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
9.Baugalundur 9 - umsókn um byggingarlóð
1708194
Umsókn Birkis Guðjónsonar um byggingarlóð að Baugalundi 9. Umsóknargjald hefur verið greitt og er því umsóknin tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnarinnar að Baugalundi 9 til umsækjanda.
10.Bárugata 19 - rekstur gististaðar
1709062
Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar um beiðni Þinghamars ehf kt.500310-1110 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, sem reka á að Bárugötu 19 n.h., 300 Akranesi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
11.Dularfulla búðin - athugasemd við rekstur
1709060
Athugasemdir við rekstur á Dularfullu búðinni frá nágrönnum húsnæðis þess.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja erindinu eftir.
12.SSV - haustþing 2017
1709050
Haustþing SSV verður haldið þann 11. október næstkomandi á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Dagskrá hefst kl. 9:30 og er áætlað að þingið standi yfir til kl. 17:30.
Lagt fram.
13.Fiskistofa - tilkynningar
1709024
Tilkynning frá Fiskistofu um aflaheimildir 2017-2018.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 10:35.