10 ár frá opnun Akranesvita
24.03.2022
Í dag eru liðin 10 ár síðan Akranesviti var opnaður.
Akranesviti var teiknaður af Axel Sveinssyni verkfræðingi og tekinn í notkun árið 1947, en fyrir 10 árum síðan var vitinn opnaður fyrir gesti og gangandi.
Hugsjónamaðurinn Hilmar Sigvaldason átti upphaflega þá hugmynd að opna vitann fyrir ferðafólki og hefur Hilmar staðið vaktina allar götur síðan og tekið vel á móti fólki sem heimsækir staðinn. Breiðin og Akranesviti eru nú orðnir þekktir staðir til að skoða á Akranesi og vitinn þekktur víða um heim.
Vitinn hefur óneitanlega skapað sér sess í menningarlífi skagamanna, vitinn hefur verið vinsæll staður tónleika, listasýninga og ýmissa viðburða.
Við lítum þakklát yfir farinn veg síðustu 10 ár og lítum björtum augum á framtíð staðarins.