Bláfáninn dreginn að húni á Langasandi í sjötta sinn
15.05.2018
Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem er veitt sem tákn um góða umhverfisstjórnun. Það var Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri frá Landvernd sem afhenti Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra fánann. Börn og starfsfólk frá Akraseli, Garðaseli og Grundaskóla voru viðstödd fánahyllinguna ásamt bæjarfulltrúum og starfsfólki Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Í sumar verður starfræktur Knattspyrnuskóli ÍA og Krónunnar fyrir börn fædd 2006 - 2012. Skólastjóri verður Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari mfl.kvenna, þjálfari 2.fl.kv og þjálfari 6.fl.kv. Auk þeirra munu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna kíkja í heimsókn....
Lesa meira
Sumarnámskeið FIMA 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Fimleikafélag Akraness ætlar að bjóða upp á sumarnámskeið í sumar. Námskeiðin eru fyrir stelpur og stráka á aldrinum 7 til 12 ára og fara öll fram í æfingaaðstöðu félagsins við Dalbraut (gamla ÞÞÞ húsið).
Lesa meira
Leiðin að kjarnanum: Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Leiðin að kjarnanum er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 10-12 ára stelpur sem haldið verður 9.-10. júní. Námskeiðið byggist á skemmtilegum verkefnum, leikjum og fræðslu um mataræði og hvernig hægt er að auka eigin hamingju. Farið verður í hugleiðslu og leidda slökun.
Lesa meira
Skapandi skrif, ritsmiðja fyrir börn í júní 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10 (f. 2008) -14 ára að taka þátt í ritsmiðju 11. - 14. júní.
Leiðbeinandi verður Eva Rún Þorgeirsdóttir rithöfundur og til aðstoðar verður Ásta Björnsdóttir, bókavörður.
Ritsmiðjan verður kl. 9:30-12.00.
Lesa meira
Einu sinni var...Sumarlestur 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Að venju býður Bókasafn Akraness upp á Sumarlestur fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að viðhalda og auka færni sína í lestri milli skólaára. Börnin skrá sig til leiks frá 1. júní og lestrinum lýkur 11. ágúst.
Lesa meira
Badmintonnámskeið 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Badmintonfélagið mun bjóða uppá badmintonnámskeið í tvær vikurnar í sumar. Fyrra námskeiðið er 11. - 15.júní og síðara námskeiðið er 18. - 22.júní. Námskeiðin er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára (fæddum 2006-2012) og verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Badmintonnámskeiðið er skemmtilegt námskeið fyrir bæði stráka og stelpur.
Lesa meira
Golfleikjanámskeið 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Golfklúbburinn Leynir verður með Golfleikjanámskeið í sumar.
Námskeiðið er ætlað öllum stelpum og strákum á aldrinum 6 til 10 ára (2008 til 2012).
Markmið Golfleikjanámskeiðsins er að taka á móti stelpum og strákum sem vilja kynna sér íþróttina og ná árangri í golfi. Áherslan verður á golftengda og almenna leiki, og gott og skemmtilegt golfleikjanámskeið þar sem krakkarnir öðlast færni sem gerir þau að betri kylfingum.
Lesa meira
Sumarnámskeið Smiðjuloftsins 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Smiðjuloftið heldur sumarnámskeið fyrir krakka fædda 2005-2008. Námskeiðin eru fyrir krakka sem vilja kynnast klifuríþróttinni og hafa gaman af útiveru.
Námskeiðin henta bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komin í klifri. Athugið að hámarksfjöldi í hvern hóp eru 10 börn.
Lesa meira
Reiðnámskeið sumar 2018
15.05.2018
Sumarnámskeið
Hestamiðstöðin Borgartúni mun bjóða upp á reiðnámskeið í sumar.
Reiðnámskeiðin eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 9 ára og eldri, byrjenda og fyrir þá með reynslu.
Hvert námskeið stendur yfir frá mánudag til föstudags og eru kennd fyrir hádegi, frá kl: 10:00 - 12:00 eða eftir hádegi frá kl: 13:00 - 15:00.
Aðeins eru 5 nemendur á hverju námskeiði.
Lesa meira