Akraneskaupstaður opnar fyrir umsóknir vegna sumarátaksstarfa námsmanna 2021
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt á ný sérstakt framlag til sumarátaksverkefna fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Markmiðið er að fjölga tímabundið störfum fyrir þennan markhóp þar sem þau eiga engan eða takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta.
Akraneskaupstaður auglýsir sumarstörf laus til umsóknar og verður í nokkrum störfum ráðið fleiri en einn til starfa. Um er að ræða ný störf, í þeim skilningi að þau eru umfram áætluð sumarstörf kaupstaðarins. Störfin eru svohljóðandi:
Skipulags- og umhverfissvið
- Aðstoð við byggingarfulltrúa
- Mótun, umhirða og viðhald opinna svæða
- Mælingarverkefni (hraðmælingar og úrvinnsla)
Skóla- og frístundasvið
-
Stuðningur við frístundastarf og leikjanámskeið
-
Fjölbreytt verkefni á leikskólum
-
Fjölbreytt verkefni í íþróttamannvirkjum
Velferðar- og mannréttindasvið
-
Aðstoðarmaður á skrifstofu velferðar- og mannréttindarsviðs
-
Aðstoðarmaður í sértæku úrræði barnaverndar (Holtið)
-
Fjölbreytt verkefni í búsetuþjónustu fatlaðra
-
Stuðningur í daglegu lífi með áherslu á félagslega þátttöku
-
Stuðningur við starfsmenn Fjöliðjunnar, vinnu- og hæfingarstöð
-
Stuðningur við félagsstarf eldriborgara
-
Fjölbreytt verkefni við Endurhæfingarhúsið Hver
- Aðgengisfulltrúi
- Sérstakt stuðningsúrræði / fjölbreytt verkefni
Stjórnsýslu- og fjármálasvið / skrifstofa bæjarstjóra
- Aðstoð í tölvu- og kerfismálum
- Aðstoðarmaður á launadeild
-
Aðstoðarmaður bæjarstjóra
- Guðlaug - heit laug við Langasand
- Innleiðing verkefnis á sviði nýsköpunar og þróunar
-
Flokkun safngagna á bókasafni auk verkefni tengdum sumarlestri
Umsóknarfrestur er til og með 19. maí og sótt eru um á Alfreð.is. Nánari upplýsingar veitir mannauðsstjóri Akraneskaupstaðar, Harpa Hallsdóttir á netfanginu harpa@akranes.is
Unnið er í samvinnu við Vinnumálastofnun og er þetta tiltekna úrræði bundið eftirfarandi skilyrðum:
- Ráðningarsambandið varir að hámarki í tvo og hálfan mánuði og skal eiga sér stað á tímabilinu 15. maí til 15. september næstkomandi. Starfstímabilið innan þessa ramma er umsemjanlegt. Starfshlutfallið er 100% á ráðningartíma.
- Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu í sveitarfélaginu.
- Umsækjendur verða að uppfylla þau skilyrði að hafa stundað nám á vorönn 2021 eða séu skráðir í nám haustið 2021. Skila þarf staðfestingu frá skóla um slíkt með umsókn.
- Námsmenn þurfa að ná 18 ára aldursmarki á árinu eða vera eldri.