Fara í efni  

Bæjarráð

3566. fundur 27. júní 2024 kl. 08:15 - 15:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Sunnubraut 21 breyting á útliti - umsókn til skipulagsfulltrúa

2406074

Breyting á skipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 24. júní 2024 að því að leggja til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
RBS víkur af fundi.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr. sbr. 3. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 2:0

RBS tekur sæti á fundinum að nýju.

2.Dalbraut 31 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2401360

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 24. júní 2024 að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu vegna Dalbrautar 31.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórin samþykkir byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar að Dalbraut 31 sem felur í sér breytingu á núverandi viðbyggingu með þeim hætti að hún verði fjarlægð og stærri viðbygging reist. Með breytingunni eykst nýtingarhlutfall lóðarinnar um 0,09 (úr 0,28 í 0,37).

Samþykkt 3:0

3.Lækjarflói 25 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2405234

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 24. júní 2024 að leggja til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Flóahverfis vegna Lækjarflóa 25 hljóti málsmeðferð samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breyting á skipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.

Breytingin felst í að lóð við Lækjarflóa 25 er stækkuð úr 5.791 fm í 6.211 fm eða um 420 fm í vestur. Byggingarreitur er stækkaður til samræmis, úr 3.133 fm í 3.456 fm eða um 323 fm. Við stækkun lóðar eykst byggingarmagn um 168 fm.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr. sbr. 3. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 3:0

4.Reynigrund 24 breyting á húsnæði -Umsókn til skipulagsfulltrúa

2403026

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 24. júní 2024 að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu vegna Reynigrundar 24. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugsemda sem bárust við deiliskipulagsbreytingunni.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir byggingarleyfi vegna framkvæmdarinnar að Reynigrund 24 sem felur í sér breytingar á útliti hússins sbr. meðfylgjandi gögn en breytingin felur í sér hækkun á hámarkshæð um 16 sm (3,64 m í 3,8 m) og breytingu á gluggum á öllum hliðum hússins.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð í umboði bæjarstjónar samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar bæjarstjórnar við framkomnum athugasemdum vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.

Samþykkt 3:0

5.Suðurgata 126, lyftuhús - umsókn til skipulagsfulltrúa

24042320

Umsókn lóðarhafa Suðurgötu 126 um stækkun byggingarreits um 11,9 m2 til austurs. Byggja á lyftu við hús en núverandi lyftuhús verður fjarlægt. Grenndarkynnt var frá 3. maí til 6. júní 2024 fyrir lóðarhöfum Skagabrautar 21, 23, 24, og 25 og Jaðarsbraut 3 skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 24. júní 2024 að leggja til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsbreytingu vegna Suðurgötu 126, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

6.Kynning fyrir bæjarráð á starfsemi Transition Labs ehf. og Röst sjávvarrannsóknarsetri.

2406068

Fulltrúar frá Transition Labs ehf. og Röst sjávarrannsóknarsetri mæta á fund bæjarráðs og kynna starfsemi félaganna.

Kjartan Örn Ólafsson framkvæmdarstjóri, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir rekstrarstjóri og Karen Björk Eyþórsdóttir verkefnastjóri frá Transisition Labs ehf. og Salome Hallfreðsdóttir framkvæmdarstjóri frá Röst sjávarrannsóknarsetri.

Bæjarráð þakkar gestunum fyrir mjög áhugaverða og fræðandi kynningu og fyrir komuna á fundinn.

Gert er ráð fyrir að fulltrúar fyrirtækjanna komi aftur á fund bæjarráðs í ágúst mánuði.

7.Kaup á kæliklefa fyrir mötuneyti

2405047

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. maí 2024 að veita viðbótarfjármagni til Grundaskóla til kaupa á kæliklefa.

Kostnaðinum, samtals að fjárhæð kr. 2.331.000 (með uppsetningu og vsk), var mætt af deild 20830-4660 og færður á deild 04230-4660.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins 2024, samtals að fjárhæð kr. 2.331.000 vegna ráðstöfunarinnar og er kostnaðinum mætt af deild 20830-4660 og færður á deild 04230-4660.

Samþykkt 3:0

8.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2403271

Sameiginlegur viðauki bæjarráðs vegna tímabilsins janúar - maí 2024.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 9.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun ársins 2024 og þær tilfærslur sem lagðar eru til í honum af fjármálastjóra sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.

Viðaukinn er að fjárhæð kr. 36.715.596 vegna hækkunar afskrifta og er mætt með samsvarandi lækkun á áætlaðri rekstrarniðurstöðu ársins 2024.

Samþykkt 3:0

9.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Verk- og tímaáætlun vegna vinnslu fjárhagsáætlunar 2025 og þriggja ára áætlunar vegna tímabilsins 2026 til og með 2028.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir verk- og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar ársins 2025 og þriggja ára áætlunar vegna tímabilsins 2026 til og með 2028.

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

10.Íþróttahús - búnaðarkaup

2406255

Skóla- og frístundaráð tók fyrir á fundi sínum 26. júní s.l. tilboð í búnaðarkaup fyrir íþróttahúsið á Vesturgötu og nýja íþróttahúsið á Jaðarsbökkum. Fengin voru tilboð frá þremur fyrirtækjum og var Altís með hagstæðustu verðin. Veittur er viðbótar afsláttur ef heildarpakkinn fyrir bæði húsin er tekinn hjá fyrirtækinu. Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að forstöðumaður íþróttamannvirkja fái heimild til kaupa á nauðsynlegum búnaði skv. fyrirliggjandi lista fyrir íþróttahúsið á Vesturgötu svo hægt verði að hefja starfsemi með fullbúið hús í haust.



Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 11.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að forstöðumaður íþróttamannvirkja fái heimild til kaupa á nauðsynlegum búnaði fyrir íþróttahúsið á Vesturgötu sbr. fyrirliggjandi lista, samtals að fjárhæð kr. 6.948.000. Útgjöldunum verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins 2024.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna ráðstöfunarinnar.

Samþykkt 3:0

11.Mötuneyti grunnskóla - framtíðarsýn

2405056

Í maí 2024 hóf skóla- og frístundaráð vinnu við gerð verkefnisáætlunar um framtíðarsýn í mötuneytismálum grunnskólanna.



Á fundi ráðsins 26. júní sl. var fjallað um stöðu og framvindu verkefnisins.Bókun ráðsins er eftirfarandi:

Vilji skóla- og frístundaráðs stendur til að útboðsleið, á rekstri og þjónustu mötuneyta grunnskólanna, verði skoðuð af fullri alvöru. Er það mat ráðsins að sú leið geti verið ákjósanleg til þess m.a. að mæta áskorunum við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, auka gæði, fjölbreytni og val skólamáltíða ásamt því að skapa tækifæri til samlegðar með öðrum stofnunum/rekstrareiningum kaupstaðarins. Til þess að hefja vinnu við undirbúning og gerð útboðsgagna leggur skóla- og frístundaráð til við bæjarráð að veitt verði heimild til að óska eftir tilboðum í aðkeypta ráðgjafavinnu í tengslum við verkefnið.
Bæjarráð er sammála því að málið verði skoðað ofan í kjölinn og samþykkir að óskað verði eftir tilboðum í aðkeypta ráðgjafavinnu vegna verkefnisins.

Málið komi að nýju fyrir ráðið er tilboð hafa borist.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð óskar eftir að skóla- og frístundaráð útfæri tillögu varðandi fyrirkomulag gjaldfjrálsra skólamáltíða sem verða teknar upp á komandi skólaári sbr. fyrirliggjandi samþykkt vegna kjarasamninga frá mars sl. sem ætlað er að gilda út kjarasamningstímann til loka mars 2028 (vorönn árið 2028).

Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

12.Loftlyftukerfi Laugarbraut 8

2403246

Loftlyftukerfi inn á búsetukjarnann á Laugarbraut 8. Fyrir liggur tilboð frá Öryggismiðstöðinni fyrir loftlyftur inn í þrjár íbúðir og sameignlegt baðherbergi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 24. júní 2024 að taka undir bókun velferðarráðs og vísaði erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Sveinborg Kristjánsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr 13. til og með 15.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að ráðist verði í framkvæmdina en óskar eftir að umsjónarmaður fasteigna afli tilboða frá fleiri en einum söluaðila.

Málið komi að nýju fyrir ráðið er endanlegur kostnaður liggur fyrir.

Samþykkt 3:0

13.Lög um breytingu á lögum um húsnæðisbætur nr. 752016

24052252

Alþingi samþykkti í maí 2024 lagafrumvarp um breytingar á lögum um húsnæðisbætur. Markmið laganna er að styðja við nýgerða kjarasamninga til fjögurra ára á almennum vinnumarkaði með því að hækka húsnæðisbætur og auka þannig ráðstöfunartekjur heimilanna og draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda.



Við breytingarnar verður annars vegar tekið aukið tillit til fjölda heimilisfólks við útreikning húsnæðisbóta. Þannig munu grunnfjárhæðir og frítekjumörk vegna húsnæðisbóta taka til allt að sex heimilismanna í stað fjögurra áður. Tveir flokkar grunnfjárhæða húsnæðisstuðnings bætast við vegna fimm eða sex heimilismanna og þá hækka einnig frítekjumörk vegna heimila þar sem fimm eða sex íbúa.



Hins vegar hækkar grunnfjárhæð húsnæðisbóta til einstaklingsheimila um 25% frá því sem nú gildir. Aðrar grunnfjárhæðir hækka til samræmis. Skerðingarmörk vegna eigna hækka einnig í 12,5 m.kr. en þau eru 8 m.kr. í dag. Þannig munu húsnæðisbætur ekki falla niður fyrr en samanlagðar heildareignir heimilis ná 20 m.kr.



Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 7. júní 2024 samþykkti ráðið að leggja til við bæjarráð að þakið á sérstökum húsnæðisstuðningi verði hækkað úr 80.000 kr. í 90.000 kr. í ljósi laga um breytingar á lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016.



Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 21. júní 2024.
Bæjarstjórn í umboði bæjarstjórnar samþykkir breytingu á sérstökum húsnæðisstuðningi hækki um kr. 10.000 og verði kr. 90.000 á mánuði. Vegna hækkunar á framlagi ríkisins á grunnfjárhæð húsnæðisbóta til einstaklingsheimila verða ekki fjárhagsleg áhrif á fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ráðstöfunarinnar.

Samþykkt 3:0

14.Írskir dagar 2024

2405054

Fjölskylduhátíðin Írskir dagar er haldin 4.-7. júlí næstkomandi.



Undanfarin ár hefur aukning orðið á áhættuhegðun ungmenna á hátíðinni, þar sem notkun áfengis og vímuefna, slagsmál og útigangur hefur færst í vöx. Þá eru einnig dæmi um að einstaka foreldrar hafi einnig sýnt af sér óæskilega hegðun og vanrækslu á börnum af sambærilegum ástæðum.



Bakvakt barnaverndar hefur tekið við tilkynningum frá lögreglu og farið í útköll þessa helgi, líkt og aðrar, en það hefur sýnt sig að sjaldan næst að kalla út bakvakt sökum anna lögreglu og annarra sem koma að hátíðinni. Það er mikilvægt í barnaverndarþjónustu að grípa inn í mál, barna og fjölskyldna, eins fljótt og auðið er.



Önnur sveitarfélög hafa farið þá leið, með góðum árangri, að vera með auka bakvakt barnaverndarþjónustu á útihátíðum. Þannig skapast tækifæri til að ná til barna, ungmenna og foreldra og koma máli þeirra í skjótan farveg.



Bakvaktarstarfsmenn væru þá á staðnum þar sem skemmtunin fer fram og vinna í nánu samstarfi við útivakt Þorpsins að því að tryggja velferð og farsæld barna og fjölskyldna á útihátíðinni.



Óskað er eftir aukafjárveitingu skv. meðfylgjandi kostnaðaráætlun, samtals 690.078, til að halda úti viðbótar bakvakt barnaverndarþjónustu á Írskum dögum.



Á fundi velferðar- og mannréttindaráð þann 7. júní 2024 var bókað að ráðið telur mikilvægt að bregðast við þeim ógnunum sem upp hafa komið á írskum dögum og tekur því jákvætt í þær úrbætur sem hér eru lagðar fram, bæði í formi útivakta Þorpsins og viðbótar bakvakt barnaverndarþjónustu.



Ráðið samþykkti aukafjárveitingu skv. kostnaðaráætlun, samtals 690.078 kr. til að halda úti útibakvakt barnaverndarþjónustu á Írskum dögum 2024.



Velferðar- og mannréttindaráð vísaði málinu til kynningar í bæjarráði.



Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum þann 21. júní 2024 og tók jákvætt í erindið en frestaði afgreiðslu og óskaði nánari skýringa m.a. á framkvæmd fyrirhugaðrar útivaktar.
Bæjarráð samþykkir ráðstöfunina vegna viðbótarmönnunar barnaverndar á Írskum dögum (tveir starfsmenn,) sem mætt verður innan launaliðar barnaverndar og er samtals áætluð að fjárhæð kr. 525.000.

Samþykkt 3:0

15.Athugun á þjónustu í búsetuúrræði fatlaðs fólks

24042202

Frumkvæðisúttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) á búsetukjörnum fatlaðra í sveitarfélögum á landsvísu. Skila á niðurstöðum ásamt úrbótaáætlun eigi síðar en 1. oktober 2024. Óskað er eftir heimild til að ráða verktaka til að taka út þjónustu í þremur búsetukjörnum fatlaðra á Akranesi.



Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 7. júní 2024 var samþykktur meðfylgjandi viðauki sem snýr að frumkvæðisúttekt að beiðni GEV á búsetukjörnum fatlaðra hjá sveitarfélögum og vísað til bæjarráðs til endanlegrar ákvörðunar. Um er að ræða lögbundna skyldu sveitarfélaga að sinna innra eftirliti með þjónustu við fatlað fólk skv. 5. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og laga um Gæða og eftirlitsstofnun nr. 88/2021.



Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 21. júní 2024.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 13 vegna ráðstöfunarinnar, samtals að fjárhæð 2,5 m.kr. og er útgjöldunum mætt með auknum tekjum frá Jöfnunarsjóði sem færast á deild 0185-00080 en gjöldin færast á deildir 02260-4980 (kr. 833.333), 02270-4980 (kr. 833.334) og 02280-4980 (kr. 833.333).

Samþykkt 3:0

Sveinborg Kristjánsdóttir víkur af fundi.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar felur bæjarstjóra að tryggja að sérstök umsókn fari til Jöfnunarsjóðs vegna verkefnisins sem taki þá einnig til vinnu okkar eigin starfsmanna.

16.Deiliskipulagsrammi Smiðjuvellir

2301147

Deiliskipulagsrammi vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi Smiðjuvalla, deiliskipulagsrammi inniheldur stefnumörkun Akraneskaupstaðar um þróun svæðisins til langs tíma.

Skipulags- og umhverfisráð samþykki á fundi sínum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagsramma fyrir Smiðjuvelli um stefnumörkun um svæðið.

Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar þann 21. júní 2024.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir deiliskipulagsramma vegna Smiðjuvalla.

Samþykkt 3:0

17.KFÍA - tækifærisleyfi á knattspyrnuleik ÍA og Vals 28.06.2024

2406228

Umsókn um tækifærisleyfi á knattspyrnuleik ÍA-Vals þann 28. júní næstkomandi.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirliti og öðrum viðbragðsaðilum.

Samþykkt 3:0

18.Icedocs - kvikmyndahátíð 2023

2308046

Icedocs heimildakvikmyndahátíðin verður haldin á Akranesi dagana 17. -21. júlí 2024 en viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem menningarviðburður á Akranesi sem fjölda gesta sækir á hverju ári. Beiðni um styrkveitingu, samtals að fjárhæð kr. 500.000.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til málefnisins, samtals að fjárhæð kr. 500.000, sem ráðstafað verður af deild 20830-4995 og inn á 05890-5948.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að vinna drög að samstarfssamningi um verkefnið og að samningurinn komi til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar að loknu sumarleyfi.

Samþykkt 3:0

19.Atvinnulóðir í Flóahverfi - gjaldskrá

2401405

Tillaga varðandi gjaldskrá atvinnulóða í Flóahverfi.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 21. júní 2024.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breytingu á reglum sem gilda varðandi úthlutun lóða í Flóahverfi sem m.a. felur í sér að framvegis gildi almennar reglur varðandi gatnagerðar og þjónustugjöld, þ.e. reglur samkvæmt gjaldskrá nr. 1543/2022 fyrir gatnagerðargjald í Akraneskaupstað og nr. 361/2023 fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld. Áfram verður í gildi sérregla um mögulegt val á lóðarhöfum til að skapa nauðsynlegt svigrúm vegna þátta sem styðja undir forsendur grænna iðngarða.

Samþykkt 3:0

20.Brú Lífeyrissjóður - Endurgreiðsluhlutfall Lífeyrissjóðs Akraness 2024

2406222

Erindi stjórnar Brúar lífeyrissjóðs til bæjarstjórnar Akraness varðandi endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga fyrir árið 2024 verði 67% sem er óbreytt hlutfall frá fyrra ári.

Lagt fram.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar óskar eftir að framkvæmdastjóri Brúar Lífeyrissjóðs komi inn á næsta fund ráðsins þann 9. júlí nk. þar sem færi gefist á að ræða nánar erindið.

Bæjarstjórn hefur áður, með formlegu erindi, óskað eftir því við stjórn Brúar Lífeyrissjóðs að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar verði ákvarðað með öðrum hætti en regluverkið gerir ráð fyrir í dag en því var hafnað.

Akraneskaupstaður telur að endurgreiðsluhlutfall einstaka launagreiðanda réttindasafnsins sé of lágt enda er verið að ganga á innborganir kaupstaðarins (varasjóð) vegna óskyldra launagreiðenda og það gert á grundvelli bakábyrðar Akraneskaupstaðar út frá samþykktum sjóðsins. Bæjarstjórn gerir einnig athugasemdir við að ákvörðun um endurgreiðsluhlutfall ársins 2024 komi svona seint fram en eðlilegra hefði verið að það væri ákvarðað í árslok ársins 2023.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

21.OR - Skuldaviðmið sveitarfélaga sbr. reglugerð 502 - 2012

2406235

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur til Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um skuldaviðmið sveitarfélaga sbr. reglugerð 502/2012.
Lagt fram.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar tekur undir mikilvægi málsins m.t.t. til hagsmuna sveitarfélaga sem og Orkuveitu Reykjavíkur og beinir þeirri ósk til hæstvirts innviðaráðherra að vinnu við endurskoðun reglugerðar 502/2012 um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga verði hraðað sem mest.

Samþykkt 3:0

22.Endurmörkun - breytingar á vörumerki Orkuveitunnar

2406277

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti nýja heildarstefnu og í framhaldinu nýtt vörumerki og óskað er eftir samþykki eigenda á breytingum á vörumerkinu.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrrliggjandi tillögu stjórnar um breytingar á vörumerki Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar leyfir sér að setja fram það sjónarmið að mál sem þetta falli innan valdsviðs stjórnar Orkuveitunnar að ákveða enda hefur slíkt jafnan áður verið gert án sérstakrar ákvörðunar eigenda sbr. fylgigögn málsins.

23.OR - Arðgreiðslutillaga til eigenda

2406270

Tillaga um arðgreiðslu Orkuveitunnar 24. júní 2024
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi arðgreiðslutillögu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 15:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00