Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis á Akranesi
Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða annars vegar breytingu sem felst m.a. í því að bæta við 50 m langri götu að lóðum við Lækjarflóa 6, 8, 10 og 12 og hins vegar að veita tímabundna heimild til að reisa starfsmannabúðir á fimm lóðum.
Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar frá 1. febrúar til og með 16. mars 2018. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 16. mars 2018 í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is.