Akraneskaupstaður fær styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna
Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur ákveðið að styrkja verkefnið: Aðlaðandi bæir, umhverfisvæn endurnýjun og samkeppnishæfni í norrænum þéttbýlum. Bæir sem veita fólki góð lífsskilyrði.
Styrkurinn er fyrir tvo nemendur samtals í fimm mánuði. Akraneskaupstaður og Umhverfisskipulagsbraut LbhÍ taka nú þátt í einstöku verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar til að vinna með og varpa ljósi á sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna og gæði meðalstórra bæja á Norðurlöndum. Markmið verkefnisins er að undirbúa sameiginlega norræna áætlun um hvernig bæir og nærliggjandi svæði þeirra geta orðið meira aðlaðandi með þróun á lifandi og heildrænu þéttbýlisumhverfi, sem umhverfisvænt og efnahagslega og félagslega sjálfbært.
Unnið verður með kortlagningu, þróun og notkun aðferða til að meta sjálfbærni í þéttbýli. Fulltrúar þeirra norrænu bæjar sem taka þátt í verkefninu munu deila þekkingu milli norrænna stjórnenda, stjórnsýslu og fræðasviða. Niðurstaðan á að vera sameiginleg norræn áætlun fyrir aðlaðandi og heildrænt þéttbýlisumhverfi. Með Akranesi í verkefninu eru Vaxjö í Svíþjóð, Middelfart í Danmörku og Salo í Finnlandi. Sindri Birgisson skipulagsfræðingur og umhverfisstjóri hjá Akraneskaupstað og Helena Guttormsdóttir LbhÍ leiða verkefnið.