Framkvæmdum við Guðlaugu á Langasandi lokið í bili
03.11.2017
Framkvæmdum við Guðlaugu á Langasandi er lokið í bili. Laugin sem um ræðir verður staðsett í grjótgarðinum undir stúkunni á Jaðarsbökkum og er verktaki Ístak ehf., Pípulagningaþjónustan ehf. og Rafþjónusta Sigurdórs ehf. Undirverktaki hjá Ístak er Vélaleiga Halldórs Sig ehf. Framkvæmdir hófust í lok ágúst...
Lesa meira
Opinn dagur í Tónlistarskólanum á laugardag
03.11.2017
Í tilefni af Vökudögum hefur Tónlistarskólinn á Akranesi helgað líðandi viku samspili nemenda í ýmsum myndum. Nemendur hafa myndað stærri og smærri hljómsveitir og samspilshópa og verður árangurinn af starfi vikunnar fluttur fyrir gesti Tónlistarskólans á laugardaginn kemur, 4. nóvember.
Lesa meira
Hunda- og kattaeigendur athugið
03.11.2017
Laugardaginn 4. nóvember næstkomandi verður seinni hunda- og kattahreinsun í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi.
Lesa meira
Undirbúningur hafinn fyrir leikskólainnritun barna fædd í janúar og febrúar 2016
30.10.2017
Foreldrar barna sem fædd eru í janúar og febrúar 2016 hafa nú fengið boð um leikskóladvöl í leikskólum Akraneskaupstaðar í byrjun janúar 2018.
Haft hefur verið samband símleiðis við foreldra allra barna sem eru fædd í janúar og febrúar 2016 og þau fengið boð um leikskólavist. Formlegt erindi frá leikskólastjórum mun berast í næstu viku.
Lesa meira
Guðbjörg Árnadóttir hlýtur Menningarverðlaun Akraness 2017
26.10.2017
Guðbjörg Árnadóttir hlaut í dag Menningarverðlaun Akraness 2017 fyrir framúrskarandi framlag til menningarmála á Akranesi. Verðlaunin voru afhend við setningu menningarhátíðarinnar Vökudaga af Ingþóri Bergmann Þórhallssyni, formanni menningar- og safnanefndar.
Lesa meira
Barnamenningarhátíð sett í dag
26.10.2017
Barnamenningarhátíð, sem er sérstakur þáttur í menningarhátíðinni Vökudagar í ár, var sett fyrr í dag. Bókasafninu á Akranesi var veittur sérstakur styrkur frá Uppbyggingarsjóði til barnamenningarhátíðar fyrir svæðið sunnan Skarðsheiðar og var unnið að því verkefni með miðstigum grunnskólanna þriggja á svæðinu og þá sérstaklega með sjöttu bekkjum skólanna.
Lesa meira
Vökudagar að hefjast
25.10.2017
Menningarhátíðin Vökudagar hefst fimmtudaginn 26. október næstkomandi og stendur til sunnudagsins 5. nóvember. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt að vanda og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira
Málþing um áhrif knattspyrnunnar á Akranesi
25.10.2017
Málþing um áhrif knattspyrnunnar á Akranesi verður haldið í Tónbergi næstkomandi föstudag þann 27. október og hefst það klukkan 15.00. Fundarstjóri er Heimir Fannar Gunnlaugsson og er aðgangur er ókeypis.
Lesa meira
Heimsókn frambjóðenda Norðvesturkjördæmis
25.10.2017
Mánudaginn 25. október síðastliðinn tóku bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Akraness á móti frambjóðendum Norðvesturkjördæmis. Í upphafi fundarins fór Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri yfir þau allra brýnustu mál sem Akraneskaupstaður stendur frammi fyrir og mynduðust afar áhugaverða umræður í kjölfarið meðal...
Lesa meira
Alþingiskosningar 2017
25.10.2017
Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis fer fram í Brekkubæjarskóla, laugardaginn 28. október næstkomandi. Hefst hann kl. 9:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00.
Lesa meira