Akranesviti í vetur
Sumaropnun Akranesvita lauk þann 31. ágúst sl. en vitinn hefur verið opinn í sumar frá kl. 10-16 alla daga. Hilmar Sigvaldason, sem er þekktur á Akranesi sem vitavörðurinn, mun í vetur taka á móti hópum og öðrum gestum eftir samkomulagi. Hægt er að hafa samband við Hilmar í síma 894-3010. Þið eruð einnig hvött að smella einu læki á facebooksíðu Akranesvita.
Á laugardaginn kemur, þann 5. september kl. 20 mun þau Heiða Árnadóttir og Hilmar Jensson, meðlimir í hljómsveitinni Mógil, flytja spunadrifið tónverk innblásið af hljómburði Akranesvita. Viðburðurinn er hluti af verkefninu ,,Akranesviti: Rými til tónsköpunar" sem var styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Verkefnið snýst um að rannsaka hljómburð og endurkast í rými Akranesvita með sérstöku tilliti til tónsmíða og tónlistarflutnings í rýminu. Allir eru hjartanlega velkomnir. Á sama tíma verður einnig hægt að skoða tvær sýningar sem eru í Akranesvita um þessar mundir en á 1. hæð vitans er málverkasýning Önnu S. Helgadóttur og á 2. hæð vitans er ljósmyndasýning Þórdísar Björnsdóttur.