Akranesferjan siglir um helgina
23.06.2017
Akranesferjan verður með áætlun og kynningarverð á siglingum í tengslum við Norðurálsmótið um helgina, 23. - 25. júní. Þetta er kjörið tækifæri fyrir heimamenn að skreppa til Reykjavíkur sem og fyrir Reykvíkinga að heimsækja Skagann. Allar upplýsingar um verð, áætlun og tilkynningar um breytingar, má finna hér á facebooksíðu Akraness.
Áætlun og verðskrá um helgina er eftirfarandi :
Verðskrá:
- Fullorðnir stök ferð: 2.000 kr.
- Fullorðnir fram og til baka: 3.000 kr.
- Öryrkjar, aldraðir og börn 6 til 16 ára stök ferð: 1.000 kr.
- Öryrkjar, aldraðir og börn 6 til 16 ára fram og til baka: 2.000 kr.
- Frítt fyrir börn 0-5 ára.
Áætlun er sem hér segir:
Föstudagur 23.6.
- Frá Reykjavík: 6:20, 10:30, 14:15, 17:30
- Frá Akranesi: 7:00, 11:00, 16:45, 18:00
Laugardagur 24.6.
- Frá Reykjavík: 8:00, 11:00, 17:00
- Frá Akranesi: 9:00, 12:00, 18:00
Sunnudagur 25.6.
- Frá Reykjavík: 8:00, 14:00, 17:00
- Frá Akranesi: 9:00, 15:00, 18:00
Fólk er vinsamlega hvatt til að mæta að minnsta kosti 10 mínútum fyrir brottför. Sæferðir áskilja sér rétt til að breyta ferðum vegna veðurs og annarra ófyrirsjáanlegra orsaka. Jafnframt njóta þeir forgangs í ferjuna sem hafa keypt miða í miðasölu ferjunnar fram og til baka.