Fara í efni  

Fyrsta skóflustungan tekin á byggingu nýs fimleikahúss á Akranesi

Í dag þann 27. ágúst fengu Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, Marella Steinsdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness og Guðmundur Claxton formaður Fimleikafélags Akraness þann heiður að taka fyrstu skóflustunguna að nýju fimleikahúsi sem verður sambyggt íþróttahúsinu á Vesturgötu. Viðstödd skóflustunguna voru bæjarfulltrúar og starfsfólk Akraneskaupstaðar, fulltrúar Íþróttabandalagsins, fulltrúar og iðkendur Fimleikafélagsins og forsvarsmenn fyrirtækisins Spennt ehf. sem er verktaki framkvæmdarinnar.

Í nýju fimleikahúsi verður 1640 m² fimleikasalur þar sem hægt er finna kubbagryfjur, hlaupabrautir með fibergólfi, loftdýnu, lendingardýnur og dansgólf. „Þetta verður hiklaust flottasta fimleikahús landsins. Þarna verður allur sá búnaður sem þarf til fimleikaiðkunar við bestu mögulegu aðstæður“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.

Í salnum verður einnig steypt áhorfendastúka en rými undir henni verður síðan nýtt undir sturtur fyrir núverandi búningsklefa sem fyrir eru í þróttahúsinu. Búningsklefar í eldri byggingu íþróttahússins verða endurnýjaðir sem og einnig anddyri og kennslurými þar sem frístund Brekkubæjarskóla hefur verið starfandi. Marella Steinsdóttir formaður Íþróttabandalags Akraness segir: „Í dag er stór dagur fyrir íþróttahreyfinguna á Akranesi og ljóst að þetta glæsileg hús mun verða mikil lyftistöng fyrir Fimleikafélag Akraness, sem er eitt fjölmennasta félag ÍA. Mikill metnaður er hjá Akraneskaupstað í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum bæjarins og erum við hjá ÍA afskaplega ánægð með það.“

Áætlað er að fimleikahúsið verði tilbúið í árslok 2019.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00