Fara í efni  

Barnamenningarhátíð sett í dag

Frá dansatriði sjöttu bekkinga, mynd: Myndsmiðjan
Frá dansatriði sjöttu bekkinga, mynd: Myndsmiðjan

Barnamenningarhátíð, sem er sérstakur þáttur í menningarhátíðinni Vökudagar í ár, var sett fyrr í dag. Bókasafninu á Akranesi var veittur sérstakur styrkur frá Uppbyggingarsjóði til barnamenningarhátíðar fyrir svæðið sunnan Skarðsheiðar og var unnið að því verkefni með miðstigum grunnskólanna þriggja á svæðinu og þá sérstaklega með sjöttu bekkjum skólanna. Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður setti hátíðina og opnunaratriði samanstóð af tveimur dönsum sem allir sjöttu bekkingar úr Grundaskóla, Brekkubæjarskóla og Heiðarskóla fluttu. Að því búnu voru þrjár sýningar barnamenningarhátíðar opnaðar en á þeim er sköpun sjöttu bekkinga skólanna gerð skil með fjölbreyttum hætti. Sýningarstaðirnir þrír eru: Tónlistarskólinn, Bókasafnið og Guðnýjarstofa á Byggðasafninu í Görðum.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00