Ályktun bæjarráðs Akraness um verkfall sjómanna
10.02.2017
Á fundi bæjarráðs Akraness í gær þann 9. febrúar var verkfall sjómanna á meðal dagskrárliða. Bæjarráð lýsir yfir þungum áhyggjum af yfirstandandi sjómannaverkfalli og hvetur samningsaðila til að ná sáttum án tafar.
Verkfallið hefur þegar haft alvarleg áhrif á einstaklinga, heimili og fyrirtæki á Akranesi og á íslenskt samfélag í heild sinni.